Þetta kemur fram í uppfærðri frétt og hættumati Veðurstofunnar.
Þar kemur fram að jarðskjálftavirkni hafi verið áfram mjög lítil við Sundhnúksgígaröðina, en eingöngu nokkrir smáskjálftar hafi mælst á dag.
Út frá nýjum líkanreikningum sem byggðir eru á GPS-mælingum og gervitunglagögnum má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og eldgosi í lok nóvember.
Tekið er fram að þetta mat sé háð þeim aflögunargögnum sem eru til staðar á hverjum tíma. Muni hraði landriss í Svartsengi breytast muni matið breytast í samræmi við það.
Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.