„Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 10:38 Elizabeth, Tracy, Pablo, Susan og Chris reyndust öll stuðningsmenn Kamölu Harris. Donald Trump er ákaflega óvinsæll meðal Bandaríkjamanna sem fréttastofa tók tali í miðborg Reykjavíkur í fyrradag. Einn sagðist frekar myndu stökkva fram af kletti en að kjósa hann. Flestir sögðust kvíða niðurstöðum kosninganna. Nóvember, hinn mikli kosningamánuður, er genginn í garð. Við Íslendingar kjósum til Alþingis þann 30. en augu heimsbyggðarinnar beinast kannski frekar að öðrum kosningum, forsetakosningum úti í Bandaríkjunum sem haldnar eru eftir aðeins þrjá daga. Skoðanakannanir eru enn hnífjafnar og frambjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump eru á þeytingi um sveifluríkin á lokametrum kosningabaráttunnar. Sextíu og sex milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utankjörfundar í forsetakosningunum, sem haldnar eru á þriðjudag. Aldrei hafa fleiri utankjörfundaratkvæði verið greidd. Metið frá því í kosningunum 2020, sem haldnar voru í miðjum heimsfaraldri, hefur þar með verið slegið. En hvað segja kjósendur? Fréttastofa fór á stúfana og tók nokkra bandaríska ferðamenn tali í miðborg Reykjavíkur. Tracy frá Maryland sagðist hikandi og hrædd í aðdraganda kosninganna. Hún kaus Kamölu Harris áður en hún fór með fjölskyldu sinni í frí til Íslands. Elizabeth Eleanor Olsen frá Colorado var einnig nokkuð kvíðin. „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump,“ sagði hún. Viðtöl við Tracy, Elizabeth og fleiri ferðamenn í fréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Reykjavík Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Nóvember, hinn mikli kosningamánuður, er genginn í garð. Við Íslendingar kjósum til Alþingis þann 30. en augu heimsbyggðarinnar beinast kannski frekar að öðrum kosningum, forsetakosningum úti í Bandaríkjunum sem haldnar eru eftir aðeins þrjá daga. Skoðanakannanir eru enn hnífjafnar og frambjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump eru á þeytingi um sveifluríkin á lokametrum kosningabaráttunnar. Sextíu og sex milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utankjörfundar í forsetakosningunum, sem haldnar eru á þriðjudag. Aldrei hafa fleiri utankjörfundaratkvæði verið greidd. Metið frá því í kosningunum 2020, sem haldnar voru í miðjum heimsfaraldri, hefur þar með verið slegið. En hvað segja kjósendur? Fréttastofa fór á stúfana og tók nokkra bandaríska ferðamenn tali í miðborg Reykjavíkur. Tracy frá Maryland sagðist hikandi og hrædd í aðdraganda kosninganna. Hún kaus Kamölu Harris áður en hún fór með fjölskyldu sinni í frí til Íslands. Elizabeth Eleanor Olsen frá Colorado var einnig nokkuð kvíðin. „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump,“ sagði hún. Viðtöl við Tracy, Elizabeth og fleiri ferðamenn í fréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Reykjavík Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59
Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26
Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15