Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 11:57 Kristrún varar við hugmyndum Ingu um lífeyrissjóðakerfið. Vísir/Anton Brink Hugmyndir Ingu Sæland um að sækja níutíu milljarða á ári með aukinni skattheimtu á innborganir í lífeyrissjóði hafa farið öfugt ofan í ýmsa. Varaþingmaður segir Ingu lýsa því hvernig hún muni „varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir“ og formaður Samfylkingar telur áformin feigðarflan. Inga lýsti áformum sínum í viðtali í Spursmálum á dögunum. Þar sagði hún að Flokkur fólksins ætlaði að „taka níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þetta sagði hún munu verða gert með því að skattleggja iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóði þegar þau eru greidd, en ekki við útgreiðslu úr sjóðunum. Hendi kerfinu á haugana Kári Gautason, varaþingmaður og aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook að viðtalið við Ingu sé það mest upplýsandi sem tekið hefur verið í Spursmálum í aðdraganda kosningana, en þangað hefur fjöldi frambjóðanda mætt. „Ég heyri ekki betur en að þarna sé Inga Sæland að lýsa því hvernig hún muni í nokkrum öruggum skrefum varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir. Kynslóð dóttur minnar og hennar jafnaldra. Með því að taka næstum því fullklárað lífeyrissjóðakerfi og henda því á haugana, færa verðmæti til núlifandi kynslóða og binda klafa á framtíðina,“ segir hann. Myndi draga úr ávöxtun Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vitnaði í viðtal Morgunblaðsins við Ingu þegar þær mættu í kosningapallborðið á Vísi í gær ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Umræðan um lífeyrismálin hefst á 22. mínútu. „Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þau munu áfram standa við en stór partur af áxöxtun inni í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú greiðir inn í þá. Ef þú tekur skattinn fyrir fram út, stóran hluta af því, þá er auðvitað minni ávöxtun. Ég skil það alveg, ég skil það mjög vel, að fólk hafi efasemdir varðandi lífeyrissjóðskerfið, að það sé ekki að fjárfesta á réttum stöðum og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að vera með svoleiðis skoðanir en það breytir því ekki að þrátt fyrir það að lífeyrissjóðrinir gætu gert margt öðruvísi, þá er þetta að mörgu leyti stórkostlegt kerfi og við höfum staðið okkur mjög vel hvað það varðar.“ Stórar efnahagslegar breytingar eins og þær sem Inga leggur til gætu að hennar mati haft mikil áhrif á þá hópa samfélagsins sem Inga hefur helst barist fyrir. Ætlar hiklaust að fylgja málinu eftir Inga bað um að fá að svara fyrir sig og sagði að Flokkur fólksins muni hiklaust fylgja hugmyndinni eftir. „Það er einn af stóru þáttunum sem við viljum ráðast í, að afnema þessa svokölluðu undanþágureglu lífeyrissjóðanna á staðgreiðslu skatta við innborgun, sem við öll hin þurfum hins vegar að taka á okkur.“ Lífeyrissjóðirnir sitji nú á um 9000 milljörðum í eignum og inn í þá flæði um 400 milljarðar á ári. „Við viljum fá staðgreiðsluna strax og það vita það allir, sem hafa unnið í sveita síns andlitis, að þegar það kemur að því að fá greitt út úr lífeyrissjóði og staðgreiðslan er tekin, og þau eru jafnvel að fá 180 þúsund á mánuði eftir heila starfsævi, þá eru þau skert á móti í almannatryggingakerfinu. Þegar það er alltaf verið að tala um að ávaxta fyrir fólkið, þetta er bara mantra, þetta er bara bull, ég hlusta ekki á þetta.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Inga lýsti áformum sínum í viðtali í Spursmálum á dögunum. Þar sagði hún að Flokkur fólksins ætlaði að „taka níutíu milljarða af lífeyrissjóðunum á hverju einasta, einasta, einasta ári.“ Þetta sagði hún munu verða gert með því að skattleggja iðgjöld sem greidd eru í lífeyrissjóði þegar þau eru greidd, en ekki við útgreiðslu úr sjóðunum. Hendi kerfinu á haugana Kári Gautason, varaþingmaður og aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook að viðtalið við Ingu sé það mest upplýsandi sem tekið hefur verið í Spursmálum í aðdraganda kosningana, en þangað hefur fjöldi frambjóðanda mætt. „Ég heyri ekki betur en að þarna sé Inga Sæland að lýsa því hvernig hún muni í nokkrum öruggum skrefum varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum á framtíðarkynslóðir. Kynslóð dóttur minnar og hennar jafnaldra. Með því að taka næstum því fullklárað lífeyrissjóðakerfi og henda því á haugana, færa verðmæti til núlifandi kynslóða og binda klafa á framtíðina,“ segir hann. Myndi draga úr ávöxtun Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vitnaði í viðtal Morgunblaðsins við Ingu þegar þær mættu í kosningapallborðið á Vísi í gær ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Umræðan um lífeyrismálin hefst á 22. mínútu. „Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þau munu áfram standa við en stór partur af áxöxtun inni í lífeyrissjóði ræðst af því hvað þú greiðir inn í þá. Ef þú tekur skattinn fyrir fram út, stóran hluta af því, þá er auðvitað minni ávöxtun. Ég skil það alveg, ég skil það mjög vel, að fólk hafi efasemdir varðandi lífeyrissjóðskerfið, að það sé ekki að fjárfesta á réttum stöðum og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að vera með svoleiðis skoðanir en það breytir því ekki að þrátt fyrir það að lífeyrissjóðrinir gætu gert margt öðruvísi, þá er þetta að mörgu leyti stórkostlegt kerfi og við höfum staðið okkur mjög vel hvað það varðar.“ Stórar efnahagslegar breytingar eins og þær sem Inga leggur til gætu að hennar mati haft mikil áhrif á þá hópa samfélagsins sem Inga hefur helst barist fyrir. Ætlar hiklaust að fylgja málinu eftir Inga bað um að fá að svara fyrir sig og sagði að Flokkur fólksins muni hiklaust fylgja hugmyndinni eftir. „Það er einn af stóru þáttunum sem við viljum ráðast í, að afnema þessa svokölluðu undanþágureglu lífeyrissjóðanna á staðgreiðslu skatta við innborgun, sem við öll hin þurfum hins vegar að taka á okkur.“ Lífeyrissjóðirnir sitji nú á um 9000 milljörðum í eignum og inn í þá flæði um 400 milljarðar á ári. „Við viljum fá staðgreiðsluna strax og það vita það allir, sem hafa unnið í sveita síns andlitis, að þegar það kemur að því að fá greitt út úr lífeyrissjóði og staðgreiðslan er tekin, og þau eru jafnvel að fá 180 þúsund á mánuði eftir heila starfsævi, þá eru þau skert á móti í almannatryggingakerfinu. Þegar það er alltaf verið að tala um að ávaxta fyrir fólkið, þetta er bara mantra, þetta er bara bull, ég hlusta ekki á þetta.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Vinstri græn Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira