Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 12. nóvember 2024 08:01 Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Því er jafnvel haldið fram að það þurfi að auka völd ríkissáttasemjara til að hemja fólkið, bæta vinnubrögð samtaka fólks og auka vald samtaka fyrirtækja. Það er hins vegar þannig að samfélagið þarfnast öflugrar verkalýðshreyfingar einmitt til þess að verja hagsmuni fólksins, berjast fyrir réttlátri skiptingu þeirra verðmæta sem okkar samfélag hefur upp á bjóða. Í samfélaginu eru svo sannarlega sterk hagsmunasamtök fyrirtækja og við viljum líka sterk samtök launafólks. Ef okkur tekst að leiða sterkt norrænt velferðarsamfélag þar sem heildarhagsmunir fólksins ráða för þá er ég sannfærður um að meiri sátt mun ríkja um þá skiptingu sem um semst á hverjum tíma. Mun ekki allt loga í verkföllum? Nei síður en svo! Það er ljóst að þrátt fyrir sterka stöðu verkalýðsfélaga á Íslandi þá hefur sagan sýnt okkur að ekki er gripið til verkfalla til þess eins að boða til verkfalls. Fjöldi verkfalla hér á landi er almennt ekki mikill enda stífari kröfur hér á landi en í mörgum löndum í kringum okkur. Núverandi samningalíkan hér á landi felur þó í sér, vegna mikillar formfestu, að verkalýðsfélög þurfa að fylgja mjög stífum reglum við boðun aðgerða sem eru til þess fallnar að búa til meiri spennu á markaði en oft er þörf fyrir. Samfélag sem styður við íbúa Við viljum tryggja öryggi fyrir barnafólk þar sem fólki stendur til boða að komast út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof. Samfélagið á að styðja betur við bakið á barnafjölskyldum sem eru að takast á við aukin útgjöld þegar börn eru að stækka og dafna. Það gerum við til dæmis með barnabótum. Lögum til regluverkið í kringum fæðingarorlof til að tryggja nýjum foreldrum örugga framfærslu. Kjarabarátta líðandi stundar Félagsleg undirboð á Íslandi er okkur sem samfélagi ekki til framdráttar. Verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa síðan 2008 staðið fyrir virku og öflugu vinnustaðaeftirliti. Eftirlitið miðar að því að ná tengslum við fólk sem er í viðkvæmustu stöðunni og veita þeim stuðning, upplýsa um réttindi og skyldur og aðstoða ef þörf er á. Viðurlög eru ekki til staðar sem geta raunverulega haft áhrif á þá aðila sem stunda launaþjófnað vísvitandi. Þessu þarf að breyta enda standa langflest fyrirtæki við sitt og hafa ekkert að fela en standa í samkeppni við aðila sem brjóta kjarasamninga. Við eigum að standa vörð um hvort annað, vera styðjandi samfélag fyrir fólkið í landinu. Veljum almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og reisum norrænt velferðarsamfélag byggt á gildum jafnaðarmennskunnar. Öll stór hagsmunamál hafa komið með baráttu verkalýðsfélaga á Íslandi í gegnum tíðina þar sem hagsmunir almannahagsmunir hafa ráðið för. Kjósum sterka velferðarstjórn jafnaðarfólks og vinnum saman að bættu samfélagi. Kjósum jákvæða og stórhuga stjórnmál á Íslandi! Höfundur er rafvirki og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Því er jafnvel haldið fram að það þurfi að auka völd ríkissáttasemjara til að hemja fólkið, bæta vinnubrögð samtaka fólks og auka vald samtaka fyrirtækja. Það er hins vegar þannig að samfélagið þarfnast öflugrar verkalýðshreyfingar einmitt til þess að verja hagsmuni fólksins, berjast fyrir réttlátri skiptingu þeirra verðmæta sem okkar samfélag hefur upp á bjóða. Í samfélaginu eru svo sannarlega sterk hagsmunasamtök fyrirtækja og við viljum líka sterk samtök launafólks. Ef okkur tekst að leiða sterkt norrænt velferðarsamfélag þar sem heildarhagsmunir fólksins ráða för þá er ég sannfærður um að meiri sátt mun ríkja um þá skiptingu sem um semst á hverjum tíma. Mun ekki allt loga í verkföllum? Nei síður en svo! Það er ljóst að þrátt fyrir sterka stöðu verkalýðsfélaga á Íslandi þá hefur sagan sýnt okkur að ekki er gripið til verkfalla til þess eins að boða til verkfalls. Fjöldi verkfalla hér á landi er almennt ekki mikill enda stífari kröfur hér á landi en í mörgum löndum í kringum okkur. Núverandi samningalíkan hér á landi felur þó í sér, vegna mikillar formfestu, að verkalýðsfélög þurfa að fylgja mjög stífum reglum við boðun aðgerða sem eru til þess fallnar að búa til meiri spennu á markaði en oft er þörf fyrir. Samfélag sem styður við íbúa Við viljum tryggja öryggi fyrir barnafólk þar sem fólki stendur til boða að komast út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof. Samfélagið á að styðja betur við bakið á barnafjölskyldum sem eru að takast á við aukin útgjöld þegar börn eru að stækka og dafna. Það gerum við til dæmis með barnabótum. Lögum til regluverkið í kringum fæðingarorlof til að tryggja nýjum foreldrum örugga framfærslu. Kjarabarátta líðandi stundar Félagsleg undirboð á Íslandi er okkur sem samfélagi ekki til framdráttar. Verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa síðan 2008 staðið fyrir virku og öflugu vinnustaðaeftirliti. Eftirlitið miðar að því að ná tengslum við fólk sem er í viðkvæmustu stöðunni og veita þeim stuðning, upplýsa um réttindi og skyldur og aðstoða ef þörf er á. Viðurlög eru ekki til staðar sem geta raunverulega haft áhrif á þá aðila sem stunda launaþjófnað vísvitandi. Þessu þarf að breyta enda standa langflest fyrirtæki við sitt og hafa ekkert að fela en standa í samkeppni við aðila sem brjóta kjarasamninga. Við eigum að standa vörð um hvort annað, vera styðjandi samfélag fyrir fólkið í landinu. Veljum almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og reisum norrænt velferðarsamfélag byggt á gildum jafnaðarmennskunnar. Öll stór hagsmunamál hafa komið með baráttu verkalýðsfélaga á Íslandi í gegnum tíðina þar sem hagsmunir almannahagsmunir hafa ráðið för. Kjósum sterka velferðarstjórn jafnaðarfólks og vinnum saman að bættu samfélagi. Kjósum jákvæða og stórhuga stjórnmál á Íslandi! Höfundur er rafvirki og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun