Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 30. október 2024 11:32 Matthías og Kristján stýra Val næsta sumar. Báðir hafa áður starfað hjá félaginu. Mynd/Valur Matthías Guðmundsson og Kristján Guðmundsson eru nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta. Þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins og taka við af Pétri Péturssyni. Pétur sagði upp störfum um helgina eftir sjö ár í starfi. Undir hans stjórn varð Valur fjórum sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Fram kemur í yfirlýsingu Vals um nýja þjálfara að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem var aðstoðarþjálfari Péturs, verði ekki áfram í starfi. Þess í stað taka þeir Matthías og Kristján við stjórnartaumunum. Þeir gera þriggja ára samning á Hlíðarenda. Matthías var áður aðstoðarþjálfari Péturs með kvennaliðið en tók svo við liði Gróttu. Hann kemur þaðan heim á Hlíðarenda en Matthías er uppalinn Valsari. Kristján var síðast þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í tæp sex ár en hann hætti þjálfun liðsins á miðju síðasta tímabili. Hann starfar hjá Val í annað sinn en hann þjálfaði karlalið félagsins 2010 til 2012. Valur varð bikarmeistari síðasta sumar en hlaut silfur í deildinni eftir jafntefli við Breiðablik í úrslitaleik um titilinn. Fráfarandi þjálfarateymi Vals fagnar bikarmeistaratitlinum í sumar.Vísir/Anton Brink Yfirlýsingu Vals vegna ráðningarinnar má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Vals Matthías og Kristján Guðmundssynir mynda nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna í fótbolta. Stjórn Knattspyrnudeildar Vals gerir þriggja ára samninga við þá félaga en þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins. Matthías þekkjum við Valsarar vel enda lék hann með félaginu nánast allan sinn feril og hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu. Hann náði eftirtektarverðum árangri með 2. flokk félagsins og varð síðar aðstoðarmaður Péturs Péturssonar áður en hann tók við liði Gróttu fyrir síðasta tímabil þar sem hann hefur gert frábæra hluti. Kristján Guðmundsson er einnig þekkt stærð innan Vals því hann hefur bæði komið að þjálfun yngri flokka félagsins auk þess sem hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Val í tvö ár. Kristján hefur þjálfað hjá mörgum félögum á landinu, unnið bikarmeistaratitla með karlaliðum Keflavíkur og ÍBV. Nú síðast þjálfaði Kristján kvennalið Stjörnunnar í tæp 6 ár. „Við erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessum tveimur snillingum til okkar og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir muni mynda sterkt þjálfarateymi. Báðir eru þeir mjög færir þjálfarar og jákvæðir og skemmtilegir karakterar. Þarna erum við að fá inn mikla reynslu sem skiptir gríðarlegu máli og ég held líka að þeir geti lært helling hvor af öðrum,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals. Matthías Guðmundsson segist afskaplega ánægður með að vera kominn heim í Val. „Það er gott að vera kominn heim og ég fann það þegar þau höfðu samband við mig að þetta er eitthvað sem ég er tilbúinn í. Ég hef átt frábæran tíma í Gróttu og það er erfitt að yfirgefa allt það frábæra fólk sem þar starfar en þetta er rétt skref fyrir mig. Ég spilaði undir Kristjáni sem leikmaður í Val og ber mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara. Við höfum rætt saman og horfum á hlutina mjög svipað. Ég hlakka til að koma inn af krafti og hjálpa til við að bæta kvennaliðið okkar enn frekar og gefa ungum og efnilegum valsstelpum tækifæri,“ segir Matthías Guðmundsson. Og Kristján er á sama máli. „Það eru ekki mörg lið á Íslandi sem gátu sannfært mig um að koma og þjálfa en ég veit að Valur er stórkostlegt félag og þarna virðist vera komið inn fólk sem hefur áhuga á því að byggja upp til framtíðar. Verkefnið er spennandi enda frábærir leikmenn í liðinu sem verður gaman að vinna með og búa til enn betra lið. Matti hefur komið inn í þjálfun af krafti og hann er auðvitað bara einn mesti Valsari sem maður þekkir og frábær karakter. Það er heiður að fá að mynda teymi aðalþjálfara Vals með Matta og ég get ekki beðið eftir því að byrja að undirbúa liðið fyrir það verkefni að ná í titilinn aftur,“ segir Kristján Guðmundsson. Ljóst er að þeirra Matta og Kristjáns bíður verðugt verkefni en Pétur Pétursson hætti sem aðalþjálfari liðsins eftir sjö sigursæl ár í starfi á dögunum. Hallgrímur Heimisson sem verið hefur aðstoðarþjálfari Péturs er einnig yfirþjálfari yngri flokka félagsins og mun einbeita sér að því ásamt öðrum verkefnum hjá Val. Þá er samningur Ásgerðar Baldursdóttur sem var einnig í þjálfarateymi Péturs að renna út og verður hann ekki endurnýjaður. Valur Besta deild kvenna Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Pétur sagði upp störfum um helgina eftir sjö ár í starfi. Undir hans stjórn varð Valur fjórum sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Fram kemur í yfirlýsingu Vals um nýja þjálfara að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem var aðstoðarþjálfari Péturs, verði ekki áfram í starfi. Þess í stað taka þeir Matthías og Kristján við stjórnartaumunum. Þeir gera þriggja ára samning á Hlíðarenda. Matthías var áður aðstoðarþjálfari Péturs með kvennaliðið en tók svo við liði Gróttu. Hann kemur þaðan heim á Hlíðarenda en Matthías er uppalinn Valsari. Kristján var síðast þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í tæp sex ár en hann hætti þjálfun liðsins á miðju síðasta tímabili. Hann starfar hjá Val í annað sinn en hann þjálfaði karlalið félagsins 2010 til 2012. Valur varð bikarmeistari síðasta sumar en hlaut silfur í deildinni eftir jafntefli við Breiðablik í úrslitaleik um titilinn. Fráfarandi þjálfarateymi Vals fagnar bikarmeistaratitlinum í sumar.Vísir/Anton Brink Yfirlýsingu Vals vegna ráðningarinnar má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Vals Matthías og Kristján Guðmundssynir mynda nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna í fótbolta. Stjórn Knattspyrnudeildar Vals gerir þriggja ára samninga við þá félaga en þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins. Matthías þekkjum við Valsarar vel enda lék hann með félaginu nánast allan sinn feril og hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu. Hann náði eftirtektarverðum árangri með 2. flokk félagsins og varð síðar aðstoðarmaður Péturs Péturssonar áður en hann tók við liði Gróttu fyrir síðasta tímabil þar sem hann hefur gert frábæra hluti. Kristján Guðmundsson er einnig þekkt stærð innan Vals því hann hefur bæði komið að þjálfun yngri flokka félagsins auk þess sem hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Val í tvö ár. Kristján hefur þjálfað hjá mörgum félögum á landinu, unnið bikarmeistaratitla með karlaliðum Keflavíkur og ÍBV. Nú síðast þjálfaði Kristján kvennalið Stjörnunnar í tæp 6 ár. „Við erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessum tveimur snillingum til okkar og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir muni mynda sterkt þjálfarateymi. Báðir eru þeir mjög færir þjálfarar og jákvæðir og skemmtilegir karakterar. Þarna erum við að fá inn mikla reynslu sem skiptir gríðarlegu máli og ég held líka að þeir geti lært helling hvor af öðrum,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals. Matthías Guðmundsson segist afskaplega ánægður með að vera kominn heim í Val. „Það er gott að vera kominn heim og ég fann það þegar þau höfðu samband við mig að þetta er eitthvað sem ég er tilbúinn í. Ég hef átt frábæran tíma í Gróttu og það er erfitt að yfirgefa allt það frábæra fólk sem þar starfar en þetta er rétt skref fyrir mig. Ég spilaði undir Kristjáni sem leikmaður í Val og ber mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara. Við höfum rætt saman og horfum á hlutina mjög svipað. Ég hlakka til að koma inn af krafti og hjálpa til við að bæta kvennaliðið okkar enn frekar og gefa ungum og efnilegum valsstelpum tækifæri,“ segir Matthías Guðmundsson. Og Kristján er á sama máli. „Það eru ekki mörg lið á Íslandi sem gátu sannfært mig um að koma og þjálfa en ég veit að Valur er stórkostlegt félag og þarna virðist vera komið inn fólk sem hefur áhuga á því að byggja upp til framtíðar. Verkefnið er spennandi enda frábærir leikmenn í liðinu sem verður gaman að vinna með og búa til enn betra lið. Matti hefur komið inn í þjálfun af krafti og hann er auðvitað bara einn mesti Valsari sem maður þekkir og frábær karakter. Það er heiður að fá að mynda teymi aðalþjálfara Vals með Matta og ég get ekki beðið eftir því að byrja að undirbúa liðið fyrir það verkefni að ná í titilinn aftur,“ segir Kristján Guðmundsson. Ljóst er að þeirra Matta og Kristjáns bíður verðugt verkefni en Pétur Pétursson hætti sem aðalþjálfari liðsins eftir sjö sigursæl ár í starfi á dögunum. Hallgrímur Heimisson sem verið hefur aðstoðarþjálfari Péturs er einnig yfirþjálfari yngri flokka félagsins og mun einbeita sér að því ásamt öðrum verkefnum hjá Val. Þá er samningur Ásgerðar Baldursdóttur sem var einnig í þjálfarateymi Péturs að renna út og verður hann ekki endurnýjaður.
Yfirlýsing Vals Matthías og Kristján Guðmundssynir mynda nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna í fótbolta. Stjórn Knattspyrnudeildar Vals gerir þriggja ára samninga við þá félaga en þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins. Matthías þekkjum við Valsarar vel enda lék hann með félaginu nánast allan sinn feril og hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu. Hann náði eftirtektarverðum árangri með 2. flokk félagsins og varð síðar aðstoðarmaður Péturs Péturssonar áður en hann tók við liði Gróttu fyrir síðasta tímabil þar sem hann hefur gert frábæra hluti. Kristján Guðmundsson er einnig þekkt stærð innan Vals því hann hefur bæði komið að þjálfun yngri flokka félagsins auk þess sem hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Val í tvö ár. Kristján hefur þjálfað hjá mörgum félögum á landinu, unnið bikarmeistaratitla með karlaliðum Keflavíkur og ÍBV. Nú síðast þjálfaði Kristján kvennalið Stjörnunnar í tæp 6 ár. „Við erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessum tveimur snillingum til okkar og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir muni mynda sterkt þjálfarateymi. Báðir eru þeir mjög færir þjálfarar og jákvæðir og skemmtilegir karakterar. Þarna erum við að fá inn mikla reynslu sem skiptir gríðarlegu máli og ég held líka að þeir geti lært helling hvor af öðrum,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals. Matthías Guðmundsson segist afskaplega ánægður með að vera kominn heim í Val. „Það er gott að vera kominn heim og ég fann það þegar þau höfðu samband við mig að þetta er eitthvað sem ég er tilbúinn í. Ég hef átt frábæran tíma í Gróttu og það er erfitt að yfirgefa allt það frábæra fólk sem þar starfar en þetta er rétt skref fyrir mig. Ég spilaði undir Kristjáni sem leikmaður í Val og ber mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara. Við höfum rætt saman og horfum á hlutina mjög svipað. Ég hlakka til að koma inn af krafti og hjálpa til við að bæta kvennaliðið okkar enn frekar og gefa ungum og efnilegum valsstelpum tækifæri,“ segir Matthías Guðmundsson. Og Kristján er á sama máli. „Það eru ekki mörg lið á Íslandi sem gátu sannfært mig um að koma og þjálfa en ég veit að Valur er stórkostlegt félag og þarna virðist vera komið inn fólk sem hefur áhuga á því að byggja upp til framtíðar. Verkefnið er spennandi enda frábærir leikmenn í liðinu sem verður gaman að vinna með og búa til enn betra lið. Matti hefur komið inn í þjálfun af krafti og hann er auðvitað bara einn mesti Valsari sem maður þekkir og frábær karakter. Það er heiður að fá að mynda teymi aðalþjálfara Vals með Matta og ég get ekki beðið eftir því að byrja að undirbúa liðið fyrir það verkefni að ná í titilinn aftur,“ segir Kristján Guðmundsson. Ljóst er að þeirra Matta og Kristjáns bíður verðugt verkefni en Pétur Pétursson hætti sem aðalþjálfari liðsins eftir sjö sigursæl ár í starfi á dögunum. Hallgrímur Heimisson sem verið hefur aðstoðarþjálfari Péturs er einnig yfirþjálfari yngri flokka félagsins og mun einbeita sér að því ásamt öðrum verkefnum hjá Val. Þá er samningur Ásgerðar Baldursdóttur sem var einnig í þjálfarateymi Péturs að renna út og verður hann ekki endurnýjaður.
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira