Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar 7. nóvember 2024 15:16 Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans? Ekki nóg með það, kennarar þurfa einnig að eiga gott samstarf við skólakerfið, sem sjálft þarf að þróast í takt við þarfir þjóðarinnar. Vandamálið liggur djúpt, en lykillinn að lausninni gæti verið að endurhugsa forgangsröðunina innan menntakerfisins og beina fjármagni sérstaklega að þeim greinum sem íslenskt samfélag hefur raunverulega þörf fyrir. Sem stundakennari við Háskóla Reykjavíkur hef ég fengið tækifæri til að sjá þessar áskoranir úr innsta hring og upplifað hversu mikil þörf er fyrir breytingar og tek því undir áherslur Miðflokksins að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að efla nám í tæknigreinum og iðnnámi, þar sem mikilvæg kunnátta í efnahagslegri uppbyggingu landsins þroskast. Hugmyndin er ekki flókin – ef þjóðin hefur á stefnuskránni að verða leiðandi í tæknigreinum, þarf að fjármagna þá menntun sem færir okkur þangað. Við verðum að endurskipuleggja fjárveitingar, tryggja stuðning og aukna aðsókn að þessum greinum með samstarfi fyrirtækja og skóla. En ekki má gleyma grunninum, hundruðir drengja ná ekki góðu læsi við lok grunnskóla, og aðeins þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlmenn. Þetta er áfall fyrir samfélagið og bendir til þess að kerfið henti ekki öllum. Lausn Miðflokksins felst í að skapa rými fyrir fjölbreyttari nálgun, þar sem menntun tekur mið af þörfum allra nemenda. Með því að endurspegla mismunandi þarfir, frá drengjum sem þurfa aðstoð við læsi til nemenda í iðnnámi, væri hægt að koma til móts við alla hópa og skapa þannig fjölbreyttari og sterkari atvinnulíf. Verkfall kennara ætti því að vera kveikjan að róttækum breytingum. Lausnin er ekki bara að hækka laun kennara, heldur að byggja upp menntakerfi sem er sveigjanlegt, verðmætt og virkilega mikilvægt fyrir þjóðina. Með því að beina fjármagni inn í þá menntun sem hefur mesta raunverulegu þýðingu, tryggja sanngjörn launakjör kennara og skapa vettvang þar sem menntun og atvinnulíf eru í nánu samstarfi, getum við þróað skólakerfi sem nýtist samfélaginu í heild sinni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur, stundakennari við Háskóla Reykjavíkur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans? Ekki nóg með það, kennarar þurfa einnig að eiga gott samstarf við skólakerfið, sem sjálft þarf að þróast í takt við þarfir þjóðarinnar. Vandamálið liggur djúpt, en lykillinn að lausninni gæti verið að endurhugsa forgangsröðunina innan menntakerfisins og beina fjármagni sérstaklega að þeim greinum sem íslenskt samfélag hefur raunverulega þörf fyrir. Sem stundakennari við Háskóla Reykjavíkur hef ég fengið tækifæri til að sjá þessar áskoranir úr innsta hring og upplifað hversu mikil þörf er fyrir breytingar og tek því undir áherslur Miðflokksins að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að efla nám í tæknigreinum og iðnnámi, þar sem mikilvæg kunnátta í efnahagslegri uppbyggingu landsins þroskast. Hugmyndin er ekki flókin – ef þjóðin hefur á stefnuskránni að verða leiðandi í tæknigreinum, þarf að fjármagna þá menntun sem færir okkur þangað. Við verðum að endurskipuleggja fjárveitingar, tryggja stuðning og aukna aðsókn að þessum greinum með samstarfi fyrirtækja og skóla. En ekki má gleyma grunninum, hundruðir drengja ná ekki góðu læsi við lok grunnskóla, og aðeins þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlmenn. Þetta er áfall fyrir samfélagið og bendir til þess að kerfið henti ekki öllum. Lausn Miðflokksins felst í að skapa rými fyrir fjölbreyttari nálgun, þar sem menntun tekur mið af þörfum allra nemenda. Með því að endurspegla mismunandi þarfir, frá drengjum sem þurfa aðstoð við læsi til nemenda í iðnnámi, væri hægt að koma til móts við alla hópa og skapa þannig fjölbreyttari og sterkari atvinnulíf. Verkfall kennara ætti því að vera kveikjan að róttækum breytingum. Lausnin er ekki bara að hækka laun kennara, heldur að byggja upp menntakerfi sem er sveigjanlegt, verðmætt og virkilega mikilvægt fyrir þjóðina. Með því að beina fjármagni inn í þá menntun sem hefur mesta raunverulegu þýðingu, tryggja sanngjörn launakjör kennara og skapa vettvang þar sem menntun og atvinnulíf eru í nánu samstarfi, getum við þróað skólakerfi sem nýtist samfélaginu í heild sinni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur, stundakennari við Háskóla Reykjavíkur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun