Síðasti samningafundur var á laugardag fyrir viku en nefndirnar hittust á stuttum vinnufundi á fimmtudag, þar sem lítið varð ágengt.
Hafið þið íhugað að slíta viðræðum?
„Nei, við höfum metið stöðuna þannig að viðræðurnar séu best geymdar hjá ríkissáttasemjara. Það eru hlutir í umræðunni sem við höfum ekki alveg áttað okkur á hvers vegna eru komnir í umræðu og umfjöllun. Við erum ekki alveg viss um að það sé sú aðferð sem best virkar,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður KÍ.
„Við höfum metið það sem svo að okkar verkefni er það að sjá til þess að það verði fjárfest í kennurum og að við eflum fagmennsku og skólastarf og þá þurfum við bara að halda áfram. Þessu mun ljúka með samningi og við vonum að það komist gangur í viðræðurnar fljótlega.“
Magnús gerir ráð fyrir að ræða við sáttasemjara eftir helgi um næstu skref.
„Við erum í reglulegu sambandi, allir þessir aðilar, og við ætluðum að heyra i ríkissáttasemjara eftir helgina. Það verður væntanlega næsta skref að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast. Ég vænti þess að heyra í honum á mánudag eða þriðjudag og sjá hvernig staðan er.“