Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar 4. nóvember 2024 10:01 Ein algengasti og mest ofnotaði frasi í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag er: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“. Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er á að staðan í stórum málaflokkum sé óviðunandi. Þetta er samt kjaftæði. Þessu er hent fram í umræðu um stöðu mála hvað hælisleitendur varðar og þegar fjallað er um ríkisútgjöld. Alltaf kemur sama svarið: „Þetta gerðist á ykkar vakt“. Innviðafjárfestingar, lestrarkennslan og orkumálin. Allt á að hafa orðið lakara á okkar vakt. Húsnæðismálin, matarverðið, verðbólgan, ruglið og bullið, alltaf er vísað í „okkar vakt“. Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn stjórnandi á vaktinni. Hann var skipstjórinn og tók þær ákvarðanir sem leiddu þjóðina til þeirrar velmegunar sem eftir er tekið í hinni víðu veröld. Hann hefur setið í 22 af 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans. Hann fékk umboð þjóðarinnar til leiða í jörðu stækkun landhelginnar, rafvæðingu landsins, aukið viðskiptafrelsi, þátttöku í Nató, viðbrögðin við óðaverðbólgunni og svo margt annað. Á seinustu árum hefur orðið breyting. Við lok seinustu aldar dansaði fylgið oft um og yfir 40% Í kosningum 2016 fengum við Sjálfstæðismenn 29% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Umboðið var áfram skýrt, þjóðin vildi hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hún vildi að hann bæri ábyrgðina, færi með stjórnina á vaktinni. Í kosningum 2017 var fylgið orðið 24,4%. Sjálfstæðisflokkurinn var enn á vaktinni, en í stað þess að gegna hlutverki skipstjóra var hann nú orðinn bátsmaður. Hann stjórnaði ekki lengur veiðiferðinni. Pólitískt vægi hafði minnkað verulega og þar með stjórnunin á skipinu. Stefnumálin náðu því síður fram að ganga enda það eðlilegt þegar unnið er með flokkum sem hafa gjörólíka stefnu í lykilmálaflokkum. Það má vel vera að það hafi verið mistök að standa vaktina með vinstriflokkunum jafn lengi og raunin varð. Ef til vill væri staðan í fylgiskönnunum önnur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skráð sig af vaktinni og neitað ábyrgð. Svo mikið er víst að staðan í stærstu málaflokkum væri önnur og betri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram farið með stjórnina á vaktinni. Þeir sem sárast kvarta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð stefnumálum sínum fram á yfirstandandi kjörtímabili fá núna möguleika til að gera þar Bragabót á. Það er bara ein leið til að tryggja þær áherslur sem kvartað er undan með frasanum „Þetta gerðist á ykkar vakt. Það er að tryggja Sjálfstæðisflokknum nægilega gott kjör til að hann fari með vaktformennsku. Að hann sé í hlutverki skipstjóra, ekki bátsmanns. Þannig, -og bara þannig- verður hann ábyrgur fyrir vaktinni. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein algengasti og mest ofnotaði frasi í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag er: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“. Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er á að staðan í stórum málaflokkum sé óviðunandi. Þetta er samt kjaftæði. Þessu er hent fram í umræðu um stöðu mála hvað hælisleitendur varðar og þegar fjallað er um ríkisútgjöld. Alltaf kemur sama svarið: „Þetta gerðist á ykkar vakt“. Innviðafjárfestingar, lestrarkennslan og orkumálin. Allt á að hafa orðið lakara á okkar vakt. Húsnæðismálin, matarverðið, verðbólgan, ruglið og bullið, alltaf er vísað í „okkar vakt“. Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn stjórnandi á vaktinni. Hann var skipstjórinn og tók þær ákvarðanir sem leiddu þjóðina til þeirrar velmegunar sem eftir er tekið í hinni víðu veröld. Hann hefur setið í 22 af 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans. Hann fékk umboð þjóðarinnar til leiða í jörðu stækkun landhelginnar, rafvæðingu landsins, aukið viðskiptafrelsi, þátttöku í Nató, viðbrögðin við óðaverðbólgunni og svo margt annað. Á seinustu árum hefur orðið breyting. Við lok seinustu aldar dansaði fylgið oft um og yfir 40% Í kosningum 2016 fengum við Sjálfstæðismenn 29% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Umboðið var áfram skýrt, þjóðin vildi hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hún vildi að hann bæri ábyrgðina, færi með stjórnina á vaktinni. Í kosningum 2017 var fylgið orðið 24,4%. Sjálfstæðisflokkurinn var enn á vaktinni, en í stað þess að gegna hlutverki skipstjóra var hann nú orðinn bátsmaður. Hann stjórnaði ekki lengur veiðiferðinni. Pólitískt vægi hafði minnkað verulega og þar með stjórnunin á skipinu. Stefnumálin náðu því síður fram að ganga enda það eðlilegt þegar unnið er með flokkum sem hafa gjörólíka stefnu í lykilmálaflokkum. Það má vel vera að það hafi verið mistök að standa vaktina með vinstriflokkunum jafn lengi og raunin varð. Ef til vill væri staðan í fylgiskönnunum önnur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skráð sig af vaktinni og neitað ábyrgð. Svo mikið er víst að staðan í stærstu málaflokkum væri önnur og betri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram farið með stjórnina á vaktinni. Þeir sem sárast kvarta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð stefnumálum sínum fram á yfirstandandi kjörtímabili fá núna möguleika til að gera þar Bragabót á. Það er bara ein leið til að tryggja þær áherslur sem kvartað er undan með frasanum „Þetta gerðist á ykkar vakt. Það er að tryggja Sjálfstæðisflokknum nægilega gott kjör til að hann fari með vaktformennsku. Að hann sé í hlutverki skipstjóra, ekki bátsmanns. Þannig, -og bara þannig- verður hann ábyrgur fyrir vaktinni. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar