Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 13:32 Við þekkjum flest öll harðduglegt vinnandi fólk í iðngreinum: Gumma pípara, Sigga smið eða Önnu hársnyrti. Þau hafa tekið mikla áhættu og ákveðið að fara í eigin rekstur þar sem mánaðarlegur launatékki er ekki tryggður. Ef Samfylkingin kemst til valda ætla frambjóðendur hennar að hækka skatta á þessa aðila. Það er gert undir því yfirskyni að loka svokölluðu „ehf gati“, sem er reyndar byggt á misskilningi, en Samfylkingin hefur sett fram sem eitt af sínum helstu stefnumálum. Víðir Reynisson oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lét hafa eftir sér að rakarar, píparar og smiðir í eigin rekstri hefðu breiðari bök heldur en almennir launþegar og gætu því tekið skattahækkanir á sig. Í málflutningi hans má skynja ákveðinn hroka og vanvirðingu í garð fólks í eigin rekstri. Þessir aðilar búa ekki við sama starfsöryggi og almennir launamenn og verða þar að auki yfirleitt fyrir tekjumissi við veikindi og orlof. Húsnæðismál hafa verið í brennidepli síðustu misseri. Það liggur fyrir að við þurfum að byggja mikið á næstu árum, bæði húsnæði og innviði. Því er gífurleg eftirspurn eftir mikilvægu vinnuframlagi frá pípurum, smiðum, rafvikjum og öðrum framtakssömum aðilum. Á sama tíma búum við nú þegar við skort á iðnmenntuðu fólki. Þessi tillaga Samfylkingar um að hækka skatta á sjálfstæða atvinnurekendur mun gera iðnmenntun minna spennandi og líklega draga úr aðsókn í slíkt námá þeim tíma sem við þurfum mest á iðnmenntuðu fólki að halda. Skattahækkanir Samfylkingarinnar munu leiða til þess að smiðir, píparar og annað harðduglegt fólk í eigin rekstri þurfi að hækka verð til að mæta þessum skattahækkunum. Þetta mun ekki bara hækka byggingakostnað með tilheyrandi áhrifum á íbúðaverð heldur mun einnig gera næstu klippingu eða næstu heimsókn píparans dýrari fyrir fólkið í landinu. Þetta útspil Samfylkingarinnar kemur að vísu ekkert á óvart þar sem nær enginn af efstu 5 frambjóðendum þeirra í öllum kjördæmum starfar í einkageiranum. Þeim finnst sjálfsagt að vinnandi fólk á einkamarkaði, sem drífur áfram verðmætasköpun í samfélaginu, greiði meira og meira og meira. Á sama tíma stytta þau vinnutíma sinn, sleppa því að mæta á föstudögum aðra hverju viku og safna upp orlofi eins og við þekkjum frá Reykjavíkurborg. Þau sóa fjármunum sem framtakssamir aðilar hafa skapað í ótal gæluverkefni, nefndir og skýrslur sem enda í skúffum og endalausar skemmtiferðir til útlanda á ráðstefnur og námskeið. Samfylkingin, nei takk! Miðflokkurinn ætlar ekki að hækka skatta á þetta öfluga fólk sem skapar verðmætin í landinu. Við ætlum að lækka skatta, skera niður í ríkisrekstri, byggja meira og lækka byggingakostnað. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest öll harðduglegt vinnandi fólk í iðngreinum: Gumma pípara, Sigga smið eða Önnu hársnyrti. Þau hafa tekið mikla áhættu og ákveðið að fara í eigin rekstur þar sem mánaðarlegur launatékki er ekki tryggður. Ef Samfylkingin kemst til valda ætla frambjóðendur hennar að hækka skatta á þessa aðila. Það er gert undir því yfirskyni að loka svokölluðu „ehf gati“, sem er reyndar byggt á misskilningi, en Samfylkingin hefur sett fram sem eitt af sínum helstu stefnumálum. Víðir Reynisson oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lét hafa eftir sér að rakarar, píparar og smiðir í eigin rekstri hefðu breiðari bök heldur en almennir launþegar og gætu því tekið skattahækkanir á sig. Í málflutningi hans má skynja ákveðinn hroka og vanvirðingu í garð fólks í eigin rekstri. Þessir aðilar búa ekki við sama starfsöryggi og almennir launamenn og verða þar að auki yfirleitt fyrir tekjumissi við veikindi og orlof. Húsnæðismál hafa verið í brennidepli síðustu misseri. Það liggur fyrir að við þurfum að byggja mikið á næstu árum, bæði húsnæði og innviði. Því er gífurleg eftirspurn eftir mikilvægu vinnuframlagi frá pípurum, smiðum, rafvikjum og öðrum framtakssömum aðilum. Á sama tíma búum við nú þegar við skort á iðnmenntuðu fólki. Þessi tillaga Samfylkingar um að hækka skatta á sjálfstæða atvinnurekendur mun gera iðnmenntun minna spennandi og líklega draga úr aðsókn í slíkt námá þeim tíma sem við þurfum mest á iðnmenntuðu fólki að halda. Skattahækkanir Samfylkingarinnar munu leiða til þess að smiðir, píparar og annað harðduglegt fólk í eigin rekstri þurfi að hækka verð til að mæta þessum skattahækkunum. Þetta mun ekki bara hækka byggingakostnað með tilheyrandi áhrifum á íbúðaverð heldur mun einnig gera næstu klippingu eða næstu heimsókn píparans dýrari fyrir fólkið í landinu. Þetta útspil Samfylkingarinnar kemur að vísu ekkert á óvart þar sem nær enginn af efstu 5 frambjóðendum þeirra í öllum kjördæmum starfar í einkageiranum. Þeim finnst sjálfsagt að vinnandi fólk á einkamarkaði, sem drífur áfram verðmætasköpun í samfélaginu, greiði meira og meira og meira. Á sama tíma stytta þau vinnutíma sinn, sleppa því að mæta á föstudögum aðra hverju viku og safna upp orlofi eins og við þekkjum frá Reykjavíkurborg. Þau sóa fjármunum sem framtakssamir aðilar hafa skapað í ótal gæluverkefni, nefndir og skýrslur sem enda í skúffum og endalausar skemmtiferðir til útlanda á ráðstefnur og námskeið. Samfylkingin, nei takk! Miðflokkurinn ætlar ekki að hækka skatta á þetta öfluga fólk sem skapar verðmætin í landinu. Við ætlum að lækka skatta, skera niður í ríkisrekstri, byggja meira og lækka byggingakostnað. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun