Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar 8. nóvember 2024 10:47 Við sem samfélag horfum nú fram á risastórar áskoranir sem verða ekki leystar með yfirborðskenndum skammtímalausnum. Hvort sem um ræðir vaxandi vanlíðan og einmanaleika, skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, loftslagsmál eða verðbólgu. Velsæld samfélagsins okkar til framtíðar krefst stórra lausna. Við getum náð árangri með því að fara í hnitmiðaðar aðgerðir strax en þær munu missa marks ef ekki er farið samtímis í hugarfars- og kerfisbreytingar sem ráðast að rót vandans: hagkerfisins sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Við höfum skapað hagkerfi sem grundvallast á hugmyndafræði um línulegan, óendanlegan hagvöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óendanlegum auðlindum að ráða. Við erum að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu. Þessi skammtímahugsun grefur undan langtíma velsæld samfélagsins og þarf að tilheyra fortíðinni. Úrelt hugmynd um mannlega hegðun Efnahagskerfið okkar er byggt á hugmyndum um að mannverur hegði sér með fullkomlega fyrirsjáanlegum hætti, og vinni aðeins og alltaf að því að hámarka eigin hag, hinn svokallaði “homo economicus”. Samfélagið skiptir engu máli umfram það að vera samansafn einstaklinga sem vilja einungis hámarka eigin hag. Neyta meira og meira, meir’ í dag en í gær - til þess að smyrja hjól efnahagskerfis sem verða að snúast hraðar og hraðar. Hámörkun neyslunnar er - samkvæmt þessari úreltu hugmyndafræði - sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið “mannauður” fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Hagkerfið okkar og grunnsamfélagsgerðin hvíla þannig ekki aðeins á óumhverfisvænum og ómannúðlegum stoðum, heldur jafnframt á því sem geta ekki talist annað en úreltar og skaðlegar hugmyndir um mannlega hegðun. Samfélag án tíma er samfélag án sálar Þegar þessi hugsunarháttur ræður för verða náttúran, jöfnuður og réttlæti yfirleitt undir á kostnað hagvaxtar. Við reynum sífellt að eltast við það að setja lög, reglur og kjarasamninga sem tryggja einhvers konar lágmarksjöfnuð, en krafa hagkerfisins um vöxt er raunar sá kraftur sem stjórnar öllu. Þegar markmiðið er neysla og vöxtur, en ekki jöfnuður og velsæld verða afleiðingarnar tengslarof, sundrung, versnandi heilsa, bæði líkamleg og andleg, aukin fíknivandamál, auk alvarlegra umhverfisspjalla með ófyrirséðum afleiðingum. Við höfum skapað samfélag þar sem allir eru á hlaupum. Samfélag án tíma er samfélag án sálar. Þegar fólk er að flýta sér skortir það getu til að sýna samstöðu, styðja við hvort annað og stuðla að sameiginlegri velmegun. Samfélag á hlaupum verður aldrei samheldið samfélag. Efnahagsstefna fyrir 21. öldina Til þess að geta stigið saman skref inn í grænni og sjálfbærari framtíð velsældar þurfum við að stíga út úr hamstrahjóli hagkerfisins. Breyta forgangsröðun okkar, hlusta á náttúruna og ganga í takt við hennar hrynjanda og síðast en ekki síst - gefa okkur tíma. Við Píratar teljum mikilvægt að taka hugmyndum um skilyrðislausa grunnframfærslu alvarlega. Við vitum að þegar grunnöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði fólks er tryggt bætir það andlega og líkamlega heilsu þeirra sem öryggisins njóta. Vellíðan foreldra skilar sér svo til vellíðunar barna. Tryggð grunnframfærsla eykur frelsi borgaranna. Samfélagsþátttaka vex og öflun þekkingar verður meira en einfalt verkfæri til að afla launa. Tími og rými gefst til þess að láta sig annað og meira varða en að draga fram lífið. Gildi fórnfýsis og umburðalyndis eflist og styrkist samhliða öflugri mannréttindavernd. 'Markmið efnahagsstefnu 21. aldarinnar þarf að vera að mæta þörfum allra innan marka nýtanlegra auðlinda, með hliðsjón af lífvænleika jarðarinnar. Við höfum alla burði til þess að skapa ríkt samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. En það er ekki nóg að vera bara með plan, við þurfum líka að hafa ástríðu fyrir samfélaginu okkar og hafa hugrekki og framsýni til að hugsa út fyrir kassann. Það hafa Píratar. Höfundur er þingkona Pírata og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Við sem samfélag horfum nú fram á risastórar áskoranir sem verða ekki leystar með yfirborðskenndum skammtímalausnum. Hvort sem um ræðir vaxandi vanlíðan og einmanaleika, skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, loftslagsmál eða verðbólgu. Velsæld samfélagsins okkar til framtíðar krefst stórra lausna. Við getum náð árangri með því að fara í hnitmiðaðar aðgerðir strax en þær munu missa marks ef ekki er farið samtímis í hugarfars- og kerfisbreytingar sem ráðast að rót vandans: hagkerfisins sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru. Við höfum skapað hagkerfi sem grundvallast á hugmyndafræði um línulegan, óendanlegan hagvöxt á plánetu sem hefur ekki yfir óendanlegum auðlindum að ráða. Við erum að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu. Þessi skammtímahugsun grefur undan langtíma velsæld samfélagsins og þarf að tilheyra fortíðinni. Úrelt hugmynd um mannlega hegðun Efnahagskerfið okkar er byggt á hugmyndum um að mannverur hegði sér með fullkomlega fyrirsjáanlegum hætti, og vinni aðeins og alltaf að því að hámarka eigin hag, hinn svokallaði “homo economicus”. Samfélagið skiptir engu máli umfram það að vera samansafn einstaklinga sem vilja einungis hámarka eigin hag. Neyta meira og meira, meir’ í dag en í gær - til þess að smyrja hjól efnahagskerfis sem verða að snúast hraðar og hraðar. Hámörkun neyslunnar er - samkvæmt þessari úreltu hugmyndafræði - sjálfstætt og réttlætanlegt markmið, og virði einstaklinga er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geti grætt á framleiðslunni og hversu mikla neyslu þeir stunda. Hugtakið “mannauður” fær bókstaflega merkingu, mannslíf eru metin út frá peningalegu virði þeirra í hagkerfinu. Hagkerfið okkar og grunnsamfélagsgerðin hvíla þannig ekki aðeins á óumhverfisvænum og ómannúðlegum stoðum, heldur jafnframt á því sem geta ekki talist annað en úreltar og skaðlegar hugmyndir um mannlega hegðun. Samfélag án tíma er samfélag án sálar Þegar þessi hugsunarháttur ræður för verða náttúran, jöfnuður og réttlæti yfirleitt undir á kostnað hagvaxtar. Við reynum sífellt að eltast við það að setja lög, reglur og kjarasamninga sem tryggja einhvers konar lágmarksjöfnuð, en krafa hagkerfisins um vöxt er raunar sá kraftur sem stjórnar öllu. Þegar markmiðið er neysla og vöxtur, en ekki jöfnuður og velsæld verða afleiðingarnar tengslarof, sundrung, versnandi heilsa, bæði líkamleg og andleg, aukin fíknivandamál, auk alvarlegra umhverfisspjalla með ófyrirséðum afleiðingum. Við höfum skapað samfélag þar sem allir eru á hlaupum. Samfélag án tíma er samfélag án sálar. Þegar fólk er að flýta sér skortir það getu til að sýna samstöðu, styðja við hvort annað og stuðla að sameiginlegri velmegun. Samfélag á hlaupum verður aldrei samheldið samfélag. Efnahagsstefna fyrir 21. öldina Til þess að geta stigið saman skref inn í grænni og sjálfbærari framtíð velsældar þurfum við að stíga út úr hamstrahjóli hagkerfisins. Breyta forgangsröðun okkar, hlusta á náttúruna og ganga í takt við hennar hrynjanda og síðast en ekki síst - gefa okkur tíma. Við Píratar teljum mikilvægt að taka hugmyndum um skilyrðislausa grunnframfærslu alvarlega. Við vitum að þegar grunnöryggi og fjárhagslegt sjálfstæði fólks er tryggt bætir það andlega og líkamlega heilsu þeirra sem öryggisins njóta. Vellíðan foreldra skilar sér svo til vellíðunar barna. Tryggð grunnframfærsla eykur frelsi borgaranna. Samfélagsþátttaka vex og öflun þekkingar verður meira en einfalt verkfæri til að afla launa. Tími og rými gefst til þess að láta sig annað og meira varða en að draga fram lífið. Gildi fórnfýsis og umburðalyndis eflist og styrkist samhliða öflugri mannréttindavernd. 'Markmið efnahagsstefnu 21. aldarinnar þarf að vera að mæta þörfum allra innan marka nýtanlegra auðlinda, með hliðsjón af lífvænleika jarðarinnar. Við höfum alla burði til þess að skapa ríkt samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. En það er ekki nóg að vera bara með plan, við þurfum líka að hafa ástríðu fyrir samfélaginu okkar og hafa hugrekki og framsýni til að hugsa út fyrir kassann. Það hafa Píratar. Höfundur er þingkona Pírata og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun