Í fréttatilkynningu um fundinn segir að fundurinn verði haldinn milli klukkan 12 og 13:30 í Silfurbergi í Hörpu. Húsið opni klukkan 11:30. Þá má sjá fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan:
Samtök iðnaðarins hafi gefið út þrjátíu umbótatillögur sem ætlað sé að stuðla að aukinni samkeppnishæfni, hér sé hægt að nálgast útgáfuna: Hugmyndalandið. Þá hafi samtökin tekið saman helstu staðreyndir um hugverkaiðnaðinn, íbúðamarkaðinn og innviði landsins.
Einnig hefur verið opnuð vefsíða, þar sem hægt sé að nálgast allar helstu upplýsingar um þau málefni sem skipti mestu fyrir samkeppnishæfni landsins; orka, húsnæði, innviðir, mannauður, nýsköpun og starfsumhverfi.
Í upphafi nýs kjörtímabils verði teknar ákvarðanir sem ráði miklu um efnahagslega framtíð Íslands. Miklu máli skipti að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til umbóta á Íslandi, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samtök iðnaðarins telji að ráðast þurfi í nýja sókn á ýmsum sviðum.
Dagskrá fundarins:
Ávarp – Árni Sigurjónsson, formaður SI
Samtal við formenn flokka – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrir umræðum með þátttöku eftirtaldra:
Flokkur fólksins – Inga Sæland
Framsóknarflokkur – Sigurður Ingi Jóhannsson
Miðflokkurinn – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Píratar – Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Samfylking – Kristrún Frostadóttir
Sjálfstæðisflokkur – Bjarni Benediktsson
Viðreisn – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Vinstri græn – Svandís Svavarsdóttir