Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:16 Að undanförnu hefur lítt spennandi stjórnarmynd verið teiknuð upp. Þótt Samfylking hafi nú nýverið dalað í skoðanakönnunum hefur Viðreisn vaxið ásmegin. Þar birtist sú ógnvænlega mynd að flokkarnir sem eiga ýmislegt sameiginlegt gegni lykilhlutverki við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Viðreisn og Samfylkingin eru auðvitað þaulvön að stjórna saman, enda hafa þessir flokkar stýrt langstærsta sveitarfélagi landsins undanfarin ár. Samfylkingin hefur þar vissulega verið burðarstólpi í áratugi, en Viðreisn hefur svo hlaupið undir bagga undanfarin tvö kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og langt umfram fjölgun borgarbúa. Þar munar mest um stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og er fjöldi þeirra er slíkur að 700 stjórnendur borgarinnar fagna árlega saman á stjórnendadeginum svokallaða. Skuldir borgarinnar hafa á tímum þessarar vinstri stjórnar aukist um tugi milljarða á hverju ári þrátt fyrir að tekjurnar blási út. Á sama tíma hafa álögur á venjulega fjölskyldu í Reykjavík aukist um hundruð þúsunda á ári hverju. Þróunarbankalán Reykjavíkurborgar Skuldir borgarinnar eru slíkt áhyggjuefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent borginni ítrekuð erindi vegna rekstrar borgarinnar, enda fellur hún m.a. á lögbundnu hámarki skuldahlutfalls. Reykjavíkurborg hefur ítrekað þurft að hætta við skuldabréfaútgáfu vegna áhugaleysis fjárfesta. Nú hefur borgin þess í stað leitað á náðir Þróunarbanka Evrópu til að fjármagna nauðsynlegt viðhald á innviðum. Þetta er s.s. afrekaskrá Viðreisnar og Samfylkingar sem tala fyrir „ábyrgum ríkisrekstri“. Hún er ekki glæsileg, fremur en önnur verk þeirra í höfuðborginni. Enda forðast flokkarnir að mæla ánægju borgarbúa með þjónustuna eins og viðtekin venja er í öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin er hins vegar svo hreykin af verkum sínum í borgarstjórn að hún stillir Degi B. Eggertssyni upp í forystu alþingisframboðs flokksins í Reykjavík. Hvernig Viðreisn og Samfylking sólunda svo skattfé borgarbúa er efni í aðra grein og áhugi flokkanna beggja á Evrópusambandsaðild sömuleiðis. Ekki hefur útsvar Reykvíkinga farið í að stytta biðlista eftir dagvistun, sem eru þeir lengstu á höfuðborgarsvæðinu, og ekki hefur verið greitt úr umferðarhnútum í borginni eða viðhaldi sinnt á mygluðum leik- og grunnskólum. En vissulega hafa verið gerðir myndarlegir starfslokasamningar og starfsmenn skrifstofu borgarstjóra hafa aldrei verið fleiri. Vonandi raungerist ekki sú svarta mynd sem hér hefur verið dregin upp. Nóg er nú samt að þessir flokkar stýri borginni sem á árum áður var langfjársterkasta sveitarfélag landsins og þótt víðar væri leitað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítt spennandi stjórnarmynd verið teiknuð upp. Þótt Samfylking hafi nú nýverið dalað í skoðanakönnunum hefur Viðreisn vaxið ásmegin. Þar birtist sú ógnvænlega mynd að flokkarnir sem eiga ýmislegt sameiginlegt gegni lykilhlutverki við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Viðreisn og Samfylkingin eru auðvitað þaulvön að stjórna saman, enda hafa þessir flokkar stýrt langstærsta sveitarfélagi landsins undanfarin ár. Samfylkingin hefur þar vissulega verið burðarstólpi í áratugi, en Viðreisn hefur svo hlaupið undir bagga undanfarin tvö kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og langt umfram fjölgun borgarbúa. Þar munar mest um stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og er fjöldi þeirra er slíkur að 700 stjórnendur borgarinnar fagna árlega saman á stjórnendadeginum svokallaða. Skuldir borgarinnar hafa á tímum þessarar vinstri stjórnar aukist um tugi milljarða á hverju ári þrátt fyrir að tekjurnar blási út. Á sama tíma hafa álögur á venjulega fjölskyldu í Reykjavík aukist um hundruð þúsunda á ári hverju. Þróunarbankalán Reykjavíkurborgar Skuldir borgarinnar eru slíkt áhyggjuefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent borginni ítrekuð erindi vegna rekstrar borgarinnar, enda fellur hún m.a. á lögbundnu hámarki skuldahlutfalls. Reykjavíkurborg hefur ítrekað þurft að hætta við skuldabréfaútgáfu vegna áhugaleysis fjárfesta. Nú hefur borgin þess í stað leitað á náðir Þróunarbanka Evrópu til að fjármagna nauðsynlegt viðhald á innviðum. Þetta er s.s. afrekaskrá Viðreisnar og Samfylkingar sem tala fyrir „ábyrgum ríkisrekstri“. Hún er ekki glæsileg, fremur en önnur verk þeirra í höfuðborginni. Enda forðast flokkarnir að mæla ánægju borgarbúa með þjónustuna eins og viðtekin venja er í öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin er hins vegar svo hreykin af verkum sínum í borgarstjórn að hún stillir Degi B. Eggertssyni upp í forystu alþingisframboðs flokksins í Reykjavík. Hvernig Viðreisn og Samfylking sólunda svo skattfé borgarbúa er efni í aðra grein og áhugi flokkanna beggja á Evrópusambandsaðild sömuleiðis. Ekki hefur útsvar Reykvíkinga farið í að stytta biðlista eftir dagvistun, sem eru þeir lengstu á höfuðborgarsvæðinu, og ekki hefur verið greitt úr umferðarhnútum í borginni eða viðhaldi sinnt á mygluðum leik- og grunnskólum. En vissulega hafa verið gerðir myndarlegir starfslokasamningar og starfsmenn skrifstofu borgarstjóra hafa aldrei verið fleiri. Vonandi raungerist ekki sú svarta mynd sem hér hefur verið dregin upp. Nóg er nú samt að þessir flokkar stýri borginni sem á árum áður var langfjársterkasta sveitarfélag landsins og þótt víðar væri leitað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun