Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 11:46 Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum, en þær voru í skötulíki og oft verri en ekkert. Í raun gerðu stjórnvöld þessa tíma gerðu ekkert fyrir skuldara, með þeirri afleiðingu að fjöldi fólks missti heimili sín, og það sem verra er, fjölmargir stóðu eftir allslausir. Til að bæta gráu ofan á svart skulduðu margir áfram eftirstöðvar vegna stökkbreyttra lána þrátt fyrir að búið væri að selja íbúðir þeirra nauðungarsölu . Nokkrum árum síðar höfðu fasteignirnar sem bankarnir og Íbúðalánasjóður höfðu leyst til sín margfaldast í verði, og búið var að selja þær út úr t.d. Íbúðalánasjóði, til braskara, sem í dag eru stórefnaðir íbúðafjárfestar. Íslenskt réttarkerfi er nefnilega þannig uppbyggt, að það refsar engum jafn mikið og skuldurum. En kerfið þarf ekki að vera svona óréttlátt. Við í Flokki fólksins höfum boðað fjölmargar leiðir til að gera regluverkið sanngjarnara. Mig langar í þessari grein minni að vekja athygli á tveimur slíkum leiðum. Sú fyrri er hið svonefnda „Lyklafrumvarp“. Í því leggjum við til að þegar fólk lendir í þeirri stöðu að lán þeirra hafi hækkað umfram verðmæti fasteignar, þá geti fólk einfaldlega „skilað“ húsinu til bankans og verið laust allra mála. Bankinn veitti jú eftir allt saman lán gegn veði í íbúðinni og hlýtur því að sætta sig við að fá trygginguna sem undir láninu stóð, en skuldarinn verður þá laus allra mála og getur hafist strax handa til að endurreisa eigin fjárhag, í stað þess að þurfa að glíma við eftirstöðvar láns síns mörg ár í viðbót. Sú seinni er frumvarp sem kemur í veg fyrir að fasteignir verði seldar langt undir gangverði á nauðungarsölum. Í því frumvarpi leggjum við til að þegar eign er seld nauðungarsölu þá verði það gert með því að setja hana í almennt söluferli, eins og gert er með aðrar fasteignir. Það hefur sýnt sig að nauðungarsöluferlið er ógagnsætt og fjölmörg dæmi eru um að eignir hafi verið boðnar upp fyrir aðeins lítið brot af verðmæti þeirra. Þegar eru í lögum heimildir fyrir skuldara til að fara fram á að eign þeirra verði seld almennri sölu, en ekki boðin upp, en þær heimildir eru þröngar og dæmin um þar sem fallist hefur verið á almenna sölu eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta eru tvö sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að ná í gegn. En vert er að taka fram að við höfum einnig lagt fram fjölmörg mál sem miða að því að koma í veg fyrir að skuldavandi heimilanna verði svo alvarlegur að fólk sjái fram á að missa hús sín. Má þar sem dæmi nefna frumvarp um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs, þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka í 450.000 kr. og frumvarp um afnám verðtryggingar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum, en þær voru í skötulíki og oft verri en ekkert. Í raun gerðu stjórnvöld þessa tíma gerðu ekkert fyrir skuldara, með þeirri afleiðingu að fjöldi fólks missti heimili sín, og það sem verra er, fjölmargir stóðu eftir allslausir. Til að bæta gráu ofan á svart skulduðu margir áfram eftirstöðvar vegna stökkbreyttra lána þrátt fyrir að búið væri að selja íbúðir þeirra nauðungarsölu . Nokkrum árum síðar höfðu fasteignirnar sem bankarnir og Íbúðalánasjóður höfðu leyst til sín margfaldast í verði, og búið var að selja þær út úr t.d. Íbúðalánasjóði, til braskara, sem í dag eru stórefnaðir íbúðafjárfestar. Íslenskt réttarkerfi er nefnilega þannig uppbyggt, að það refsar engum jafn mikið og skuldurum. En kerfið þarf ekki að vera svona óréttlátt. Við í Flokki fólksins höfum boðað fjölmargar leiðir til að gera regluverkið sanngjarnara. Mig langar í þessari grein minni að vekja athygli á tveimur slíkum leiðum. Sú fyrri er hið svonefnda „Lyklafrumvarp“. Í því leggjum við til að þegar fólk lendir í þeirri stöðu að lán þeirra hafi hækkað umfram verðmæti fasteignar, þá geti fólk einfaldlega „skilað“ húsinu til bankans og verið laust allra mála. Bankinn veitti jú eftir allt saman lán gegn veði í íbúðinni og hlýtur því að sætta sig við að fá trygginguna sem undir láninu stóð, en skuldarinn verður þá laus allra mála og getur hafist strax handa til að endurreisa eigin fjárhag, í stað þess að þurfa að glíma við eftirstöðvar láns síns mörg ár í viðbót. Sú seinni er frumvarp sem kemur í veg fyrir að fasteignir verði seldar langt undir gangverði á nauðungarsölum. Í því frumvarpi leggjum við til að þegar eign er seld nauðungarsölu þá verði það gert með því að setja hana í almennt söluferli, eins og gert er með aðrar fasteignir. Það hefur sýnt sig að nauðungarsöluferlið er ógagnsætt og fjölmörg dæmi eru um að eignir hafi verið boðnar upp fyrir aðeins lítið brot af verðmæti þeirra. Þegar eru í lögum heimildir fyrir skuldara til að fara fram á að eign þeirra verði seld almennri sölu, en ekki boðin upp, en þær heimildir eru þröngar og dæmin um þar sem fallist hefur verið á almenna sölu eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta eru tvö sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að ná í gegn. En vert er að taka fram að við höfum einnig lagt fram fjölmörg mál sem miða að því að koma í veg fyrir að skuldavandi heimilanna verði svo alvarlegur að fólk sjái fram á að missa hús sín. Má þar sem dæmi nefna frumvarp um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs, þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka í 450.000 kr. og frumvarp um afnám verðtryggingar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun