Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Helga Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi og annar hlaðvarpsstjórnandi Móment með mömmu, lýsir sjálfri sér sem metnaðarfullri, orkumikilli og þorinni. Ef hún gæti valið sér einn ofurkraft myndi hún vilja geta lesið hugsanir annarra. Helga Kristín á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Arnari Þór Ólafssyni fjármálaverkfræðingi og hlaðvarpsstjórnanda Pyngjunnar og Ólafssynir í Undralandi. Saman búa þau í fallegri íbúð í Urriðaholti í Garðabæ þar sem hún segir stofuna vera hennar uppáhalds íverurými. Helga er mikil smekkkona og deilir reglulega myndum af heimilinu og fatnaði með fylgjendum sínum á Instagram. Helga Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Helga Kristín Ingólfsdóttir. Aldur? 28 ára. Starf? Ég starfa sem mannauðsráðgjafi hjá Arion banka. Fjölskylduhagir? Ég bý með kærastanum mínum Arnari Þór Ólafssyni. Það bætist svo fljótt í fjölskylduna en við eigum von á okkar fyrsta barni í janúar. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Metnaðarfull, orkumikil og þorin. Hvað er á döfinni? Fyrir utan allt þetta hefðbundna; vinnu, hreyfingu og heimilishald, þá var ég að byrja með hlaðvarp með mömmu minni sem heitir „Móment með mömmu“. Síðustu mánuði hef ég einnig verið að birta fatamyndbönd undir myllumerkinu „Minn stíll“ og að halda uppi mínum eigin samfélagsmiðli, þetta eru svona auka verkefni mér til skemmtunar. En svo er auðvitað það allra mikilvægasta en það er að undirbúa komu lítil drengs. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín sem hefur alltaf staðið með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Svo var það líka lífsins lukka að kynnast honum Arnari, það var heldur óvænt en það voru sameiginlegir vinir okkar og systkini sem kynna okkur í febrúar 2023. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig eiga fleiri börn, stærra heimili og jafnvel hund ef ég næ að sannfæra Arnar. Atvinnulega séð verð ég vonandi í krefjandi starfi sem ég hef gaman af og nýt þess að mæta í vinnuna á hverjum degi. Maður heldur svo auðvitað líka í þá von að maður verði enn heilsuhraustur og hamingjusamur. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ekkert eitt sem mér dettur í hug en ég stefni á að lifa lífinu þannig að ég horfi ekki til baka og segi „ég hefði átt að gera þetta.“ Einn dagur í einu, taka hverri áskorun sem maður stendur frammi fyrir og vera óhrædd við að fara mínar eigin leiðir. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ef þú ert að hugsa á annað borð, hugsaðu þá stórt. Heilræði sem mamma benti mér á fyrir mörgum árum. Hvað hefur mótað þig mest? Að hafa búið erlendis en ég bjó tvö sumur í New York, eitt ár í Svíþjóð og tvö ár í Þýskalandi. Ég var 18 ára þegar ég flutti út og 22 ára þegar ég flutti heim. Maður var ungur og þurfti svo sannarlega að stökkva ofan í djúpu laugina og bara tækla lífið sjálfur. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Hreyfa mig en svo þegar álag hefur verið mikið þá finnst mér líka voða gott að fara úr rútínunni og breyta um umhverfi. Uppskrift að draumasunnudegi? Sofa út, taka fyrsta kaffibollann með Arnari heima, brunch á einhverjum góðum veitingastað, göngutúr og rólegheit um kvöldið til þess að koma hvíldur inn í nýja viku. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Stofan. Fallegasti staður á landinu? Maður hefur heimsótt marga fallega staði á landinu en mér þykir alltaf vænst um Höfn í Hornafirði. Það er af því að amma mín býr þar. En í heiminum? Ég á eftir að ferðast meira til að geta svarað þessu. Ég hef t.d. aldrei farið til Ítalíu, ég held að ýmsir smábæir þar myndu heilla mig. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fer í sturtu. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Býð Arnari góða nótt en hann fer yfirleitt 1-2 klst seinna að sofa en ég. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já ég geri það. Ég er mjög mikil rútínu kona og ef ég dett úr rútínu þá líður mér oft illa. Með rútínu meina ég að hreyfa mig reglulega yfir vikuna, borða jafnt og þétt yfir daginn og fá góðan nætursvefn svo eitthvað sé nefnt. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Dansari. Ég náði því markmiði tvítug en ég starfaði sem dansari í Þýskalandi frá 20-22 ára. Ég fann það svo fljótt að þetta var ekki fyrir mig. Í dag langar mig að verða svo margt þegar ég verð stór, ég vil ekki enda bara með einhvern einn titil. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Upp á síðkastið hef ég grátið reglulega, oft án sérstakrar ástæðu, ætli það sé ekki bara óléttan. Ertu A eða B týpa? A týpa en ég er að reyna að bæta mig B megin því ég er með svo hrikalega lélegt úthald á djamminu. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku en svo er ég með mjög góðan grunn í dönsku og sænsku sem ég gæti alltaf reddað mér á. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, einn hæfileika sem ég æfði mikið sem barn því mér fannst svo leiðinlegt að eiga ekki leyndan hæfileika. Þessi leyndi hæfileiki er að bretta upp á tunguna þannig að það koma svona skemmtilegar bylgjur á hana, veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því öðruvísi. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Lesa hugsanir fólks. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Síðustu FB skilaboð eru myndband til bróður míns þar sem ég spyr hvort hann eigi nokkuð ákveðna stærð af tappa fyrir skrúfu. Ég er nefnilega að fara að hengja upp málverk í svefnherberginu. Draumabíllinn þinn? Ég er engin bílakona þannig að ég á mér engan draumabíl. Hæla- eða strigaskór? Get ekki valið, geng jafn mikið í hælum og strigaskóm. Fyrsti kossinn? Í grunnskóla á sviði Borgarleikhússins. Segi ekki meir. Óttastu eitthvað? Já ég hef alltaf verið mjög hrædd við ketti. Svo hefur flughræðslan orðið verri með árunum, ég þyrfti helst að fara á svona flughræðslu námskeið hjá Icelandair. Hvað ertu að hámhorfa á? Ekkert eins og er. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Believe með Cher. Hin hliðin Ástin og lífið Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Helga Kristín á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Arnari Þór Ólafssyni fjármálaverkfræðingi og hlaðvarpsstjórnanda Pyngjunnar og Ólafssynir í Undralandi. Saman búa þau í fallegri íbúð í Urriðaholti í Garðabæ þar sem hún segir stofuna vera hennar uppáhalds íverurými. Helga er mikil smekkkona og deilir reglulega myndum af heimilinu og fatnaði með fylgjendum sínum á Instagram. Helga Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Helga Kristín Ingólfsdóttir. Aldur? 28 ára. Starf? Ég starfa sem mannauðsráðgjafi hjá Arion banka. Fjölskylduhagir? Ég bý með kærastanum mínum Arnari Þór Ólafssyni. Það bætist svo fljótt í fjölskylduna en við eigum von á okkar fyrsta barni í janúar. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Metnaðarfull, orkumikil og þorin. Hvað er á döfinni? Fyrir utan allt þetta hefðbundna; vinnu, hreyfingu og heimilishald, þá var ég að byrja með hlaðvarp með mömmu minni sem heitir „Móment með mömmu“. Síðustu mánuði hef ég einnig verið að birta fatamyndbönd undir myllumerkinu „Minn stíll“ og að halda uppi mínum eigin samfélagsmiðli, þetta eru svona auka verkefni mér til skemmtunar. En svo er auðvitað það allra mikilvægasta en það er að undirbúa komu lítil drengs. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín sem hefur alltaf staðið með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Svo var það líka lífsins lukka að kynnast honum Arnari, það var heldur óvænt en það voru sameiginlegir vinir okkar og systkini sem kynna okkur í febrúar 2023. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig eiga fleiri börn, stærra heimili og jafnvel hund ef ég næ að sannfæra Arnar. Atvinnulega séð verð ég vonandi í krefjandi starfi sem ég hef gaman af og nýt þess að mæta í vinnuna á hverjum degi. Maður heldur svo auðvitað líka í þá von að maður verði enn heilsuhraustur og hamingjusamur. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ekkert eitt sem mér dettur í hug en ég stefni á að lifa lífinu þannig að ég horfi ekki til baka og segi „ég hefði átt að gera þetta.“ Einn dagur í einu, taka hverri áskorun sem maður stendur frammi fyrir og vera óhrædd við að fara mínar eigin leiðir. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ef þú ert að hugsa á annað borð, hugsaðu þá stórt. Heilræði sem mamma benti mér á fyrir mörgum árum. Hvað hefur mótað þig mest? Að hafa búið erlendis en ég bjó tvö sumur í New York, eitt ár í Svíþjóð og tvö ár í Þýskalandi. Ég var 18 ára þegar ég flutti út og 22 ára þegar ég flutti heim. Maður var ungur og þurfti svo sannarlega að stökkva ofan í djúpu laugina og bara tækla lífið sjálfur. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Hreyfa mig en svo þegar álag hefur verið mikið þá finnst mér líka voða gott að fara úr rútínunni og breyta um umhverfi. Uppskrift að draumasunnudegi? Sofa út, taka fyrsta kaffibollann með Arnari heima, brunch á einhverjum góðum veitingastað, göngutúr og rólegheit um kvöldið til þess að koma hvíldur inn í nýja viku. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Stofan. Fallegasti staður á landinu? Maður hefur heimsótt marga fallega staði á landinu en mér þykir alltaf vænst um Höfn í Hornafirði. Það er af því að amma mín býr þar. En í heiminum? Ég á eftir að ferðast meira til að geta svarað þessu. Ég hef t.d. aldrei farið til Ítalíu, ég held að ýmsir smábæir þar myndu heilla mig. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fer í sturtu. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Býð Arnari góða nótt en hann fer yfirleitt 1-2 klst seinna að sofa en ég. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já ég geri það. Ég er mjög mikil rútínu kona og ef ég dett úr rútínu þá líður mér oft illa. Með rútínu meina ég að hreyfa mig reglulega yfir vikuna, borða jafnt og þétt yfir daginn og fá góðan nætursvefn svo eitthvað sé nefnt. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Dansari. Ég náði því markmiði tvítug en ég starfaði sem dansari í Þýskalandi frá 20-22 ára. Ég fann það svo fljótt að þetta var ekki fyrir mig. Í dag langar mig að verða svo margt þegar ég verð stór, ég vil ekki enda bara með einhvern einn titil. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Upp á síðkastið hef ég grátið reglulega, oft án sérstakrar ástæðu, ætli það sé ekki bara óléttan. Ertu A eða B týpa? A týpa en ég er að reyna að bæta mig B megin því ég er með svo hrikalega lélegt úthald á djamminu. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku en svo er ég með mjög góðan grunn í dönsku og sænsku sem ég gæti alltaf reddað mér á. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, einn hæfileika sem ég æfði mikið sem barn því mér fannst svo leiðinlegt að eiga ekki leyndan hæfileika. Þessi leyndi hæfileiki er að bretta upp á tunguna þannig að það koma svona skemmtilegar bylgjur á hana, veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því öðruvísi. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Lesa hugsanir fólks. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Síðustu FB skilaboð eru myndband til bróður míns þar sem ég spyr hvort hann eigi nokkuð ákveðna stærð af tappa fyrir skrúfu. Ég er nefnilega að fara að hengja upp málverk í svefnherberginu. Draumabíllinn þinn? Ég er engin bílakona þannig að ég á mér engan draumabíl. Hæla- eða strigaskór? Get ekki valið, geng jafn mikið í hælum og strigaskóm. Fyrsti kossinn? Í grunnskóla á sviði Borgarleikhússins. Segi ekki meir. Óttastu eitthvað? Já ég hef alltaf verið mjög hrædd við ketti. Svo hefur flughræðslan orðið verri með árunum, ég þyrfti helst að fara á svona flughræðslu námskeið hjá Icelandair. Hvað ertu að hámhorfa á? Ekkert eins og er. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Believe með Cher.
Hin hliðin Ástin og lífið Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira