Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 14:01 Alvin Kamara getur brosað yfir nýjum samningi sínum við New Orleans Saints og jafnframt óvæntum fríðindum sem honum fylgdu. Getty/Kevin C. Cox Hlauparinn Alvin Kamara framlengdi nýverið samning sinn við NFL félagið New Orleans Saints en kappinn hefur verið að spila vel með liðinu í vetur. Nýi samningurinn er til tveggja ára og skilar honum 24 milljónum dollara eða rúmum 3,3 milljörðum króna. Kamara er orðinn 29 ára gamall og hefur spilað með Saints frá árinu 2017. Hann hefur þegar unnið sér inn 54 milljónir á þessum tíma. Það vakti athygli að með nýja samningnum fylgdu sérstök fríðindi. Bjórverksmiðja í Louisiana fylki, þaðan sem New Orleans Saints félagið er, bauð honum nefnilega frían bjór út lífið. Ölgerðin heitir Abita Brewing og kemur frá Covington. Eigendurnir voru svo ánægðir með að Kamara hafi haldið tryggð sína við Saints að hann fékk þennan eilífðarsamning frá fyrirtækinu. Meðalmaður í Bandaríkjunum drekkur hundrað lítra af bjór á ári eða kringum 212 glös. Hvert glas kostar í kringum fimm dollara þannig að samkvæmt þessu er kappinn að fá yfir þúsund dollara bónus á hverju ári í formi bjórs. Kamara drekkur þó væntanlega ekki mikið á meðan ferlinum stendur en hann bætir örugglega úr því þegar skórnir eru komnir upp á hillu. Kamara hefur skorað 77 snertimörk á ferlinum þar af komu sex þeirra í þrettán leikjum á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Nýi samningurinn er til tveggja ára og skilar honum 24 milljónum dollara eða rúmum 3,3 milljörðum króna. Kamara er orðinn 29 ára gamall og hefur spilað með Saints frá árinu 2017. Hann hefur þegar unnið sér inn 54 milljónir á þessum tíma. Það vakti athygli að með nýja samningnum fylgdu sérstök fríðindi. Bjórverksmiðja í Louisiana fylki, þaðan sem New Orleans Saints félagið er, bauð honum nefnilega frían bjór út lífið. Ölgerðin heitir Abita Brewing og kemur frá Covington. Eigendurnir voru svo ánægðir með að Kamara hafi haldið tryggð sína við Saints að hann fékk þennan eilífðarsamning frá fyrirtækinu. Meðalmaður í Bandaríkjunum drekkur hundrað lítra af bjór á ári eða kringum 212 glös. Hvert glas kostar í kringum fimm dollara þannig að samkvæmt þessu er kappinn að fá yfir þúsund dollara bónus á hverju ári í formi bjórs. Kamara drekkur þó væntanlega ekki mikið á meðan ferlinum stendur en hann bætir örugglega úr því þegar skórnir eru komnir upp á hillu. Kamara hefur skorað 77 snertimörk á ferlinum þar af komu sex þeirra í þrettán leikjum á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn