Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. nóvember 2024 22:24 Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsölu Landspítalans (ELMA). Aðsend Nýbúi frá Moldóvu hyggst selja íbúð sem hann hefur verið að gera upp síðastliðið eitt og hálft ár eins síns liðs og flytja í minni og ódýrari íbúð hinu megin við götuna. Ástæðuna segir hann vera til að borga niður lánið sitt og verða skuldlaus. Hinn 37 ára Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsala Landspítalans (ELMA), flutti hingað til lands frá heimalandinu Moldóvu fyrir um átta árum en hann segir upplifun sína af því að vera innflytjandi á Íslandi einstaklega jákvæða. Hann hafi upprunalega ætlað að staldra við í um þrjá mánuði en hafi fljótlega hrifist af íslensku þjóðinni og komið ágætlega undir sig fótunum. „Ég á mjög mikið af íslenskum vinum, þeir eru æðislegir og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Það er það sem mér líkar einstaklega mikið við í fari fólks hérna. Ég er alltaf að kynnast góðu fólki. Ég á mér marga drauma og á Íslandi þá rætast draumar í rauninni.“ Hannaði og betrumbætti að mestu sjálfur Fiodor hefur unnið á Landspítalanum undanfarin ár og keypti sér íbúð á Klapparstíg fyrir fimm árum. Síðast liðið eitt og hálft ár hefur hann verið að gera upp íbúðina að mestu eins síns liðs samhliða starfi sínu. „Íbúðin var allt öðruvísi, það var aðeins eitt svefnherbergi og mjög mikið af opnu rými en ég ákvað að ég þurfti auka herbergi fyrir gesti svo ég hannaði þetta allt sjálfur. Hérna er nýtt eldhús og auðvitað nýtt gólf og þetta er nýr veggur. Ég setti hljóðeinangrandi efni inn í hann.“ Ódýrari íbúðin „sæt“ og „kósý“ Nú hyggst hann selja íbúðina þó að hann sé ánægður með árangur erfiðisins til að kaupa sér minni íbúð hinu megin við götuna. „Þegar ég kom til Íslands var ég alveg blankur og lagði mig allan fram í vinnu. Núna borga ég af láninu mínu til bankans á hverjum mánuði og mér líkar það ekki. Fyrir mér er betra að vera í minni og notalegri íbúð í stað þess að vera í stórri íbúð ef það þýðir að ég þurfi að borga svona mikið til bankans. Ég veit það ekki, þetta er heimspeki mín. Hin íbúðin er svo sæt, hún er mjög falleg, hún er hugguleg og kósý. Þegar ég fór þangað hugsaði ég bara: Úff, hún er mín, ég vil hana.“ Innflytjendamál Moldóva Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Hinn 37 ára Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsala Landspítalans (ELMA), flutti hingað til lands frá heimalandinu Moldóvu fyrir um átta árum en hann segir upplifun sína af því að vera innflytjandi á Íslandi einstaklega jákvæða. Hann hafi upprunalega ætlað að staldra við í um þrjá mánuði en hafi fljótlega hrifist af íslensku þjóðinni og komið ágætlega undir sig fótunum. „Ég á mjög mikið af íslenskum vinum, þeir eru æðislegir og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Það er það sem mér líkar einstaklega mikið við í fari fólks hérna. Ég er alltaf að kynnast góðu fólki. Ég á mér marga drauma og á Íslandi þá rætast draumar í rauninni.“ Hannaði og betrumbætti að mestu sjálfur Fiodor hefur unnið á Landspítalanum undanfarin ár og keypti sér íbúð á Klapparstíg fyrir fimm árum. Síðast liðið eitt og hálft ár hefur hann verið að gera upp íbúðina að mestu eins síns liðs samhliða starfi sínu. „Íbúðin var allt öðruvísi, það var aðeins eitt svefnherbergi og mjög mikið af opnu rými en ég ákvað að ég þurfti auka herbergi fyrir gesti svo ég hannaði þetta allt sjálfur. Hérna er nýtt eldhús og auðvitað nýtt gólf og þetta er nýr veggur. Ég setti hljóðeinangrandi efni inn í hann.“ Ódýrari íbúðin „sæt“ og „kósý“ Nú hyggst hann selja íbúðina þó að hann sé ánægður með árangur erfiðisins til að kaupa sér minni íbúð hinu megin við götuna. „Þegar ég kom til Íslands var ég alveg blankur og lagði mig allan fram í vinnu. Núna borga ég af láninu mínu til bankans á hverjum mánuði og mér líkar það ekki. Fyrir mér er betra að vera í minni og notalegri íbúð í stað þess að vera í stórri íbúð ef það þýðir að ég þurfi að borga svona mikið til bankans. Ég veit það ekki, þetta er heimspeki mín. Hin íbúðin er svo sæt, hún er mjög falleg, hún er hugguleg og kósý. Þegar ég fór þangað hugsaði ég bara: Úff, hún er mín, ég vil hana.“
Innflytjendamál Moldóva Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira