Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 29. október 2024 19:02 Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”. ,,Nú, já þú ert alveg þar?” var sagt með blöndu af forvitni, hlátri og hneykslan. Þessi viðbrögð eru engin nýlunda. Ég hef starfað með flokknum síðan 2018 og þekki þessi viðbrögð vel. Fólk veit ekki hvort það á að hlæja að gráta því það tengir orðið Sósíalisti við eitthvað gamalt og hræðilegt. Einhverja „Kommagrýlu” þar sem allir eru fátækir, ríkið stjórni öllu lífi fólks og engin blómleg viðskipti eða frumkvöðlastarf eigi sér stað. Þetta er auðvitað orðræða sem Valhöll og Mbl hefur haldið á lofti lengi og ekki síst eftir að Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Margir taka undir. Borgarastéttin hlær. Meira að segja Kratar sem sækja hugsjónir sínar beint til Sósíalismans hlæja með og frussa kampavíninu sínu. Sósíalismi er auðvitað ekkert annað en beint lýðræði. Kjarni hans er valddreifing og almannahagsmunir. Hvað er vandamálið? Jú, jú einhverjir fasistar hafa gegnum tíðina notað orðið Sósíalismi til að réttlæta valdatöku sína. En er það endilega alvöru Sósíalismi? Nei, það er það ekki. Fólk hefur notað alls konar hugtök og trúarbrögð í gegnum söguna til að réttlæta ofbeldi sitt og valdníðslu. Það þýðir ekki að grunngildi hugtaksins sé þar að verki. Vissulega er það í hugmyndafræði Sósíalisma að ríkið reki ákveðna grundvallarinnviði og stofnanir. Það er okkur ekkert fjarri enda kjarnahugmynd allra landa Skandinavíu. Þannig er margt rekið í okkar samfélagi í dag. Almenna skólakerfið, almenna heilbrigðiskerfið, almannatryggingarkerfið o.s.frv. Fólki finnst þetta sjálfsagt. Þetta er ekkert annað en Sósíalismi. Hlæjið þá og hneykslist af sjálfum ykkur og ykkar stjórnvöldum seinustu áratugi. En með nýfrjálshyggjunni, sem Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að tefla fram og setið í nær öllum stjórnvöldum frá upphafi lýðveldis 1944, hafa hagsmunir fjármagnseigenda trompað hagsmuni almennings. Þess vegna tel ég þörf á Sósíalistaflokk Íslands á alþingi. En hvað með alþjóðasamvinnu og viðskipti. Vilja Sósíalistar ekki bara einangra fólk og þjóðir banna viðskipti og frumkvöðlastarf? Ég meina má einhver græða í Sósíalistaflokknum? Margir halda að það sé raunin. Einhverjir Sósíalistar hafa líka skrifað á þessum nótum og talið ekki hægt að hafa Sósíalisma samhliða alþjóðasamvinnu sem dæmi. Ég er hins vegar algerlega óssammála því og er Evrópusinnaður Sósíalisti. Ég tel fullreynt að hafa krónu sem gjaldmiðil sem hentar í raun eingöngu hagsmunum kvótakónga eða þeim sem flytja út fisk. Margir hafa áhyggjur á verðbólgu og vöxtum sem er reglulegt fyrirbæri hjá okkur Íslendingum en ég tel það aðallega orsakast af krónunni sem gjaldmiðli. Ég held að almenningur hefði meira gagn af stöðugri gjaldmiðli. Alla vega eru húsnæðislán og matarkarfan betri fyrir almenning í Evrópu en hér á landi. Ég veit alveg að Evrópusambandið er kapítalískt að einhverju leyti eins og öll Vesturlönd. Ég er samt fylgjandi inngöngu í það þar sem ég ég er búin að fá mig fullsadda af íslenskum fjármagnseigendum og kvótakóngum. Á Íslandi virkar markaðshagkerfið reyndar aðallega sem fákeppnismarkaður sem hafa regluleg verðsamráð eins og sagan hefur sýnt. Í raun er ekki frjáls heilbrigður markaður í gangi. Ef allir hefðu sömu spil á hendi til að byrja með og þeir sem hefðu skapandi hæfileika og frumkvöðlahugmyndir gætu skarað fram úr og grætt vel fyrir það væri það alls ekki andstætt hugmyndum Sósíalismans. Ef allir hefðu nóg fyrir sig og sína væri frábært að leyfa litlum fyrirtækjum og skapandi frumkvöðlastarfi að blómstra. Höfundur er framhaldsskólakennari og á lista Sósíalista í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var í barnaafmæli um helgina og umræðan barst að kosningum. ,,Er búið að ákveða hvað á að kjósa?” heyrðist fleygt. Ég sagðist vera búin að ákveða það enda væri ég á lista. ,,Nú, nú hvar ertu á lista?” var auðvitað spurt. ,,Ég er alveg vinstra megin” sagði ég. ,,Ég verð sem sagt á lista Sósíalista í Reykjavík”. ,,Nú, já þú ert alveg þar?” var sagt með blöndu af forvitni, hlátri og hneykslan. Þessi viðbrögð eru engin nýlunda. Ég hef starfað með flokknum síðan 2018 og þekki þessi viðbrögð vel. Fólk veit ekki hvort það á að hlæja að gráta því það tengir orðið Sósíalisti við eitthvað gamalt og hræðilegt. Einhverja „Kommagrýlu” þar sem allir eru fátækir, ríkið stjórni öllu lífi fólks og engin blómleg viðskipti eða frumkvöðlastarf eigi sér stað. Þetta er auðvitað orðræða sem Valhöll og Mbl hefur haldið á lofti lengi og ekki síst eftir að Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður. Margir taka undir. Borgarastéttin hlær. Meira að segja Kratar sem sækja hugsjónir sínar beint til Sósíalismans hlæja með og frussa kampavíninu sínu. Sósíalismi er auðvitað ekkert annað en beint lýðræði. Kjarni hans er valddreifing og almannahagsmunir. Hvað er vandamálið? Jú, jú einhverjir fasistar hafa gegnum tíðina notað orðið Sósíalismi til að réttlæta valdatöku sína. En er það endilega alvöru Sósíalismi? Nei, það er það ekki. Fólk hefur notað alls konar hugtök og trúarbrögð í gegnum söguna til að réttlæta ofbeldi sitt og valdníðslu. Það þýðir ekki að grunngildi hugtaksins sé þar að verki. Vissulega er það í hugmyndafræði Sósíalisma að ríkið reki ákveðna grundvallarinnviði og stofnanir. Það er okkur ekkert fjarri enda kjarnahugmynd allra landa Skandinavíu. Þannig er margt rekið í okkar samfélagi í dag. Almenna skólakerfið, almenna heilbrigðiskerfið, almannatryggingarkerfið o.s.frv. Fólki finnst þetta sjálfsagt. Þetta er ekkert annað en Sósíalismi. Hlæjið þá og hneykslist af sjálfum ykkur og ykkar stjórnvöldum seinustu áratugi. En með nýfrjálshyggjunni, sem Sjálfstæðismenn hafa verið duglegastir við að tefla fram og setið í nær öllum stjórnvöldum frá upphafi lýðveldis 1944, hafa hagsmunir fjármagnseigenda trompað hagsmuni almennings. Þess vegna tel ég þörf á Sósíalistaflokk Íslands á alþingi. En hvað með alþjóðasamvinnu og viðskipti. Vilja Sósíalistar ekki bara einangra fólk og þjóðir banna viðskipti og frumkvöðlastarf? Ég meina má einhver græða í Sósíalistaflokknum? Margir halda að það sé raunin. Einhverjir Sósíalistar hafa líka skrifað á þessum nótum og talið ekki hægt að hafa Sósíalisma samhliða alþjóðasamvinnu sem dæmi. Ég er hins vegar algerlega óssammála því og er Evrópusinnaður Sósíalisti. Ég tel fullreynt að hafa krónu sem gjaldmiðil sem hentar í raun eingöngu hagsmunum kvótakónga eða þeim sem flytja út fisk. Margir hafa áhyggjur á verðbólgu og vöxtum sem er reglulegt fyrirbæri hjá okkur Íslendingum en ég tel það aðallega orsakast af krónunni sem gjaldmiðli. Ég held að almenningur hefði meira gagn af stöðugri gjaldmiðli. Alla vega eru húsnæðislán og matarkarfan betri fyrir almenning í Evrópu en hér á landi. Ég veit alveg að Evrópusambandið er kapítalískt að einhverju leyti eins og öll Vesturlönd. Ég er samt fylgjandi inngöngu í það þar sem ég ég er búin að fá mig fullsadda af íslenskum fjármagnseigendum og kvótakóngum. Á Íslandi virkar markaðshagkerfið reyndar aðallega sem fákeppnismarkaður sem hafa regluleg verðsamráð eins og sagan hefur sýnt. Í raun er ekki frjáls heilbrigður markaður í gangi. Ef allir hefðu sömu spil á hendi til að byrja með og þeir sem hefðu skapandi hæfileika og frumkvöðlahugmyndir gætu skarað fram úr og grætt vel fyrir það væri það alls ekki andstætt hugmyndum Sósíalismans. Ef allir hefðu nóg fyrir sig og sína væri frábært að leyfa litlum fyrirtækjum og skapandi frumkvöðlastarfi að blómstra. Höfundur er framhaldsskólakennari og á lista Sósíalista í Reykjavík.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun