Atlético Madríd stal sigrinum í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2024 22:30 Leikmenn Atl. Madríd geta leyft sér að fagna eftir frækinn sigur. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. Einn af stórleikjum kvöldsins fór fram í París þar sem Atlético Madríd sótti París Saint-Germain heim. Þar komust heimamenn yfir eftir mikinn klaufagang í vörn gestanna. Ousmane Dembélé renndi boltanum á hinn 18 ára gamla Warren Zaire-Emery sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Jan Oblak í marki Atl. Madríd. Warren Zaire-Emery kemur PSG yfir.EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Nahuel Molina jafnaði hins vegar metin fyrir gestina aðeins fjórum mínútum síðar og eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins var staðfest að það stæði. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan jöfn 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Það stefndi allt í að liðin færu heim með eitt stig í pokahorninu en í blálokin gaf Antoine Griezmann á Angel Correa sem lék á varnarmann PSG og átti skot sem Gianluigi Donnarumma réð ekki við í marki PSG og gestirnir komnir yfir. Skömmu síðar var leikurinn flautaður af og lokatölur í París 1-2. Griezmann stóð fyrir sínu.EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Í Þýskalandi var Benfica í heimsókn hjá Bayern München og fór það svo að heimamenn unnu 1-0 sigur þökk sé marki Jamal Musiala á 67. mínútu eftir sendingu frá Harry Kane. Leikmenn Bayern fagna.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Önnur úrslit Shakhtar Donetsk 2-1 Young Boys Feyenoord 1-3 Salzburg Sparta Prag 1-2 Brest Stuttgart 0-2 Atalanta Stöðuna í Meistaradeild Evrópu má finna á vef UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Einn af stórleikjum kvöldsins fór fram í París þar sem Atlético Madríd sótti París Saint-Germain heim. Þar komust heimamenn yfir eftir mikinn klaufagang í vörn gestanna. Ousmane Dembélé renndi boltanum á hinn 18 ára gamla Warren Zaire-Emery sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Jan Oblak í marki Atl. Madríd. Warren Zaire-Emery kemur PSG yfir.EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Nahuel Molina jafnaði hins vegar metin fyrir gestina aðeins fjórum mínútum síðar og eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins var staðfest að það stæði. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan jöfn 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Það stefndi allt í að liðin færu heim með eitt stig í pokahorninu en í blálokin gaf Antoine Griezmann á Angel Correa sem lék á varnarmann PSG og átti skot sem Gianluigi Donnarumma réð ekki við í marki PSG og gestirnir komnir yfir. Skömmu síðar var leikurinn flautaður af og lokatölur í París 1-2. Griezmann stóð fyrir sínu.EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Í Þýskalandi var Benfica í heimsókn hjá Bayern München og fór það svo að heimamenn unnu 1-0 sigur þökk sé marki Jamal Musiala á 67. mínútu eftir sendingu frá Harry Kane. Leikmenn Bayern fagna.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Önnur úrslit Shakhtar Donetsk 2-1 Young Boys Feyenoord 1-3 Salzburg Sparta Prag 1-2 Brest Stuttgart 0-2 Atalanta Stöðuna í Meistaradeild Evrópu má finna á vef UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu,
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira