Anthony Blinken utanríkisráðherra segir að bandarísk hernaðaryfirvöld telji að Norðurkóreumenn hafi sent um tíu þúsund manna lið til Rússlands. Það hafi verið þjálfað í rússneskum búðum við í austurhluta landsins og síðan gert út til Kúrskhéraðs á landamærum Úkraínu.
Á blaðamannafundi í Washington í dag segir hann jafnframt að herliðið kóreska hafi verið þjálfað í notkun rússneskra stórskotaliðsvopna og fótgönguliðakænsku sem bendi til þess að rússnesk hernaðaryfirvöld hyggist beita þeim á víglínunni.
„Ein ástæðnanna fyrir því að Rússar notist við þetta norðurkóreska herlið er örvænting,“ hefur Guardian eftir Blinken en hann hitti suður-kóreska ráðherra í höfuðborg Bandaríkjanna í dag.
Hann sagði Rússa nota Kóreumennina sem fallbyssufóður þar sem þeir verða fljótt uppiskroppa með innfætt slíkt. Það sé skýrt merki um veikleika.