„Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. nóvember 2024 20:30 Donald Trump verður 47. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. „Auðvitað lá þetta einhvern veginn í loftinu,“ segir Eiríkur Bergmann um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Niðurstaðan bendi þó til þess að, enn og aftur, hafi skoðanakannafyrirtæki mælt lægra fylgi hjá Trump en hann var raunverulega með. „Kerfisbundið í öllum þessum þremur kosningum.“ Hann segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um niðurstöðuna í Pennsylvaníu og það sem er kallað Bláa beltið, það er Michigan og Wisconsin. Þegar ljóst hafi verið að Trump hafi tekið Pennsylvaníu hafi verið ljóst að Kamala Harris væri ekki að fara að vinna. „Þarna tapar hún þessu og á aldrei möguleika eftir þetta. Þegar Pennsylvanía var farin var þetta búið.“ Eiríkur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Trump skyldi sigra en það komi á óvart hversu afgerandi sigurinn var. Auk þess að tryggja sér forsetaembættið er líklegt að Repúblikanar tryggi sér einnig meirihluta í öldunga- og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Eiríkur segir að með því að hafa þingið líka opnist bein braut fyrir Trump og það sé munurinn á því hvernig það var þegar hann var síðasta forseti, frá 2016 til 2020. Þá sé Trump einnig búinn að raða í Hæstarétt Bandaríkjanna sínu fólki. Því sé lítil andstaða. „Hann er líka núna miklu reyndari núna að takast á við stjórnkerfið þannig hann kemur margfalt sterkari til leiks núna en hann gerði 2016. Fyrir umheiminn mun þetta skipta miklu máli.“ Eiríkur segir Trump einangrunarsinnaðan forseta, hann eigi erfitt að takast á við heimsleiðtoga en geri það eflaust betur núna. Hann hafi hótað að draga Bandaríkin út úr Nató sem færi varnarsamstarfið til Evrópu og svo auk þess geti skollið á viðskiptastríð því Trump sé hlynntur tollum í viðskiptum. Það geti haft áhrif hér. Hlakkar til samstarfsins Þetta talaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir einnig um í viðtali í dag. Hún sagðist hlakka til samstarfsins með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hún segir að talsverð óvissa ríki í kringum yfirlýsingar hans um verulegar tollahækkanir á innfluttar vörur. Þá telur hún að Evrópuþjóðir hafi þegar svarað ákalli Trumps um að hækka framlög sín til Nató. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður okkar er enn í Bandaríkjunum, hefur verið þar í aðdraganda kosninga og svo nú eftir úrslitin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
„Auðvitað lá þetta einhvern veginn í loftinu,“ segir Eiríkur Bergmann um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Niðurstaðan bendi þó til þess að, enn og aftur, hafi skoðanakannafyrirtæki mælt lægra fylgi hjá Trump en hann var raunverulega með. „Kerfisbundið í öllum þessum þremur kosningum.“ Hann segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um niðurstöðuna í Pennsylvaníu og það sem er kallað Bláa beltið, það er Michigan og Wisconsin. Þegar ljóst hafi verið að Trump hafi tekið Pennsylvaníu hafi verið ljóst að Kamala Harris væri ekki að fara að vinna. „Þarna tapar hún þessu og á aldrei möguleika eftir þetta. Þegar Pennsylvanía var farin var þetta búið.“ Eiríkur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Trump skyldi sigra en það komi á óvart hversu afgerandi sigurinn var. Auk þess að tryggja sér forsetaembættið er líklegt að Repúblikanar tryggi sér einnig meirihluta í öldunga- og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Eiríkur segir að með því að hafa þingið líka opnist bein braut fyrir Trump og það sé munurinn á því hvernig það var þegar hann var síðasta forseti, frá 2016 til 2020. Þá sé Trump einnig búinn að raða í Hæstarétt Bandaríkjanna sínu fólki. Því sé lítil andstaða. „Hann er líka núna miklu reyndari núna að takast á við stjórnkerfið þannig hann kemur margfalt sterkari til leiks núna en hann gerði 2016. Fyrir umheiminn mun þetta skipta miklu máli.“ Eiríkur segir Trump einangrunarsinnaðan forseta, hann eigi erfitt að takast á við heimsleiðtoga en geri það eflaust betur núna. Hann hafi hótað að draga Bandaríkin út úr Nató sem færi varnarsamstarfið til Evrópu og svo auk þess geti skollið á viðskiptastríð því Trump sé hlynntur tollum í viðskiptum. Það geti haft áhrif hér. Hlakkar til samstarfsins Þetta talaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir einnig um í viðtali í dag. Hún sagðist hlakka til samstarfsins með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hún segir að talsverð óvissa ríki í kringum yfirlýsingar hans um verulegar tollahækkanir á innfluttar vörur. Þá telur hún að Evrópuþjóðir hafi þegar svarað ákalli Trumps um að hækka framlög sín til Nató. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður okkar er enn í Bandaríkjunum, hefur verið þar í aðdraganda kosninga og svo nú eftir úrslitin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52