Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2024 08:00 Hanna Símonardóttir er stolt af strákunum sínum í boltanum sem náðu báðir frábærum árangri á nýafstöðnu tímabili Vísir/Samsett mynd Í kjölfar góðs árangurs á nýafstöðnu tímabili er ljóst að bræðurnir Magnús Már og Anton Ari Einarssynir munu mætast í Bestu deildinni í fótbolta á næsta tímabili. Staða sem setur fjölskyldu þeirra í erfiða stöðu. „Þetta verður mjög skrítið. Ég verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ segir Hanna Símonardóttir móðir þeirra. Hanna hefur haft ríka ástæðu til að fagna góðu gengi sona sinna á nýafstöðnu fótboltatímabili. Elsti sonur hennar, Magnús Már Einarsson, stýrði liði Aftureldingar í fyrsta sinn upp í efstu deild og um síðastliðna helgi varð Anton Ari, markvörður Breiðabliks og annar af fjórum börnum Hönnu og Einars Þórs Magnússonar, Íslandsmeistari í fjórða sinn á ferlinum þegar að Breiðablik lagði Víking Reykjavík í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hanna er stolt af sínum strákum. „Stolt en fyrst og fremst þakklát. Þakklát fyrir að þeir hafi nýtt öll sín tækifæri til þess að komast á þann stað sem þeir eru komnir á. Það vegur þyngra hjá mér. Satt best að segja finnst mér svo vega enn þyngra þakklæti fyrir það hversu heilsteyptar og góðar manneskjur þeir eru. Þeir taka þetta algjörlega utan vallarins líka. Ég á fjögur börn og öll eru þau góðar manneskjur og til fyrirmyndar. Þeim gengur öllum vel og öll hafa þau gripið sín tækifæri til þess að komast á þann stað sem þau vilja fara á.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið hér að neðan. Stærsta fótboltasumarið til þessa Af þeim mörgu fótboltatímabilum sem Hanna og fjölskylda hafa farið í gegnum gæti reynst erfitt að toppa nýafstaðið tímabil. „Já, klárlega. Afturelding fer upp í efstu deild. Það er svo stórt hjá þeim. Anton Ari hefur orðið Íslandsmeistari áður en þetta var vissulega skemmtilegasti titilinn hjá honum út af þessum úrslitaleik sem þeir þurftu að spila við Víkingana. Hann hafði ekki gengið í gegnum það áður þó svo að hann hafi fyrir það orðið Íslandsmeistari í þrígang. Nú var þetta hreinn úrslitaleikur og öll dramatíkin sem að því fylgdi. Ótrúlegt. Og að fara svo með Aftureldingu upp í efstu deild. Þetta er stærsta fótboltasumarið í mínu lífi þótt ég sé ekki leikmaður.“ Fæddist með þráhyggju fyrir fótbolta Hanna hefur verið sjálfboðaliði hjá Aftureldingu í um þrjátíu ár eða allt frá því að frumburðurinn Magnús Már, sem Hanna lýsir sem einstaklingi með þráhyggju fyrir fótbolta, hóf að æfa fótbolta með Aftureldingu. „Ég hef svo sem alltaf haft áhuga á fótbolta. Svo eignast maður börn og þá breytast oft línurnar í lífinu en það gerðu þær ekki hjá mér því Magnús fæddist með þráhyggju fyrir fótbolta. Gjörsamlega. Hann var mjög virkur og aktívur krakki. Þurfti mikið að hreyfa sig. Um leið og hann gat byrjað að æfa fótbolta þá fylgdi því léttir á heimilinu því þá gat Magnús fengið sína útrás. Svo heldur þetta áfram og þróast út í það að hann er að gera meira en bara að æfa fótbolta.“ Magnús Már hefur náð frábærum árangri sem þjálfari uppeldisfélags síns Aftureldingu.Vísir/Anton Brink „Hann er með óþrjótandi áhuga á að fræðast og vita meira um fótbolta. Eins og margir vita þá vann hann við það í hátt í tuttugu ár að skrifa um fótbolta og hann er ekki nema rétt rúmlega þrítugur í dag. Fótboltinn hefur verið hans þráhyggja og ég viðurkenni að ég leiddist með honum út í það. Þetta er hálfgerð þráhyggja hjá mér líka og ég hef stússast í kringum boltann í sjálfboðaliðastarfi sem tekur mjög stóran hluta af mínu daglega lífi.“ Hamingjan sterkari en stressið Og Hanna hefur mikla ástríðu fyrir því að gefa af sér til Aftureldingar í gegnum sjálfboðaliðastarfið. „Um leið og Magnús byrjar að æfa þá sé ég að þetta er það sem þarf. Þó svo að Magnús hafi bara verið sex ára gamall þá er ég byrjuð að hjálpa til í kringum meistaraflokka félagsins því ég sá að þangað myndi hans leið liggja og síðar systkina hans ef þau hefðu áhuga á því. Ég sá að strax væri það bara kostur að hjálpa til við allt. Ég hef ekki tölu á vinnustunda fjöldanum en þetta eru þrjátíu ár sem maður hefur verið all-in sem sjálfboðaliði hjá Aftureldingu.“ Hanna Símonardóttir er með þráhyggju fyrir fótbolta líkt og sonur sinn, Magnús Már EinarssonVísir/Sigurjón Ólason Hjá félaginu slær hjarta fjölskyldunnar. Það var því sérstök stund að sjá liðið innsigla Bestu deildar sætið á Laugardalsvelli og viðeigandi að Hanna skildi rétta fyrirliða Aftureldingar bikarinn á þjóðarleikvanginum en þetta var annað árið í röð sem liðið komst alla leið í úrslitaleikinn um Bestu deildar sætið. Á síðasta ári laut liðið í lægra haldi en í ár stóð það uppi sem sigurvegari. Ólýsanleg tilfinning sem fylgdi því að horfa upp á það að sögn Hönnu. „Ég hafði mjög mikla trú en samt einhvern veginn er þetta svo stórt þegar að lokaflautið er komið og þetta er klárt. Og eftir vonbrigðin í fyrra þá var þægilegra að vera þarna í ár hafandi farið í gegnum þetta áður. En stuðningurinn, frá bæjarbúum og stuðningsfólkinu, var svo mikill bæði árin. Að sjá og finna stuðninginn var svo risastórt. Að sjá svo liðið klára þetta. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni. Þetta var geggjað.“ Afturelding bar sigur úr býtum gegn Keflavík í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar og tryggði sér þar með sæti í Bestu deildinni á næsta ári.Vísir/Anton Brink Það fylgdi því þó ekki meira stress að fylgjast með Aftureldingu í leiknum sökum þeirrar staðreyndar að þjálfari liðsins er sonur hennar. „Nei, ekki meira stressandi en ég held samt að gleðin og hamingjan yfir sigrinum hafi verið sterkari fyrir vikið. Ég veit að Magnús er að gera gjörsamlega sitt besta og mikið meira en það. Hann lagði allt í þetta. Ég vissi það. Þá er ekkert stress þótt að hann sé sonur minn. Ég vissi að hann væri að gera sitt besta en hamingjan var sterkari. Ég held ég geti alveg fullyrt það.“ Enn buguð og ómöguleg Ár stórra sigra en einnig ár mikillar sorgar og baráttu fyrir Hönnu og hennar fjölskyldu en eins og fjallað hefur verið um áður tóku Hanna og Einar að sér að verða fósturforeldrar tveggja drengja, Yazan Kaware og Sameer Omran, sem flúðu hörmungarástand í Palestínu og fengu samþykkta vernd hér á landi í janúar í upphafi árs. En eldri frænda þeirra, sem kom með Yazan og Sameer hingað til lands, var vísað úr landi. Drengirnir hafa nú sameinast fjölskyldu sinni hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar og njóta áfram stuðnings og góðvildar Hönnu og fjölskyldu. „Þetta var ótrúlegt, mjög gaman. Eftir erfiðasta ár lífs míns að öðru leiti. Að hafa haft flóttabarn frá Palestínu í fóstri á meðan að fjölskylda hans var í stórhættu risastóran hluta af árinu. Þá eru verðlaunin á fótboltavellinum svo stór eftir það. Þetta eru tvær svakalegar andstæður sem takast þarna á. „Já, rosalega. Og enn er ég bara buguð og ómöguleg vegna örlaga svo margra úr fjölskyldu drengjanna. Mun ekkert geta hætt því og verð aldrei sama manneskjan eftir að hafa staðið í þessari baráttu með þeim, og er enn að því. Það er svo skrítið að vera fagna svona svakalega miklum og góðum árangri hjá börnunum sínum á sama tíma. Það er mjög skrítið.“ Einn markvörður í hverri fjölskyldu er nóg Hanna reynir að mæta á alla leiki hjá sínum mönnum og að sjálfsögðu var hún mætt með stuðningsmönnum Breiðabliks á úrslitaleikinn sjálfan um Íslandsmeistaratitilinn á Víkingsvelli um síðastliðna helgi þar sem að Anton Ari stóð í markinu. „Það var líka bara ótrúlegt. Að sjá hvernig Blikarnir mættu til leiks. Það gerði það að verkum að snemma leiks hafði maður góða trú á því að þeir myndu klára þetta og ég hafði það svo sem fyrir leik líka. Þetta var bara frábær kvöldstund undir ljósunum í Hamingjunni.“ Leiknum lauk með 3-0 öruggum sigri Breiðabliks. Íslandsmeistaratitilinn í höfn. Sá fjórði á ferli Antons Ara sem fékk gullhanskann að leik loknum. Verðlaun sem veitt eru þeim markverði sem oftast hélt marki sínu hreinu yfir tímabilið. Anton Ari Einarsson tekur við gullhanskanum.vísir / anton brink Virkilega sterkt hjá Antoni og kannski sér í lagi í því ljósi að tímabilið áður mátti hann þola mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína. „Það var náttúrulega bara ótrúlega erfitt að horfa upp á það hvernig sumarið í fyrra þróaðist,“ segir Hanna. „Auðvitað er það bara ótrúlega erfitt fyrir okkur öll sem þykir vænt um hann og stöndum nærri honum. Að sjálfsögðu. Hann hafði þarna nýlega eignast tvíbura með unnustu sinni svo það var mikið álag á honum utan vallar líka og kannski ekki margir sem að settu það í samhengi en ég gerði það. Þótt við hefðum reynt að gera allt sem við gátum til að hjálpa þeim með það verkefni þá er þetta auðvitað eitthvað sem hefur áhrif. Svo getur maður bara rétt ímyndað sér með markverði, þegar að tímabilið byrjaði eins og það gerði í fyrra, að það sé erfitt að snúa því við. Þegar að nýafstaðið tímabil byrjaði svo eins og það gerði þá léttir manni bara rosalega. Því maður finnur og sér að hann sjálfur er búinn að finna sinn gamla takt og það varð engin breyting á því eftir því sem að leið á tímabilið.“ Anton Ari Einarsson markvörður Blika.Vísir/Pawel Hanna hefur reynslu af því að eiga barn sem æfir og spilar fótbolta sem útileikmaður, en einnig reynslu af því að eiga barn sem er markvörður. Hún segir það síðarnefnda meira krefjandi. „Það er það. Það er nóg að eiga einn markvörð í hverri fjölskyldu. Það er allt öðruvísi en að eiga útileikmann. Ef það er erfitt hjá þeim, eða þeir gera mistök, þá eru þeir í hakkavélinni á meðan að útileikmenn fá miklu meira frelsi til að gera mistök. Eðlilega er það þannig. En ég viðurkenni það alveg að þetta er tvennt ólíkt.“ Búin að gera plan Hanna og fjölskylda geta leyft sér að fagna en fram undan er hins vegar tími mikillar togstreitu. Afturelding og Breiðablik bæði í bestu deildinni og munu mætast á næsta tímabili. Anton Ari í markinu hjá Breiðabliki og Magnús Már á hliðarlínunni að stýra sínum mönnum í Aftureldingu. Sviðsmynd sem verður æ raunverulegri eftir því sem vikurnar líða. Ég nefnilega gat ýtt þessu frá mér. Afturelding fór upp og ég er búinn að vera fagna því síðan sem slíku. Ég hugsaði það ekkert að þeir væru að fara mætast. Ég hef margoft verið spurð en tókst að ýta því frá mér. En svo þegar að Blikarnir voru búnir að klára sitt núna og maður er þannig séð komin í frí frá boltanum þá skellur þetta á mér. Þetta verður mjög skrítið. Ég verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Magnús Már, þjálfari Aftureldingar og bróðir hans Anton Ari, markvörður Breiðabliks, mætast í Bestu deildinni á næsta tímabiliVísir/Samsett mynd Aðspurð hvort að hún myndi ekki bara reyna að fá Anton Ara heim í Aftureldingu til þess að leysa þessa togstreitu var Hanna mjög skýr í svörum: „Ég sé ekkert um leikmannamálin hjá Aftureldingu og hef ekkert hugsað út í það.“ Hún á þá draumsýn fyrir næsta tímabil í tengslum við lið drengja sinna. „Ég er búin að gera plan. Innbyrðisleikirnir þrír fara 0-0. Svo vinna bæði liðin alla hina leikina sína og þá verður bara spennandi að sjá um haustið hver markatalan verður. Hvort liðið verður ofar. Ég ætla bara að hafa minn draum svona fyrir næsta sumar.“ Besta deild karla Afturelding Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Hanna hefur haft ríka ástæðu til að fagna góðu gengi sona sinna á nýafstöðnu fótboltatímabili. Elsti sonur hennar, Magnús Már Einarsson, stýrði liði Aftureldingar í fyrsta sinn upp í efstu deild og um síðastliðna helgi varð Anton Ari, markvörður Breiðabliks og annar af fjórum börnum Hönnu og Einars Þórs Magnússonar, Íslandsmeistari í fjórða sinn á ferlinum þegar að Breiðablik lagði Víking Reykjavík í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hanna er stolt af sínum strákum. „Stolt en fyrst og fremst þakklát. Þakklát fyrir að þeir hafi nýtt öll sín tækifæri til þess að komast á þann stað sem þeir eru komnir á. Það vegur þyngra hjá mér. Satt best að segja finnst mér svo vega enn þyngra þakklæti fyrir það hversu heilsteyptar og góðar manneskjur þeir eru. Þeir taka þetta algjörlega utan vallarins líka. Ég á fjögur börn og öll eru þau góðar manneskjur og til fyrirmyndar. Þeim gengur öllum vel og öll hafa þau gripið sín tækifæri til þess að komast á þann stað sem þau vilja fara á.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið hér að neðan. Stærsta fótboltasumarið til þessa Af þeim mörgu fótboltatímabilum sem Hanna og fjölskylda hafa farið í gegnum gæti reynst erfitt að toppa nýafstaðið tímabil. „Já, klárlega. Afturelding fer upp í efstu deild. Það er svo stórt hjá þeim. Anton Ari hefur orðið Íslandsmeistari áður en þetta var vissulega skemmtilegasti titilinn hjá honum út af þessum úrslitaleik sem þeir þurftu að spila við Víkingana. Hann hafði ekki gengið í gegnum það áður þó svo að hann hafi fyrir það orðið Íslandsmeistari í þrígang. Nú var þetta hreinn úrslitaleikur og öll dramatíkin sem að því fylgdi. Ótrúlegt. Og að fara svo með Aftureldingu upp í efstu deild. Þetta er stærsta fótboltasumarið í mínu lífi þótt ég sé ekki leikmaður.“ Fæddist með þráhyggju fyrir fótbolta Hanna hefur verið sjálfboðaliði hjá Aftureldingu í um þrjátíu ár eða allt frá því að frumburðurinn Magnús Már, sem Hanna lýsir sem einstaklingi með þráhyggju fyrir fótbolta, hóf að æfa fótbolta með Aftureldingu. „Ég hef svo sem alltaf haft áhuga á fótbolta. Svo eignast maður börn og þá breytast oft línurnar í lífinu en það gerðu þær ekki hjá mér því Magnús fæddist með þráhyggju fyrir fótbolta. Gjörsamlega. Hann var mjög virkur og aktívur krakki. Þurfti mikið að hreyfa sig. Um leið og hann gat byrjað að æfa fótbolta þá fylgdi því léttir á heimilinu því þá gat Magnús fengið sína útrás. Svo heldur þetta áfram og þróast út í það að hann er að gera meira en bara að æfa fótbolta.“ Magnús Már hefur náð frábærum árangri sem þjálfari uppeldisfélags síns Aftureldingu.Vísir/Anton Brink „Hann er með óþrjótandi áhuga á að fræðast og vita meira um fótbolta. Eins og margir vita þá vann hann við það í hátt í tuttugu ár að skrifa um fótbolta og hann er ekki nema rétt rúmlega þrítugur í dag. Fótboltinn hefur verið hans þráhyggja og ég viðurkenni að ég leiddist með honum út í það. Þetta er hálfgerð þráhyggja hjá mér líka og ég hef stússast í kringum boltann í sjálfboðaliðastarfi sem tekur mjög stóran hluta af mínu daglega lífi.“ Hamingjan sterkari en stressið Og Hanna hefur mikla ástríðu fyrir því að gefa af sér til Aftureldingar í gegnum sjálfboðaliðastarfið. „Um leið og Magnús byrjar að æfa þá sé ég að þetta er það sem þarf. Þó svo að Magnús hafi bara verið sex ára gamall þá er ég byrjuð að hjálpa til í kringum meistaraflokka félagsins því ég sá að þangað myndi hans leið liggja og síðar systkina hans ef þau hefðu áhuga á því. Ég sá að strax væri það bara kostur að hjálpa til við allt. Ég hef ekki tölu á vinnustunda fjöldanum en þetta eru þrjátíu ár sem maður hefur verið all-in sem sjálfboðaliði hjá Aftureldingu.“ Hanna Símonardóttir er með þráhyggju fyrir fótbolta líkt og sonur sinn, Magnús Már EinarssonVísir/Sigurjón Ólason Hjá félaginu slær hjarta fjölskyldunnar. Það var því sérstök stund að sjá liðið innsigla Bestu deildar sætið á Laugardalsvelli og viðeigandi að Hanna skildi rétta fyrirliða Aftureldingar bikarinn á þjóðarleikvanginum en þetta var annað árið í röð sem liðið komst alla leið í úrslitaleikinn um Bestu deildar sætið. Á síðasta ári laut liðið í lægra haldi en í ár stóð það uppi sem sigurvegari. Ólýsanleg tilfinning sem fylgdi því að horfa upp á það að sögn Hönnu. „Ég hafði mjög mikla trú en samt einhvern veginn er þetta svo stórt þegar að lokaflautið er komið og þetta er klárt. Og eftir vonbrigðin í fyrra þá var þægilegra að vera þarna í ár hafandi farið í gegnum þetta áður. En stuðningurinn, frá bæjarbúum og stuðningsfólkinu, var svo mikill bæði árin. Að sjá og finna stuðninginn var svo risastórt. Að sjá svo liðið klára þetta. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni. Þetta var geggjað.“ Afturelding bar sigur úr býtum gegn Keflavík í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar og tryggði sér þar með sæti í Bestu deildinni á næsta ári.Vísir/Anton Brink Það fylgdi því þó ekki meira stress að fylgjast með Aftureldingu í leiknum sökum þeirrar staðreyndar að þjálfari liðsins er sonur hennar. „Nei, ekki meira stressandi en ég held samt að gleðin og hamingjan yfir sigrinum hafi verið sterkari fyrir vikið. Ég veit að Magnús er að gera gjörsamlega sitt besta og mikið meira en það. Hann lagði allt í þetta. Ég vissi það. Þá er ekkert stress þótt að hann sé sonur minn. Ég vissi að hann væri að gera sitt besta en hamingjan var sterkari. Ég held ég geti alveg fullyrt það.“ Enn buguð og ómöguleg Ár stórra sigra en einnig ár mikillar sorgar og baráttu fyrir Hönnu og hennar fjölskyldu en eins og fjallað hefur verið um áður tóku Hanna og Einar að sér að verða fósturforeldrar tveggja drengja, Yazan Kaware og Sameer Omran, sem flúðu hörmungarástand í Palestínu og fengu samþykkta vernd hér á landi í janúar í upphafi árs. En eldri frænda þeirra, sem kom með Yazan og Sameer hingað til lands, var vísað úr landi. Drengirnir hafa nú sameinast fjölskyldu sinni hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar og njóta áfram stuðnings og góðvildar Hönnu og fjölskyldu. „Þetta var ótrúlegt, mjög gaman. Eftir erfiðasta ár lífs míns að öðru leiti. Að hafa haft flóttabarn frá Palestínu í fóstri á meðan að fjölskylda hans var í stórhættu risastóran hluta af árinu. Þá eru verðlaunin á fótboltavellinum svo stór eftir það. Þetta eru tvær svakalegar andstæður sem takast þarna á. „Já, rosalega. Og enn er ég bara buguð og ómöguleg vegna örlaga svo margra úr fjölskyldu drengjanna. Mun ekkert geta hætt því og verð aldrei sama manneskjan eftir að hafa staðið í þessari baráttu með þeim, og er enn að því. Það er svo skrítið að vera fagna svona svakalega miklum og góðum árangri hjá börnunum sínum á sama tíma. Það er mjög skrítið.“ Einn markvörður í hverri fjölskyldu er nóg Hanna reynir að mæta á alla leiki hjá sínum mönnum og að sjálfsögðu var hún mætt með stuðningsmönnum Breiðabliks á úrslitaleikinn sjálfan um Íslandsmeistaratitilinn á Víkingsvelli um síðastliðna helgi þar sem að Anton Ari stóð í markinu. „Það var líka bara ótrúlegt. Að sjá hvernig Blikarnir mættu til leiks. Það gerði það að verkum að snemma leiks hafði maður góða trú á því að þeir myndu klára þetta og ég hafði það svo sem fyrir leik líka. Þetta var bara frábær kvöldstund undir ljósunum í Hamingjunni.“ Leiknum lauk með 3-0 öruggum sigri Breiðabliks. Íslandsmeistaratitilinn í höfn. Sá fjórði á ferli Antons Ara sem fékk gullhanskann að leik loknum. Verðlaun sem veitt eru þeim markverði sem oftast hélt marki sínu hreinu yfir tímabilið. Anton Ari Einarsson tekur við gullhanskanum.vísir / anton brink Virkilega sterkt hjá Antoni og kannski sér í lagi í því ljósi að tímabilið áður mátti hann þola mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína. „Það var náttúrulega bara ótrúlega erfitt að horfa upp á það hvernig sumarið í fyrra þróaðist,“ segir Hanna. „Auðvitað er það bara ótrúlega erfitt fyrir okkur öll sem þykir vænt um hann og stöndum nærri honum. Að sjálfsögðu. Hann hafði þarna nýlega eignast tvíbura með unnustu sinni svo það var mikið álag á honum utan vallar líka og kannski ekki margir sem að settu það í samhengi en ég gerði það. Þótt við hefðum reynt að gera allt sem við gátum til að hjálpa þeim með það verkefni þá er þetta auðvitað eitthvað sem hefur áhrif. Svo getur maður bara rétt ímyndað sér með markverði, þegar að tímabilið byrjaði eins og það gerði í fyrra, að það sé erfitt að snúa því við. Þegar að nýafstaðið tímabil byrjaði svo eins og það gerði þá léttir manni bara rosalega. Því maður finnur og sér að hann sjálfur er búinn að finna sinn gamla takt og það varð engin breyting á því eftir því sem að leið á tímabilið.“ Anton Ari Einarsson markvörður Blika.Vísir/Pawel Hanna hefur reynslu af því að eiga barn sem æfir og spilar fótbolta sem útileikmaður, en einnig reynslu af því að eiga barn sem er markvörður. Hún segir það síðarnefnda meira krefjandi. „Það er það. Það er nóg að eiga einn markvörð í hverri fjölskyldu. Það er allt öðruvísi en að eiga útileikmann. Ef það er erfitt hjá þeim, eða þeir gera mistök, þá eru þeir í hakkavélinni á meðan að útileikmenn fá miklu meira frelsi til að gera mistök. Eðlilega er það þannig. En ég viðurkenni það alveg að þetta er tvennt ólíkt.“ Búin að gera plan Hanna og fjölskylda geta leyft sér að fagna en fram undan er hins vegar tími mikillar togstreitu. Afturelding og Breiðablik bæði í bestu deildinni og munu mætast á næsta tímabili. Anton Ari í markinu hjá Breiðabliki og Magnús Már á hliðarlínunni að stýra sínum mönnum í Aftureldingu. Sviðsmynd sem verður æ raunverulegri eftir því sem vikurnar líða. Ég nefnilega gat ýtt þessu frá mér. Afturelding fór upp og ég er búinn að vera fagna því síðan sem slíku. Ég hugsaði það ekkert að þeir væru að fara mætast. Ég hef margoft verið spurð en tókst að ýta því frá mér. En svo þegar að Blikarnir voru búnir að klára sitt núna og maður er þannig séð komin í frí frá boltanum þá skellur þetta á mér. Þetta verður mjög skrítið. Ég verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Magnús Már, þjálfari Aftureldingar og bróðir hans Anton Ari, markvörður Breiðabliks, mætast í Bestu deildinni á næsta tímabiliVísir/Samsett mynd Aðspurð hvort að hún myndi ekki bara reyna að fá Anton Ara heim í Aftureldingu til þess að leysa þessa togstreitu var Hanna mjög skýr í svörum: „Ég sé ekkert um leikmannamálin hjá Aftureldingu og hef ekkert hugsað út í það.“ Hún á þá draumsýn fyrir næsta tímabil í tengslum við lið drengja sinna. „Ég er búin að gera plan. Innbyrðisleikirnir þrír fara 0-0. Svo vinna bæði liðin alla hina leikina sína og þá verður bara spennandi að sjá um haustið hver markatalan verður. Hvort liðið verður ofar. Ég ætla bara að hafa minn draum svona fyrir næsta sumar.“
Besta deild karla Afturelding Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira