Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. nóvember 2024 10:40 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru handan við hornið og er enn ómögulegt að spá fyrir um hver niðurstaðan verður. Spennan er gríðarleg. Getty Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump. Þetta þykir sæta tíðindum þar sem Iowa er rautt út í gegn, langt frá því að vera sveifluríki; Trump vann ríkið örugglega í síðustu tveimur kosningum. Könnunin er framkvæmd af Ann Selzer, kanónu í skoðanakannanabransanum ytra - sem segir forskot Harris borið uppi af konum og óháðum kjósendum. „Það getur enginn sagt að hann hann hafi séð þetta fyrir,“ sagði Selzer í viðtali við fjölmiðla í Iowa. „Hún hefur greinilega stokkið upp í kjörstöðu,“ sagði hún um Harris. Gæti gefið vísbendingar um Miðvestrið Flestir eru þó sammála um að könnuninni beri að taka með fyrirvara - niðurstöðurnar eru mjög á skjön við aðrar kannanir í ríkinu - en gæti gefið ákveðnar vísbendingar um það hvert önnur Miðvesturríki Bandaríkjanna, eins og til dæmis sveifluríkin Michigan og Wisconsin, stefna. Könnunin sýnir að konur eru aðaláhrifaþátturinn í þessari breytingu í ríkinu. Sé það rétt og sé raunin víðar gæti það haft mikil áhrif á kosningarnar. Í kosningabaráttunni hefur Harris lagt áherslu á að ná til kvenkyns kjósanda á meðan bilið milli kynjanna stækkar og karlar snúa sér frekar að Trump. Inntur eftir viðbrögðum gaf talsmaður Trumps lítið fyrir niðurstöðurnar; kallaði könnunina „hálfvitalega“. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þetta þykir sæta tíðindum þar sem Iowa er rautt út í gegn, langt frá því að vera sveifluríki; Trump vann ríkið örugglega í síðustu tveimur kosningum. Könnunin er framkvæmd af Ann Selzer, kanónu í skoðanakannanabransanum ytra - sem segir forskot Harris borið uppi af konum og óháðum kjósendum. „Það getur enginn sagt að hann hann hafi séð þetta fyrir,“ sagði Selzer í viðtali við fjölmiðla í Iowa. „Hún hefur greinilega stokkið upp í kjörstöðu,“ sagði hún um Harris. Gæti gefið vísbendingar um Miðvestrið Flestir eru þó sammála um að könnuninni beri að taka með fyrirvara - niðurstöðurnar eru mjög á skjön við aðrar kannanir í ríkinu - en gæti gefið ákveðnar vísbendingar um það hvert önnur Miðvesturríki Bandaríkjanna, eins og til dæmis sveifluríkin Michigan og Wisconsin, stefna. Könnunin sýnir að konur eru aðaláhrifaþátturinn í þessari breytingu í ríkinu. Sé það rétt og sé raunin víðar gæti það haft mikil áhrif á kosningarnar. Í kosningabaráttunni hefur Harris lagt áherslu á að ná til kvenkyns kjósanda á meðan bilið milli kynjanna stækkar og karlar snúa sér frekar að Trump. Inntur eftir viðbrögðum gaf talsmaður Trumps lítið fyrir niðurstöðurnar; kallaði könnunina „hálfvitalega“.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15
Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. 25. október 2024 07:52