Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:31 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir minnnir á að það þurfi að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV, sérstaklega ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir segir brýnt að heilbrigðisstarfsfólk hafi lágan þröskuld fyrir að skima fyrir HIV-veirunni. Þá eigi alltaf að prófa fyrir henni ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Tvær íslenskar konur greindust nýlega með alnæmi eftir margra mánaða samskipti við lækna vegna alvarlegs heilsubrest þar sem ekki var skimað fyrir slíku smiti Þetta kemur fram í nýrri grein eftir lækna á Landspítalanum í Læknablaðinu sem benda á að skýra þurfi verklagsreglur um HIV-próf. Fram kemur fram að önnur kvennanna sem greindist með alnæmi hafði farið reglulega í kynsjúkdómapróf, verið greind með kynsjúkdóm en samt hafi ekki verið skimað fyrir veirunni. Konurnar voru svo loks skimaðar fyrir veirunni eftir innlögn á bráðadagdeild Landspítalans þar sem þær lögðust inn vegna mikilla veikinda og greindust þá með alnæmi. Læknarnir benda á í greininni að allir geti smitast af HIV en engin ætti að fá alnæmi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afar mikilvægt að greina HIV sem fyrst. „Það er hægt að meðhöndla HIV á lyfjum þannig að það þurfi ekki að leiða til alnæmis eins og fyrst þegar sjúkdómurinn kom fram. Nú er hægt að beita lyfjum og koma í veg fyrir alnæmi en þá þarf fólk að fá meðferð,“ segir Guðrún. „Allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf“ Hún segir að almennt hafi dregið úr meðvitund um HIV-veiruna. „Sjúkdómurinn fékk auðvitað mikla athygli fyrstu árin sem hann kom fram og áður en HIV-lyfin komu á markað. Nú stafar ekki sama ógn af veirunni en á sama tíma megum við ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er enn til staðar. Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV. Sérstaklega ef það greinist með annan kynsjúkdóm. Þá mætti alveg segja að allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf,“ segir Guðrún. Samkvæmt farsóttaskýrslum sóttvarnalæknis greindust 39 einstaklingar með HIV hér á landi árið 2022 og 44 í fyrra. Alls greindust fjórir með alnæmi á tímabilinu. „Þetta er áfram að greinast þannig að það er full ástæða til að slaka ekki á í vörnum. Fólk ætti líka nota smokkinn og huga að því með hverjum það er og fara sjálft í próf ef það grunar að það gæti verið smitað,“ segir Guðrún að lokum. Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri grein eftir lækna á Landspítalanum í Læknablaðinu sem benda á að skýra þurfi verklagsreglur um HIV-próf. Fram kemur fram að önnur kvennanna sem greindist með alnæmi hafði farið reglulega í kynsjúkdómapróf, verið greind með kynsjúkdóm en samt hafi ekki verið skimað fyrir veirunni. Konurnar voru svo loks skimaðar fyrir veirunni eftir innlögn á bráðadagdeild Landspítalans þar sem þær lögðust inn vegna mikilla veikinda og greindust þá með alnæmi. Læknarnir benda á í greininni að allir geti smitast af HIV en engin ætti að fá alnæmi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afar mikilvægt að greina HIV sem fyrst. „Það er hægt að meðhöndla HIV á lyfjum þannig að það þurfi ekki að leiða til alnæmis eins og fyrst þegar sjúkdómurinn kom fram. Nú er hægt að beita lyfjum og koma í veg fyrir alnæmi en þá þarf fólk að fá meðferð,“ segir Guðrún. „Allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf“ Hún segir að almennt hafi dregið úr meðvitund um HIV-veiruna. „Sjúkdómurinn fékk auðvitað mikla athygli fyrstu árin sem hann kom fram og áður en HIV-lyfin komu á markað. Nú stafar ekki sama ógn af veirunni en á sama tíma megum við ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er enn til staðar. Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV. Sérstaklega ef það greinist með annan kynsjúkdóm. Þá mætti alveg segja að allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf,“ segir Guðrún. Samkvæmt farsóttaskýrslum sóttvarnalæknis greindust 39 einstaklingar með HIV hér á landi árið 2022 og 44 í fyrra. Alls greindust fjórir með alnæmi á tímabilinu. „Þetta er áfram að greinast þannig að það er full ástæða til að slaka ekki á í vörnum. Fólk ætti líka nota smokkinn og huga að því með hverjum það er og fara sjálft í próf ef það grunar að það gæti verið smitað,“ segir Guðrún að lokum. Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent