Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 13:45 Ég er deildarstjóri í leikskóla. Ég er með leyfisbréf kennara, en auk þess er ég með gráður í bókmenntafræði og þýðingafræði. Til samans var ég 9 ár í háskóla. Ég er leikskólakennari af því að ég uppgötvaði 31 árs gömul að það er skemmtilegasta starfið. Það reynir mikið á, bæði líkamalega og andlega, ekki síst andlega, en almennt er þetta besta starf sem ég hef unnið og ég get ekki hugsað mér annað starf eða annan vinnustað. Ég sinni menntunar og umönnunarstarfi. Ég vinn með félagstengsl barna, skilning á umhverfinu, tilfinningar, samkennd og virðingu. Ég kenni þeim, í gegnum leik, málhljóðin, aukinn orðaforða, vísur og ýmis lög, að telja, litina og endalaust meira. Fjöltyngd börn fá aukna málörvun hjá mér. Ég skrái þroska barna og hegðun ef þörf krefur, ég vinn náið með foreldrum og ýmsum sérfræðingum ef þörf krefur. Mér þykir mjög vænt um börnin sem eru í minni umsjá, og þau sem voru hjá mér. Ef barnið þitt var hjá mér get ég lofað því að af og til kemur það upp í kollinn á mér og ég velti því fyrir mér hvar það er núna. Ég hef skrifað bréf til barnaverndar, svarað spurningum sálfræðinga, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem dæmi. Ég aðstoða foreldra með ýmislegt og útbý efni fyrir þau sem aðstoðar þau og börnin heima við. Ég reyni að gefa af mér allan daginn og tryggja að öll börnin sem eru í minni umsjá finni fyrir öryggi og umhyggju. Ég sinni ólíkum hlutverkum á mínum vinnustað. Ég er trúnaðarmaður, ég er leiðsagnakennari, mentor og í innra mats teymi leikskólans, ég er formaður starfsmannafélagsins. Ég fer á fundi með starfsfólki ef þess er óskað og ég sit fundi vegna þessara verkefna. Mér þykir mjög vænt um vinnustaðinn minn og fólkið þar og ég vil að allir sem þar starfa upplifi öryggi og umhyggju. Ég er sjálfstæð móðir. Ríkið lítur ekki á það þannig lengur reyndar, sonur minn er 18 ára. En hann er enn í minni umsjá, ég sé um að hann eigi heimili, mat og hrein föt… grunnþarfirnar, og margt annað sem ég, líkt og aðrir foreldrar geri fyrir barnið mitt svo hann finni fyrir öryggi og umhyggju á sínu heimili. Í dag er 1.nóvember. Ég fékk útborgað í morgun. Ég borgaði lán og reikninga. Ég á 87.888 kr. eftir. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ég er deildarstjóri í leikskóla. Ég er með leyfisbréf kennara, en auk þess er ég með gráður í bókmenntafræði og þýðingafræði. Til samans var ég 9 ár í háskóla. Ég er leikskólakennari af því að ég uppgötvaði 31 árs gömul að það er skemmtilegasta starfið. Það reynir mikið á, bæði líkamalega og andlega, ekki síst andlega, en almennt er þetta besta starf sem ég hef unnið og ég get ekki hugsað mér annað starf eða annan vinnustað. Ég sinni menntunar og umönnunarstarfi. Ég vinn með félagstengsl barna, skilning á umhverfinu, tilfinningar, samkennd og virðingu. Ég kenni þeim, í gegnum leik, málhljóðin, aukinn orðaforða, vísur og ýmis lög, að telja, litina og endalaust meira. Fjöltyngd börn fá aukna málörvun hjá mér. Ég skrái þroska barna og hegðun ef þörf krefur, ég vinn náið með foreldrum og ýmsum sérfræðingum ef þörf krefur. Mér þykir mjög vænt um börnin sem eru í minni umsjá, og þau sem voru hjá mér. Ef barnið þitt var hjá mér get ég lofað því að af og til kemur það upp í kollinn á mér og ég velti því fyrir mér hvar það er núna. Ég hef skrifað bréf til barnaverndar, svarað spurningum sálfræðinga, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem dæmi. Ég aðstoða foreldra með ýmislegt og útbý efni fyrir þau sem aðstoðar þau og börnin heima við. Ég reyni að gefa af mér allan daginn og tryggja að öll börnin sem eru í minni umsjá finni fyrir öryggi og umhyggju. Ég sinni ólíkum hlutverkum á mínum vinnustað. Ég er trúnaðarmaður, ég er leiðsagnakennari, mentor og í innra mats teymi leikskólans, ég er formaður starfsmannafélagsins. Ég fer á fundi með starfsfólki ef þess er óskað og ég sit fundi vegna þessara verkefna. Mér þykir mjög vænt um vinnustaðinn minn og fólkið þar og ég vil að allir sem þar starfa upplifi öryggi og umhyggju. Ég er sjálfstæð móðir. Ríkið lítur ekki á það þannig lengur reyndar, sonur minn er 18 ára. En hann er enn í minni umsjá, ég sé um að hann eigi heimili, mat og hrein föt… grunnþarfirnar, og margt annað sem ég, líkt og aðrir foreldrar geri fyrir barnið mitt svo hann finni fyrir öryggi og umhyggju á sínu heimili. Í dag er 1.nóvember. Ég fékk útborgað í morgun. Ég borgaði lán og reikninga. Ég á 87.888 kr. eftir. Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar