Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 09:12 Finnskir strandgæsluliðar standa vörð. Stanslausar truflanir hafa verið á sambandi við staðsetningargervitungl á FInnlandsflóa og Eystrasalti frá því í vor. Finnska strandgæslan við Finnlandsflóa Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. Truflanirnar á gervihnattamerkjum fyrir staðsetingartæki sem vart hefur orðið við á Finnlandsflóa og Eystrasalti frá því í apríl hafa leitt til þess að skip hafi villst af leið. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við að þau stefndu á eyjur eða grynningar. Lulu Ranne, innanríkisráðherra Finnlands, sakaði Rússa um að standa að truflununum í síðustu viku. Því neita stjórnvöld í Kreml eins og þau gera alla jafna þegar þau eru sökuð um skemmdarverk á vesturlöndum. Trufla merkið til þess að verja olíuflutningahafnirnar Nú er strandgæslan einnig farin að merkja að áhafnir skipa slökkvi viljandi á sjálfvirkum auðkenningarbúnaði þeirra þannig að rétt staðsetning þeirra koma ekki fram í eftirlitskerfum. Pekka Niittylä, yfirmaður finnsku strandgæslunnar á Finnlandsflóa, segir hana hafa séð um tíu olíuflutningaskip sem lenda í rússneskum höfnum í grennd við Pétursborg leika þennan leik. „Að okkar mati tengist þetta því að komast undan refsiaðgerðunum eða afleiðingum þeirra. Ef land sem kaupi rússneska olíu vill ekki sjá að olía var keypt frá Rússlandi gæti seljandinn eða skipið notað blekkingar til þess að láta það virðast sem að það hafi ekki heimsótt Rússland,“ segir Niittylä við Reuters-fréttastofuna. Strandgæslan telur ennfremur að Rússar trufli gervihnattasamband á svæðinu til þess að verja olíuflutningahafnir við austanverðan Finnlandsflóa fyrir loft- eða drónaárásum Úkraínumanna. Niittylä segir þetta háttalag olíuflutningaskipanna að hylja slóð sína þegar þau sigla um tiltölulega grunnar og þröngar siglingarleiðir um Eystrasalt skapi hættu fyrir sjófarendur og umhverfið. Hættan eigi aðeins eftir að aukast þegar veðuraðstæður versni í vetur. Jafnvel áður en bellibrögðin með staðsetningamerkin komu til sögunnar fylgdust Finnar grannt með ferðum rússneska flutningaskipaflotans, sem er orðinn gamall og hrörlegur, vegna hættunnar á olíuleka frá þeim. Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Skipaflutningar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Truflanirnar á gervihnattamerkjum fyrir staðsetingartæki sem vart hefur orðið við á Finnlandsflóa og Eystrasalti frá því í apríl hafa leitt til þess að skip hafi villst af leið. Finnska strandgæslan hefur þurft að vara skip við að þau stefndu á eyjur eða grynningar. Lulu Ranne, innanríkisráðherra Finnlands, sakaði Rússa um að standa að truflununum í síðustu viku. Því neita stjórnvöld í Kreml eins og þau gera alla jafna þegar þau eru sökuð um skemmdarverk á vesturlöndum. Trufla merkið til þess að verja olíuflutningahafnirnar Nú er strandgæslan einnig farin að merkja að áhafnir skipa slökkvi viljandi á sjálfvirkum auðkenningarbúnaði þeirra þannig að rétt staðsetning þeirra koma ekki fram í eftirlitskerfum. Pekka Niittylä, yfirmaður finnsku strandgæslunnar á Finnlandsflóa, segir hana hafa séð um tíu olíuflutningaskip sem lenda í rússneskum höfnum í grennd við Pétursborg leika þennan leik. „Að okkar mati tengist þetta því að komast undan refsiaðgerðunum eða afleiðingum þeirra. Ef land sem kaupi rússneska olíu vill ekki sjá að olía var keypt frá Rússlandi gæti seljandinn eða skipið notað blekkingar til þess að láta það virðast sem að það hafi ekki heimsótt Rússland,“ segir Niittylä við Reuters-fréttastofuna. Strandgæslan telur ennfremur að Rússar trufli gervihnattasamband á svæðinu til þess að verja olíuflutningahafnir við austanverðan Finnlandsflóa fyrir loft- eða drónaárásum Úkraínumanna. Niittylä segir þetta háttalag olíuflutningaskipanna að hylja slóð sína þegar þau sigla um tiltölulega grunnar og þröngar siglingarleiðir um Eystrasalt skapi hættu fyrir sjófarendur og umhverfið. Hættan eigi aðeins eftir að aukast þegar veðuraðstæður versni í vetur. Jafnvel áður en bellibrögðin með staðsetningamerkin komu til sögunnar fylgdust Finnar grannt með ferðum rússneska flutningaskipaflotans, sem er orðinn gamall og hrörlegur, vegna hættunnar á olíuleka frá þeim.
Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Skipaflutningar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira