Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 15:02 Ómar Ingi Guðmundsson tók við þjálfun HK snemma tímabils 2022. Undir hans stjórn komst liðið upp í Bestu deild karla og hélt sér þar í fyrra. Í haust féll liðið hins vegar í annað sinn á fjórum árum. vísir/diego Ákvörðun Ómars Inga Guðmundssonar að hætta sem þjálfari karlaliðs HK í fótbolta kom forráðamönnum félagsins á óvart. Þeir kveðjast honum þakklátir fyrir langan og farsælan tíma hjá HK. Leitin að nýjum þjálfara er hafin. Í gærkvöldi var greint frá því að Ómar hefði ákveðið að hætta sem þjálfari HK, þrátt fyrir að vera með samningstilboð frá félaginu. HK féll úr Bestu deildinni eftir 7-0 tap fyrir KR um helgina. „Þetta gerði það,“ sagði Hjörtur Þór Steindórsson, formaður knattspyrnudeildar HK, aðspurður hvort ákvörðun Ómars hafi komið þeim á óvart. „Við vorum á vegferð með Ómari, engin spurning, en auðvitað virðum við hans ákvörðun og það er bara áfram gakk.“ Leitun er að meiri félagsmanni en Ómari sem hefur alið manninn í HK undanfarin þrjátíu ár eða svo. Takk HK fyrir síðustu um það bil 30 árin pic.twitter.com/IWirWWtFQP— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) October 29, 2024 „Við erum ótrúlega ánægð með hann en þetta er bara hans ákvörðun. Honum fannst þetta rétt ákvörðun á þessum tíma og við þökkum honum fyrir ómetanlegt starf síðustu þrjátíu árin. Síðan er það bara að vinna við að finna nýjan mann í brúna,“ sagði Hjörtur. Hann segir að leitin að eftirmanni Ómars sé hafin en HK-ingar séu ekki búnir að setja sér nein tímamörk hvenær ætli að vera búnir að klára ráðningu á nýjum þjálfara. Ýmsir þjálfarar hafa verið orðaðir við HK. Meðal annars var Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Vals og Breiðabliks, á 433.is. „Ég get ekki svarað neinu um þetta,“ svaraði Hjörtur aðspurður hvort Arnar væri á blaði hjá HK-ingum. Mikil trú á leikmannahópnum HK var spáð slæmu gengi fyrir tímabilið en var á endanum bara markatölunni frá því að halda sér í Bestu deildinni. „Markmiðið var klárlega að vera áfram í Bestu deildinni. Við höfum gríðarlega mikla trú á þessu liði, þessum strákum og Ómari. En næsta verkefni er bara að koma okkur upp aftur,“ sagði Hjörtur. En er einhver eftirsjá að hafa ekki styrkt leikmannahópinn meira fyrir tímabil, í ljósi þess hversu litlu munaði að HK héldi sér uppi á endanum? „Nei, við höfðum fulla trú á hópnum og Ómari,“ sagði Hjörtur sem vildi ennfremur lítið segja um leikmannamál HK. Það kæmi allt í ljós á næstunni. Besta deild karla Lengjudeild karla HK Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá því að Ómar hefði ákveðið að hætta sem þjálfari HK, þrátt fyrir að vera með samningstilboð frá félaginu. HK féll úr Bestu deildinni eftir 7-0 tap fyrir KR um helgina. „Þetta gerði það,“ sagði Hjörtur Þór Steindórsson, formaður knattspyrnudeildar HK, aðspurður hvort ákvörðun Ómars hafi komið þeim á óvart. „Við vorum á vegferð með Ómari, engin spurning, en auðvitað virðum við hans ákvörðun og það er bara áfram gakk.“ Leitun er að meiri félagsmanni en Ómari sem hefur alið manninn í HK undanfarin þrjátíu ár eða svo. Takk HK fyrir síðustu um það bil 30 árin pic.twitter.com/IWirWWtFQP— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) October 29, 2024 „Við erum ótrúlega ánægð með hann en þetta er bara hans ákvörðun. Honum fannst þetta rétt ákvörðun á þessum tíma og við þökkum honum fyrir ómetanlegt starf síðustu þrjátíu árin. Síðan er það bara að vinna við að finna nýjan mann í brúna,“ sagði Hjörtur. Hann segir að leitin að eftirmanni Ómars sé hafin en HK-ingar séu ekki búnir að setja sér nein tímamörk hvenær ætli að vera búnir að klára ráðningu á nýjum þjálfara. Ýmsir þjálfarar hafa verið orðaðir við HK. Meðal annars var Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Vals og Breiðabliks, á 433.is. „Ég get ekki svarað neinu um þetta,“ svaraði Hjörtur aðspurður hvort Arnar væri á blaði hjá HK-ingum. Mikil trú á leikmannahópnum HK var spáð slæmu gengi fyrir tímabilið en var á endanum bara markatölunni frá því að halda sér í Bestu deildinni. „Markmiðið var klárlega að vera áfram í Bestu deildinni. Við höfum gríðarlega mikla trú á þessu liði, þessum strákum og Ómari. En næsta verkefni er bara að koma okkur upp aftur,“ sagði Hjörtur. En er einhver eftirsjá að hafa ekki styrkt leikmannahópinn meira fyrir tímabil, í ljósi þess hversu litlu munaði að HK héldi sér uppi á endanum? „Nei, við höfðum fulla trú á hópnum og Ómari,“ sagði Hjörtur sem vildi ennfremur lítið segja um leikmannamál HK. Það kæmi allt í ljós á næstunni.
Besta deild karla Lengjudeild karla HK Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira