Ný flaug flaug lengra en áður Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 11:09 Tæpt ár er síðan Norður-Kóreumenn skutu síðast skotflaug á loft. AP/Lee Jin-man Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert. Um ár er síðan skotflaug var síðast skotið frá Norður-Kóreu Yonhap hefur eftir herforingjaráði Suður-Kóreu og yfirvöldum í Japan að eldflaugin hafi flogið í um 86 mínútur og ferðast um þúsund kílómetra áður en hún féll í hafið. Eldflaugin er sögð hafa farið í sjö þúsund kílómetra hæð frá jörðu. Sé eldflaugum sem þessum skotið með hefðbundnum hætti gætu þær hæglega náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kóreumenn staðfestu tilraunaskotið seinna í morgun og sögðu það „mikilvæga tilraun“ í vopnaþróun ríkisins. Í yfirlýsingu frá Kim Jong Un, einræðisherra, hét hann því að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og að með tilraunaskotinu væri verið að senda óvinum Norður-Kóreu skýr skilaboð. AP fréttaveitan segir líklegt að tilraunaskotinu hafi verið ætlað að fanga athygli Bandaríkjamanna og hafi verið viðbragð við gagnrýni á flutning hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Fréttaveitan hefur eftir eldflaugasérfræðingum að Norður-Kóreumönnum hafi áður tekist að sýna fram á að langdrægar skotflaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna. Þetta tilraunaskot hafi líklega verið liður í því að kanna hvort eldflaugarnar geti borið stærri kjarnaodda. Einn sagði líklegt að þessi nýja eldflaug, ef hún reynist ný, gæti borið stærstu kjarnaodda Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa náð töluverðum árangri í þróun eldflauga á undanförnum árum en sérfræðingar telja margir að hæpið sé að þeir búi yfir langdrægum skotflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Hins vegar gætu þeir gert kjarnorkuárásir um alla Suður-Kóreu og nærliggjandi svæði. Þá eru uppi áhyggjur í Suður-Kóreu og víðar um að Kim muni fá aðstoð frá ríkisstjórn Vladimírs Pútín í Rússlandi við þróun eldflauga sinn, í skiptum fyrir aðstoð við innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa fengið mikið magn skotfæra og annarskonar hergagna frá Norður-Kóreu og nú er einnig talið að norðurkóreskir hermenn muni taka þátt í átökunum við Úkraínumenn. Einn sérfræðingur sagði í samtali við AP að tilraunaskotið í morgun gefi til kynna að Rússar hafi mögulega veitt Norður-Kóreumönnum aðstoð við framleiðslu eldflaugaeldsneytis í föstu formi. Eldflaugar sem skotið er á loft með eldsneyti í föstu formi gera notendum þeirra kleift að fela þær auðveldar og skjóta þeim á loft með minni fyrirvara en eldflaugum með fljótandi eldsneyti, þar sem ekki þarf að dæla eldsneytinu á þær skömmu fyrir skot. Hægt er að geyma þær með eldsneytinu innanborðs. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Rússland Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Um ár er síðan skotflaug var síðast skotið frá Norður-Kóreu Yonhap hefur eftir herforingjaráði Suður-Kóreu og yfirvöldum í Japan að eldflaugin hafi flogið í um 86 mínútur og ferðast um þúsund kílómetra áður en hún féll í hafið. Eldflaugin er sögð hafa farið í sjö þúsund kílómetra hæð frá jörðu. Sé eldflaugum sem þessum skotið með hefðbundnum hætti gætu þær hæglega náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kóreumenn staðfestu tilraunaskotið seinna í morgun og sögðu það „mikilvæga tilraun“ í vopnaþróun ríkisins. Í yfirlýsingu frá Kim Jong Un, einræðisherra, hét hann því að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og að með tilraunaskotinu væri verið að senda óvinum Norður-Kóreu skýr skilaboð. AP fréttaveitan segir líklegt að tilraunaskotinu hafi verið ætlað að fanga athygli Bandaríkjamanna og hafi verið viðbragð við gagnrýni á flutning hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Fréttaveitan hefur eftir eldflaugasérfræðingum að Norður-Kóreumönnum hafi áður tekist að sýna fram á að langdrægar skotflaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna. Þetta tilraunaskot hafi líklega verið liður í því að kanna hvort eldflaugarnar geti borið stærri kjarnaodda. Einn sagði líklegt að þessi nýja eldflaug, ef hún reynist ný, gæti borið stærstu kjarnaodda Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa náð töluverðum árangri í þróun eldflauga á undanförnum árum en sérfræðingar telja margir að hæpið sé að þeir búi yfir langdrægum skotflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Hins vegar gætu þeir gert kjarnorkuárásir um alla Suður-Kóreu og nærliggjandi svæði. Þá eru uppi áhyggjur í Suður-Kóreu og víðar um að Kim muni fá aðstoð frá ríkisstjórn Vladimírs Pútín í Rússlandi við þróun eldflauga sinn, í skiptum fyrir aðstoð við innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa fengið mikið magn skotfæra og annarskonar hergagna frá Norður-Kóreu og nú er einnig talið að norðurkóreskir hermenn muni taka þátt í átökunum við Úkraínumenn. Einn sérfræðingur sagði í samtali við AP að tilraunaskotið í morgun gefi til kynna að Rússar hafi mögulega veitt Norður-Kóreumönnum aðstoð við framleiðslu eldflaugaeldsneytis í föstu formi. Eldflaugar sem skotið er á loft með eldsneyti í föstu formi gera notendum þeirra kleift að fela þær auðveldar og skjóta þeim á loft með minni fyrirvara en eldflaugum með fljótandi eldsneyti, þar sem ekki þarf að dæla eldsneytinu á þær skömmu fyrir skot. Hægt er að geyma þær með eldsneytinu innanborðs.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Rússland Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira