Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 16:54 Jón Gunnarsson er þriðji aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætis-, félags-, vinnumarkaðs- og matvælaráðherra. Hann þáði boð Bjarna sem fulltrúa hans í matvælráðuneytinu um svipað leyti og hann samþykkti að gefa kost á sér í 5. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/samsett Leynileg upptaka sem virðist hafa verið grundvöllur umfjöllunar um aðstoðarmann forsætisráðherra og hvalveiðar var boðin fleirum en Heimildinni í síðustu viku. Boðin voru send í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis sem vann meðal annars fyrir Harvey Weinstein. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, greindi frá því í morgun að erlendur maður hefði villt á sér heimildir við son sinn, Gunnar Bergmann Jónsson, í þeim tilgangi að koma höggi á sig. Hann hefði gert leynilegar upptökur af Gunnari ræða um sig og hvalveiðar. Heimildin birti svo í dag umfjöllun sem byggir á leynilegum upptökum af samtali erlenda mannsins við Gunnar. Þar heyrist Gunnar halda því fram að Jón faðir sinn hafi sett það sem kröfu að fá stöðu ef hann ætti að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins eftir að hann tapaði fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir í baráttu um annað sæti listans í Suðvesturkjördæmi í síðasta mánuði. Haft er eftir Gunnari úr upptökunum að Jón ætlaði sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en ráðherrar Vinstri grænna höfðu staðið í vegi þess. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, gæti þó ekki skrifað undir afgreiðsluna sjálfur vegna hagsmunaárekstra. Því yrði Þórdís Kolbrún eða einhver annar ráðherra fenginn til þess. Gunnar vildi ekki tjá sig við Vísi þegar eftir því var leitað í dag. Bauð upptökur í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Í frétt Heimildarinnar segir aðeins að fyrirtæki sem bjóða þjónustu sína við upplýsingaöflun og rannsóknir hafi gert upptökurnar fyrir ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andvíg hvalveiðum. Hvorki fyrirtækið né samtökin eru nefnd með nafni í fréttinni. Gunnar Bergmann Jónsson við skutulinn á þeim árum sem hann var í fararbroddi hjá hrefnuveiðimönnum hér á landi.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu fleiri en Heimildin skilaboð þar sem þeim voru boðnar myndbandsupptökur sem voru sagðar staðfesta spillingu ónefnds stjórnmálamanns og þekkts viðskiptamanns í tengslum við hvalveiðar. Skilaboðin voru send í nafni starfsmanns Black Cube. Kona sem svaraði í síma á skrifstofu Black Cube í morgun kannaðist ekki við að maður með því nafni sem sendi skilaboðin ynni þar þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Hún sagðist ætla að kanna málið og hafa samband aftur en gerði það ekki. Reyndu að veiða upplýsingar upp úr ásakendum Weinstein Black Cube var stofnað af fyrrverandi liðsmönnum Ísraelshers árið 2011 og hefur síðan sankað að sér fyrrverandi leyniþjónustufólki. Fyrirtækið er sagt þekkt sem „einka-Mossad“, ísraelska leyniþjónustan, í umfjöllun breska blaðsins The Telegraph frá því í mars. Það hefur skrifstofur í Tel Aviv, Madrid á Spáni og í London og sérhæfir sig í upplýsingaöflun fyrir viðskiptavini sem standa í málarekstri gegn samkeppnisaðilum. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja á síðustu árum sem leiddi til þess að Wall Street Journal fjallaði um það undir fyrirsögninni „Flumbrugangur spæjara einka-Mossad“. Tveir útsendarar Black Cube voru þannig handteknir og síðar sakfelldir fyrir að njósna um rúmenskan saksóknara sem fór fyrir spillingarrannsóknum árið 2016. Ári síðar kom í ljós að Black Cube hefði starfað fyrir Harvey Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandann og nauðgarann, eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann réði fyrirtækið til þess að reyna að koma í veg fyrir að New York Times fjallaði um ásakanirnar. Weinstein fékk þó ekki mikið fyrir peningana því greinin birtist og hann var síðar sakfelldur fyrir glæpi sína. Í umfjöllun New Yorker um málið kom fram að Black Cube hefði notað tálbeitur sem vinguðust við ásakendur Weinstein til þess að veiða upplýsingar upp úr þeim. Einn útsendari fyrirtækisins hafi meðal annars þóst vera fulltrúi kvenréttindasamtaka og gert leynilegar upptökur af einni kvennanna. Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Harvey Weinstein Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, greindi frá því í morgun að erlendur maður hefði villt á sér heimildir við son sinn, Gunnar Bergmann Jónsson, í þeim tilgangi að koma höggi á sig. Hann hefði gert leynilegar upptökur af Gunnari ræða um sig og hvalveiðar. Heimildin birti svo í dag umfjöllun sem byggir á leynilegum upptökum af samtali erlenda mannsins við Gunnar. Þar heyrist Gunnar halda því fram að Jón faðir sinn hafi sett það sem kröfu að fá stöðu ef hann ætti að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins eftir að hann tapaði fyrir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir í baráttu um annað sæti listans í Suðvesturkjördæmi í síðasta mánuði. Haft er eftir Gunnari úr upptökunum að Jón ætlaði sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en ráðherrar Vinstri grænna höfðu staðið í vegi þess. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, gæti þó ekki skrifað undir afgreiðsluna sjálfur vegna hagsmunaárekstra. Því yrði Þórdís Kolbrún eða einhver annar ráðherra fenginn til þess. Gunnar vildi ekki tjá sig við Vísi þegar eftir því var leitað í dag. Bauð upptökur í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Í frétt Heimildarinnar segir aðeins að fyrirtæki sem bjóða þjónustu sína við upplýsingaöflun og rannsóknir hafi gert upptökurnar fyrir ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andvíg hvalveiðum. Hvorki fyrirtækið né samtökin eru nefnd með nafni í fréttinni. Gunnar Bergmann Jónsson við skutulinn á þeim árum sem hann var í fararbroddi hjá hrefnuveiðimönnum hér á landi.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu fleiri en Heimildin skilaboð þar sem þeim voru boðnar myndbandsupptökur sem voru sagðar staðfesta spillingu ónefnds stjórnmálamanns og þekkts viðskiptamanns í tengslum við hvalveiðar. Skilaboðin voru send í nafni starfsmanns Black Cube. Kona sem svaraði í síma á skrifstofu Black Cube í morgun kannaðist ekki við að maður með því nafni sem sendi skilaboðin ynni þar þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Hún sagðist ætla að kanna málið og hafa samband aftur en gerði það ekki. Reyndu að veiða upplýsingar upp úr ásakendum Weinstein Black Cube var stofnað af fyrrverandi liðsmönnum Ísraelshers árið 2011 og hefur síðan sankað að sér fyrrverandi leyniþjónustufólki. Fyrirtækið er sagt þekkt sem „einka-Mossad“, ísraelska leyniþjónustan, í umfjöllun breska blaðsins The Telegraph frá því í mars. Það hefur skrifstofur í Tel Aviv, Madrid á Spáni og í London og sérhæfir sig í upplýsingaöflun fyrir viðskiptavini sem standa í málarekstri gegn samkeppnisaðilum. Fyrirtækið hefur átt undir högg að sækja á síðustu árum sem leiddi til þess að Wall Street Journal fjallaði um það undir fyrirsögninni „Flumbrugangur spæjara einka-Mossad“. Tveir útsendarar Black Cube voru þannig handteknir og síðar sakfelldir fyrir að njósna um rúmenskan saksóknara sem fór fyrir spillingarrannsóknum árið 2016. Ári síðar kom í ljós að Black Cube hefði starfað fyrir Harvey Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandann og nauðgarann, eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann réði fyrirtækið til þess að reyna að koma í veg fyrir að New York Times fjallaði um ásakanirnar. Weinstein fékk þó ekki mikið fyrir peningana því greinin birtist og hann var síðar sakfelldur fyrir glæpi sína. Í umfjöllun New Yorker um málið kom fram að Black Cube hefði notað tálbeitur sem vinguðust við ásakendur Weinstein til þess að veiða upplýsingar upp úr þeim. Einn útsendari fyrirtækisins hafi meðal annars þóst vera fulltrúi kvenréttindasamtaka og gert leynilegar upptökur af einni kvennanna.
Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Harvey Weinstein Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira