Sport

CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem keppir í CrossFit keppni Rogue Invitational í ár.
Björgvin Karl Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem keppir í CrossFit keppni Rogue Invitational í ár. Instagram/Björgvin Karl

Verðlaunaféð á Rogue Invitational mótinu hækkaði talsvert við sigur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

Rogue Invitational CrossFit mótið er á dagskránni um helgina en það fer að þessu sinni fram í Aberdeen í Skotlandi.

Þetta er eitt af stórmótum ársins í CrossFit íþróttinni og þar keppir besta CrossFit fólk heims.

Hluti af verðlaunafé mótsins er í formi rafmyntarinnar Bitcoin og gengi hennar hefur því áhrif á virði þessa hluta verðlaunafésins. Barbellspin segir frá.

Í ár keypti Rogue fyrirtækið Bitcoin rafmyntir fyrir 275 þúsund dollara eða 38 milljónir króna.

Virði hennar við kaupin var 35 þúsund dollarar á hverja Bitcoin.

Eftir að Donald Trump var lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Bandarikjunum þá hækkaði virði hennar upp í meira en 75 þúsund dollara á hverja Bitcoin. Það hefur síðan lækkað aðeins.

Verðlaunaféð á Rogue Invitational hækkaði því um 23 þúsund dollara á einni kosningarnóttu eða um meira en þrjár milljónir.

Síðast var heildarverðlaunaféð í kringum 1,8 milljónir dollara eða 250 milljónir íslenskra króna. Sigurvegarinn fær í kringum 274 þúsund dollara í sinn hlut eða um það bil 38 milljónir króna.

Björgvin Karl Guðmundsson er kominn til Skotlands og mun keppa á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×