Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. október 2024 09:31 Baltasar Kormákur og Sunneva fengu nafnið Kormákur ekki samþykkt sem ættarnafn. Dóttir leikstjórans Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu Weisshappel, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar var skírð þann 5. október síðastliðinn og fékk hún nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um sérstakt leyfi til Mannanafnanefndar og segir að það hafi komið þeim á óvart að Kilja væri ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn. Kilja litla kom í heiminn þann 5. ágúst síðastliðinn og er fyrsta barn Sunnevu. Fyrir á Kormákur fjögur börn. Spurð hvaðan hugmyndin að nafninu kemur segir Sunneva að það hafi komið til þeirra þegar þau voru í hestaferð yfir Kjöl síðastliðið sumar. „Kjölur=miðja=kjölfesta. Ég var reyndar ekki á hesti en var með í ferðinni þar sem ég var komin 39 vikur á leið. Það kom okkur svo á óvart þegar við flettum Kilju nafninu upp að þetta var ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn og þurftum því að fá leyfi hjá mannanafnanefnd,“ segir Sunneva í samtali við Vísi. „Hún er skírð Kilja Kormákur. Við vorum skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við af Þjóðskrá. Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn en það var upphaflega hugmyndin. Ættarnafnslögin eru furðuleg á Íslandi. Kormákur er vissulega karlmannsnafn en það er leyfilegt að skýra stúlkur karlmannsnafni ef það er nafn tvö eins og fjölmörg vitni eru um,“ bætir hún við. Ákveðin fjölskylduhefð Að sögn Baltasars hefur myndast ákveðin hefð innan fjölskyldunnar að bera nafnið Kormákur, í raun sem ættarnafn. „Ég nota bara Baltasar Kormákur. En er auk þess skráður Baltasarsson í passanum. Tveir af sonum mínum heita Kormákur að öðru og þriðja nafni Pálmi Kormákur og Stormur Jón Kormákur, þannig að það hefur myndast ákveðin hefð,“ segir Baltasar. Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar. Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu. Barnalán Ástin og lífið Mannanöfn Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Kilja litla kom í heiminn þann 5. ágúst síðastliðinn og er fyrsta barn Sunnevu. Fyrir á Kormákur fjögur börn. Spurð hvaðan hugmyndin að nafninu kemur segir Sunneva að það hafi komið til þeirra þegar þau voru í hestaferð yfir Kjöl síðastliðið sumar. „Kjölur=miðja=kjölfesta. Ég var reyndar ekki á hesti en var með í ferðinni þar sem ég var komin 39 vikur á leið. Það kom okkur svo á óvart þegar við flettum Kilju nafninu upp að þetta var ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn og þurftum því að fá leyfi hjá mannanafnanefnd,“ segir Sunneva í samtali við Vísi. „Hún er skírð Kilja Kormákur. Við vorum skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við af Þjóðskrá. Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn en það var upphaflega hugmyndin. Ættarnafnslögin eru furðuleg á Íslandi. Kormákur er vissulega karlmannsnafn en það er leyfilegt að skýra stúlkur karlmannsnafni ef það er nafn tvö eins og fjölmörg vitni eru um,“ bætir hún við. Ákveðin fjölskylduhefð Að sögn Baltasars hefur myndast ákveðin hefð innan fjölskyldunnar að bera nafnið Kormákur, í raun sem ættarnafn. „Ég nota bara Baltasar Kormákur. En er auk þess skráður Baltasarsson í passanum. Tveir af sonum mínum heita Kormákur að öðru og þriðja nafni Pálmi Kormákur og Stormur Jón Kormákur, þannig að það hefur myndast ákveðin hefð,“ segir Baltasar. Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar. Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu.
Barnalán Ástin og lífið Mannanöfn Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira