Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 12:02 Mótmælendur veifa georgíska fánanum á mótmælum gegn kosningaúrslitunum í Tblisi. AP/Zurab Tsertsvadze Rannsóknafyrirtæki sem gerði útgönguspá fyrir þingkosningarnar í Georgíu um síðustu helgi segir opinber úrslit sem voru gefin út „tölfræðilega ómöguleg“. Stjórnarandstaðan hvetur til frekari mótmæla gegn kosningaúrslitanna. Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, var sagður hafa hlotið 54 prósent atkvæða í þingkosningunum þrátt fyrir að útgönguspár bentu til sigurs stjórnarandstöðunnar. Þrír stjórnarandstöðuflokkar og forseti landsins hafa síðan fullyrt að úrslitunum hafi verið hagrætt. Alþjóðalega rannsóknafyrirtækið HarrisX sem gerði útgönguspá fyrir kosningarnar fyrir sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar segist hafa fundið misræmi í opinberum niðurstöðum þeirra sem eigi sér ekki tölfræðilegar skýringar og gæti bent til kosningasvindls, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Misræmið náði til um átta prósent atkvæða í kosningunum, hátt á annað hundruð þúsunda í að minnsta kosti 27 kjördæmum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá því að borið hefði á ýmis konar ógnunum, mútum og fölsuðum atkvæðum í kosningunum. Vestræn ríki hafa krafist þess að ásakanirnar verði rannsakaðar til hlítar. Ríkissaksóknari Georgíu sagðist í vikunni ætla að rannsaka málið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa boðað til frekari mótmæla á mánudagskvöld. Tíð mótmæli hafa orðið í Georgíu á þessu ári. Fjöldamótmæli voru haldin í fleiri vikur fyrr á þessu ári gegn lögum sem Georgíski draumurinn kom á endanum í gegn um fjölmiðla og frjáls félagasamtök. Lögin eru mjög í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að þagga niður í andófsröddum með því að skilgreina fjölmiðla og samtök sem útsendrara erlendra ríkja. Kosningunum um síðustu helgi hafði verið stillt upp sem baráttu um framtíð Georgíu og hvort hún halli sér frekar til austurs eða vesturs. Stjórnarandstaðan segir Georgíska drauminn vilja leita aftur í faðm Rússlands á sama tíma og landið hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var fryst eftir að georgíska þingið samþykkti rússnesku lögin svonefndu. Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, var sagður hafa hlotið 54 prósent atkvæða í þingkosningunum þrátt fyrir að útgönguspár bentu til sigurs stjórnarandstöðunnar. Þrír stjórnarandstöðuflokkar og forseti landsins hafa síðan fullyrt að úrslitunum hafi verið hagrætt. Alþjóðalega rannsóknafyrirtækið HarrisX sem gerði útgönguspá fyrir kosningarnar fyrir sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar segist hafa fundið misræmi í opinberum niðurstöðum þeirra sem eigi sér ekki tölfræðilegar skýringar og gæti bent til kosningasvindls, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Misræmið náði til um átta prósent atkvæða í kosningunum, hátt á annað hundruð þúsunda í að minnsta kosti 27 kjördæmum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá því að borið hefði á ýmis konar ógnunum, mútum og fölsuðum atkvæðum í kosningunum. Vestræn ríki hafa krafist þess að ásakanirnar verði rannsakaðar til hlítar. Ríkissaksóknari Georgíu sagðist í vikunni ætla að rannsaka málið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa boðað til frekari mótmæla á mánudagskvöld. Tíð mótmæli hafa orðið í Georgíu á þessu ári. Fjöldamótmæli voru haldin í fleiri vikur fyrr á þessu ári gegn lögum sem Georgíski draumurinn kom á endanum í gegn um fjölmiðla og frjáls félagasamtök. Lögin eru mjög í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að þagga niður í andófsröddum með því að skilgreina fjölmiðla og samtök sem útsendrara erlendra ríkja. Kosningunum um síðustu helgi hafði verið stillt upp sem baráttu um framtíð Georgíu og hvort hún halli sér frekar til austurs eða vesturs. Stjórnarandstaðan segir Georgíska drauminn vilja leita aftur í faðm Rússlands á sama tíma og landið hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var fryst eftir að georgíska þingið samþykkti rússnesku lögin svonefndu.
Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira