Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. nóvember 2024 10:02 Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk. Þó að aukið fjármagn leysi ekki allan vanda, þá er lágmarksfjármögnun grundvöllur þess að skapa möguleika fyrir íslenska háskóla til þess að vera samkeppnishæfa við háskóla í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er því miður ekki staðan í dag. Háskólunum er lífsnauðsynlegt að laða til sín góða nemendur, bæði héðan frá Íslandi en líka erlendis frá. Öflug rannsóknateymi samanstanda af áhugasömum, forvitnum og metnaðarfullum námsmönnum undir leiðsögn framúrskarandi kennara og annars rannsóknafólks háskólanna. Góðir háskólar skila síðan út í samfélagið nýjum hugmyndum, leiða til nýsköpunar og tækniþróunar, nýrra aðferða, meiri framleiðni og vaxtar samfélagsins. Afrakstur rannsókna og framlag nemenda verður á öllum sviðum, í velferðarmálum, umhverfisvernd, á sviði mannréttinda, vinnuverndar, fjármálaþjónustu, í atvinnuvegunum og í raun alls staðar í samfélaginu. Til að þetta geti raungerst er einnig mikilvægt að tryggja sjálfstæði háskóla og akademískt frelsi þeirra. En háskólanám er ekki einungis grundvöllur hagvaxtar og framþróunar samfélagsins. Háskólanám er einnig mikilvægt jöfnunartæki en jafnt aðgengi að slíku námi er stórt réttlætismál. Stórt skref var tekið nýverið með afnámi skólagjalda við Listaháskóla Íslands, en það hefur verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. Þetta var mikilvægt skref í átt að jafnræði til listnáms. Með frekari fjárveitingum til háskólanna má líka auka og auðvelda aðgengi fatlaðs fólks að námi á háskólastigi, en þar er um stórt hagsmuna- og réttindamál að ræða. Íslenskir háskólar eru umtalsvert verr fjármagnaðir en háskólar á hinum Norðurlöndunum, laun ekki nægjanlega samkeppnishæf og aðstaða mætti víða vera betri. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá stjórnvöldum á undanförnum árum, erum við enn alltof langt frá því að komast í mark. Ég er þeirrar bjargföstu trúar að fjármögnun háskólanna til samræmis við hin Norðurlöndin verði að vera eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla á öfluga háskólamenntun er góð fjárfesting sem skilar sér til lengri og skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk. Þó að aukið fjármagn leysi ekki allan vanda, þá er lágmarksfjármögnun grundvöllur þess að skapa möguleika fyrir íslenska háskóla til þess að vera samkeppnishæfa við háskóla í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er því miður ekki staðan í dag. Háskólunum er lífsnauðsynlegt að laða til sín góða nemendur, bæði héðan frá Íslandi en líka erlendis frá. Öflug rannsóknateymi samanstanda af áhugasömum, forvitnum og metnaðarfullum námsmönnum undir leiðsögn framúrskarandi kennara og annars rannsóknafólks háskólanna. Góðir háskólar skila síðan út í samfélagið nýjum hugmyndum, leiða til nýsköpunar og tækniþróunar, nýrra aðferða, meiri framleiðni og vaxtar samfélagsins. Afrakstur rannsókna og framlag nemenda verður á öllum sviðum, í velferðarmálum, umhverfisvernd, á sviði mannréttinda, vinnuverndar, fjármálaþjónustu, í atvinnuvegunum og í raun alls staðar í samfélaginu. Til að þetta geti raungerst er einnig mikilvægt að tryggja sjálfstæði háskóla og akademískt frelsi þeirra. En háskólanám er ekki einungis grundvöllur hagvaxtar og framþróunar samfélagsins. Háskólanám er einnig mikilvægt jöfnunartæki en jafnt aðgengi að slíku námi er stórt réttlætismál. Stórt skref var tekið nýverið með afnámi skólagjalda við Listaháskóla Íslands, en það hefur verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. Þetta var mikilvægt skref í átt að jafnræði til listnáms. Með frekari fjárveitingum til háskólanna má líka auka og auðvelda aðgengi fatlaðs fólks að námi á háskólastigi, en þar er um stórt hagsmuna- og réttindamál að ræða. Íslenskir háskólar eru umtalsvert verr fjármagnaðir en háskólar á hinum Norðurlöndunum, laun ekki nægjanlega samkeppnishæf og aðstaða mætti víða vera betri. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá stjórnvöldum á undanförnum árum, erum við enn alltof langt frá því að komast í mark. Ég er þeirrar bjargföstu trúar að fjármögnun háskólanna til samræmis við hin Norðurlöndin verði að vera eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar. Áhersla á öfluga háskólamenntun er góð fjárfesting sem skilar sér til lengri og skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun