Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:24 Pep Guardiola faðmar Jack Grealish eftir að hann fór meiddur af velli 20. október. Grealish hefur ekki spilað síðan. Getty/ Catherine Ivill Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, og enski landsliðsþjálfarinn Lee Carsley eru greinilega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að stöðunni á enskum landsliðsmanni í liði City. Guardiola ræddi valið á Jack Grealish í nýjasta enska landsliðshópinn en knattspyrnustjórinn var mjög hissa að sjá leikmanninn á leikmannalistanum fyrir leiki á móti Írlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni. Grealish hefur ekki spilað með Manchester City síðan 20. október vegna meiðsla og hann er ekki kominn til baka. Grealish verður því ekki með City á móti Brighton í dag. ESPN segir frá. Guardiola var spurður út í það hvort hann hafi rætt við Carsley. Svarið var stutt: „Nei,“ svaraði Guardiola. „Ég er ekki rétti maðurinn til að dæma um það hvort þú getir spilað eða ekki. Mitt teymi segir mér að hann sé ekki leikfær á morgun [í dag] og getur því ekki spilað. Fólkið hjá enska landsliðinu telur aftur á móti að hann geti hjálpað þeim,“ sagði Guardiola. Carsley talaði sjálfur um það að Grealish hafi verið að æfa með City síðustu daga. Pep gerði lítið úr því. „Hann var í líkamsræktarsalnum í nokkrar mínútur síðustu tvo daga,“ sagði Guardiola. Guardiola virkaði mjög pirraður yfir því að Grealish verði með enska landsliðinu í stað þess að ná sér að fullu og geta þá pottþétt hjálpa City eftir landsleikjahlé. City glímir við mikil meiðsli leikmanna þessar vikurnar. „Þetta er spurning sem landsliðsþjálfarinn þarf að fá. Ég kem ekki nálægt þessu. Þeir geta valið þá sem þeir vilja. Það eina sem ég get sagt er að hann meiddist á móti Wolves. Síðan eru liðnir sautján dagar og í dag var hann að æfa í fyrsta sinn með liðinu,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði að Grealish vildi sjálfur vera með enska landsliðinu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1JpH13mFWsQ">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Guardiola ræddi valið á Jack Grealish í nýjasta enska landsliðshópinn en knattspyrnustjórinn var mjög hissa að sjá leikmanninn á leikmannalistanum fyrir leiki á móti Írlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni. Grealish hefur ekki spilað með Manchester City síðan 20. október vegna meiðsla og hann er ekki kominn til baka. Grealish verður því ekki með City á móti Brighton í dag. ESPN segir frá. Guardiola var spurður út í það hvort hann hafi rætt við Carsley. Svarið var stutt: „Nei,“ svaraði Guardiola. „Ég er ekki rétti maðurinn til að dæma um það hvort þú getir spilað eða ekki. Mitt teymi segir mér að hann sé ekki leikfær á morgun [í dag] og getur því ekki spilað. Fólkið hjá enska landsliðinu telur aftur á móti að hann geti hjálpað þeim,“ sagði Guardiola. Carsley talaði sjálfur um það að Grealish hafi verið að æfa með City síðustu daga. Pep gerði lítið úr því. „Hann var í líkamsræktarsalnum í nokkrar mínútur síðustu tvo daga,“ sagði Guardiola. Guardiola virkaði mjög pirraður yfir því að Grealish verði með enska landsliðinu í stað þess að ná sér að fullu og geta þá pottþétt hjálpa City eftir landsleikjahlé. City glímir við mikil meiðsli leikmanna þessar vikurnar. „Þetta er spurning sem landsliðsþjálfarinn þarf að fá. Ég kem ekki nálægt þessu. Þeir geta valið þá sem þeir vilja. Það eina sem ég get sagt er að hann meiddist á móti Wolves. Síðan eru liðnir sautján dagar og í dag var hann að æfa í fyrsta sinn með liðinu,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði að Grealish vildi sjálfur vera með enska landsliðinu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1JpH13mFWsQ">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira