„Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2024 14:21 Jessica Henson frá Bandaríkjunum bjóst ekki við sigri Trump. Vísir/Einar Demókratar eru þegar farnir að undirbúa næstu lotu þingkosninga í Bandaríkjunum, eftir tvö ár, en útlit er fyrir að Repúblikanar verði í meirihluta í báðum þingdeildum þangað til. Repúblikanar hafa þegar tryggt sér minnst 52 af hundrað sætum í öldungadeildinni, en niðurstöður eru ekki enn ljósar í Nevada, Arizona og Pennsylvaníu, og mjótt á munum í öllum þremur ríkjum. Í fulltrúadeildinni er enn óljóst með 25 sæti, en Repúblikanar þurfa að tryggja sér sjö þeirra til að ná minnsta mögulega meirihluta, og eru í ágætis stöðu til þess. Mesta fagnaðarefni Repúblikana hlýtur þó að vera sigur Donalds Trump á demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum. Hann snýr aftur í Hvíta húsið í janúar næstkomandi, en því fagna ekki allir. „Ég skil eiginlega ekki hvað gerðist. Var búist við þessum stóra sigri Trumps og Repúblikana? Ég bjóst alls ekki við þessu. Fjöldinn allur af ungu fólki hafði lagt sig fram og mikil stemmning var meðal kvenna fyrir því að taka stjórnina. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast,“ segir Jessica Henson, bandarískur ferðamaður. Með meirihluta í báðum þingdeildum sé útlit fyrir að Trump myndi geta komið sínum helstu stefnumálum til leiðar, án mikils aðhalds frá þingheimi vestra. Það er Jessicu áhyggjuefni. „Ég tel að fólk muni verða vart við þetta, t.d. í Texas þar sem réttindi mín eru veru lakari núna en þegar ég var 16 ára gömul. Það er fáránlegt,“ segir Jessica. Þar vísar Jessica sérstaklega til réttarins til þungunarrofs. Henni hrís hugur við að snúa aftur heim til Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvernig ég get stigið upp í flugvél á sunnudaginn til að takast á við veruleikann þar,“ segir Jessica. Bandarísk-íslensk kona sem hefur búið hér á landi frá aldamótum segir að þrátt fyrir að Repúblikanar yrðu í meirihluta í báðum þingdeildum, verði Trump veitt aðhald. Hún er skráð í demókrataflokkinn, sem sé þegar farinn að undirbúa næstu lotu þingkosninga, 2026. „Og ég er strax að fá pósta varðandi aðhaldsaðgerðir og hlutina sem við þurfum að setja fjármagn í. Við erum með fjölmiðla og annað, þetta er bara spurning um hversu langt hann komst,“ segir Nicole Leigh Mosty. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Repúblikanar hafa þegar tryggt sér minnst 52 af hundrað sætum í öldungadeildinni, en niðurstöður eru ekki enn ljósar í Nevada, Arizona og Pennsylvaníu, og mjótt á munum í öllum þremur ríkjum. Í fulltrúadeildinni er enn óljóst með 25 sæti, en Repúblikanar þurfa að tryggja sér sjö þeirra til að ná minnsta mögulega meirihluta, og eru í ágætis stöðu til þess. Mesta fagnaðarefni Repúblikana hlýtur þó að vera sigur Donalds Trump á demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum. Hann snýr aftur í Hvíta húsið í janúar næstkomandi, en því fagna ekki allir. „Ég skil eiginlega ekki hvað gerðist. Var búist við þessum stóra sigri Trumps og Repúblikana? Ég bjóst alls ekki við þessu. Fjöldinn allur af ungu fólki hafði lagt sig fram og mikil stemmning var meðal kvenna fyrir því að taka stjórnina. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast,“ segir Jessica Henson, bandarískur ferðamaður. Með meirihluta í báðum þingdeildum sé útlit fyrir að Trump myndi geta komið sínum helstu stefnumálum til leiðar, án mikils aðhalds frá þingheimi vestra. Það er Jessicu áhyggjuefni. „Ég tel að fólk muni verða vart við þetta, t.d. í Texas þar sem réttindi mín eru veru lakari núna en þegar ég var 16 ára gömul. Það er fáránlegt,“ segir Jessica. Þar vísar Jessica sérstaklega til réttarins til þungunarrofs. Henni hrís hugur við að snúa aftur heim til Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvernig ég get stigið upp í flugvél á sunnudaginn til að takast á við veruleikann þar,“ segir Jessica. Bandarísk-íslensk kona sem hefur búið hér á landi frá aldamótum segir að þrátt fyrir að Repúblikanar yrðu í meirihluta í báðum þingdeildum, verði Trump veitt aðhald. Hún er skráð í demókrataflokkinn, sem sé þegar farinn að undirbúa næstu lotu þingkosninga, 2026. „Og ég er strax að fá pósta varðandi aðhaldsaðgerðir og hlutina sem við þurfum að setja fjármagn í. Við erum með fjölmiðla og annað, þetta er bara spurning um hversu langt hann komst,“ segir Nicole Leigh Mosty.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira