Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 31. október 2024 15:17 Steinþór við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember í fyrra. Vísir Landsréttur hefur sýknað Steinþór Einarssonar, karlmann á fertugsaldri, af ákæru fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, sem var 47 ára, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Steinþóri var sakfelldur í héraði fyrir að svipta Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í síðuna með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra bar Steinþór fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Þess var krafist fyrir hönd Steinþórs að hann yrði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum yrði ekki gerð refsing yrði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa var byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Hafði lagt til að gera honum ekki refsingu Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, lagði það til við dómara í héraði að Steinþóri yrði sakfelldur en ekki gerð sérstök refsing. Hann hafi verið að verjast árás Tómasar, og því nauðsynlegt fyrir hann að verjast. Spurningin væri hvort Steinþór hefði beitt forsvaranlegri sjálfsvörn, en í íslenskri réttarsögu er afar sjaldgæft að fallist er á neyðarvörn. Hún sagði að mögulega væri tilefni til að fara niður fyrir lágmark refsingar fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsisdómur. Og jafnvel fara verulega niður fyrir lágmarkið eða jafnvel gera Steinþóri ekki sérstaka refsingu fyrir umrætt brot. Þó benti hún á að Steinþór hafi verið á reynslulausn þegar brotið var framið og erfitt að líta fram hjá því. Dómsorð var lesið upp í Landsrétti upp úr klukkan 15. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur sýknunnar ekki fyrir. Greint verður frá þeim síðar í dag. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Steinþóri var sakfelldur í héraði fyrir að svipta Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í síðuna með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra bar Steinþór fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Þess var krafist fyrir hönd Steinþórs að hann yrði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum yrði ekki gerð refsing yrði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa var byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Hafði lagt til að gera honum ekki refsingu Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, lagði það til við dómara í héraði að Steinþóri yrði sakfelldur en ekki gerð sérstök refsing. Hann hafi verið að verjast árás Tómasar, og því nauðsynlegt fyrir hann að verjast. Spurningin væri hvort Steinþór hefði beitt forsvaranlegri sjálfsvörn, en í íslenskri réttarsögu er afar sjaldgæft að fallist er á neyðarvörn. Hún sagði að mögulega væri tilefni til að fara niður fyrir lágmark refsingar fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsisdómur. Og jafnvel fara verulega niður fyrir lágmarkið eða jafnvel gera Steinþóri ekki sérstaka refsingu fyrir umrætt brot. Þó benti hún á að Steinþór hafi verið á reynslulausn þegar brotið var framið og erfitt að líta fram hjá því. Dómsorð var lesið upp í Landsrétti upp úr klukkan 15. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur sýknunnar ekki fyrir. Greint verður frá þeim síðar í dag.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27
Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01
Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent