Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 12:02 Unnið er að því að hreinsa frá niðurföllum í Ísafjarðarbæ. vísir/vilhelm Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við Dýrafjarðargöng, í Hestfirði, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð. Sömuleiðis hefur vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Pollurinn brúnn Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir veðrið nokkuð slæmt. „Ég er í miðbæ Ísafjarðar og horfi hér út á pollinn sem er úfinn í þessari sunnanátt, það er mikil slagveðursrigning og talsvert mikill vindur.“ Er mikið vatn á götum? „Nei það nær að flæða burt að mestu en ég sé að akkúrat fyrir utan gluggann hjá mér eru starfsmenn áhaldahússins að losa lauf úr niðurföllum þannig þeir hafa væntanlega haft í nógu að snúast. Ég sé að pollurinn er hálf brúnn vegna leysingavatns og kannski skriðufalla sem hafa verið í fjöllunum fyrir ofan og það hvín í húsinu, þetta er dálítið veður.“ Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.Aðsend Fyllt á flöskur Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. „Ég var á kaffihúsi í morgun og þar kom inn maður sem var með fullt fangið af flöskum og vildi fá að fylla á því það var búið að loka fyrir neysluvatnið á Flateyri þar sem hann svaf um nóttina.“ Vatnið drullugt Þá eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir vatnið í bænum drullugt og mögulega óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm Enn skriðuhætta Unnur Blær A. Bartsch, vakthafandi skriðusérfræðingur á Veðurstofunni segir að minnst sjö skriður hafi fallið frá því í nótt og nokkur grjóthrun. „Við teljum að hættan sé ekki afstaðin, það á eftir að rigna meira i dag og eitthvað fram yfir hádegið. Það er bara fyrst núna sem það er að birta aðeins til og við getum sent fólk af stað og fengið myndir af skriðunum sem féllu í nótt.“ Og bætir við að skriður hafi hvergi fallið í byggð og enginn slasast. Rólegu veðri er spáð á morgun og miðvikudag en á fimmtudag fer aftur að rigna á svæðunum. Unnur hvetur íbúa á Vestfjörðum til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum á vef Vegagerðarinnar. „Og að fólk sé ekkert endilega á ferðinni á vegum á Vestfjörðum að óþörfu.“ Bolungarvík Vatn Ísafjarðarbær Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við Dýrafjarðargöng, í Hestfirði, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð. Sömuleiðis hefur vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Pollurinn brúnn Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir veðrið nokkuð slæmt. „Ég er í miðbæ Ísafjarðar og horfi hér út á pollinn sem er úfinn í þessari sunnanátt, það er mikil slagveðursrigning og talsvert mikill vindur.“ Er mikið vatn á götum? „Nei það nær að flæða burt að mestu en ég sé að akkúrat fyrir utan gluggann hjá mér eru starfsmenn áhaldahússins að losa lauf úr niðurföllum þannig þeir hafa væntanlega haft í nógu að snúast. Ég sé að pollurinn er hálf brúnn vegna leysingavatns og kannski skriðufalla sem hafa verið í fjöllunum fyrir ofan og það hvín í húsinu, þetta er dálítið veður.“ Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.Aðsend Fyllt á flöskur Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. „Ég var á kaffihúsi í morgun og þar kom inn maður sem var með fullt fangið af flöskum og vildi fá að fylla á því það var búið að loka fyrir neysluvatnið á Flateyri þar sem hann svaf um nóttina.“ Vatnið drullugt Þá eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir vatnið í bænum drullugt og mögulega óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm Enn skriðuhætta Unnur Blær A. Bartsch, vakthafandi skriðusérfræðingur á Veðurstofunni segir að minnst sjö skriður hafi fallið frá því í nótt og nokkur grjóthrun. „Við teljum að hættan sé ekki afstaðin, það á eftir að rigna meira i dag og eitthvað fram yfir hádegið. Það er bara fyrst núna sem það er að birta aðeins til og við getum sent fólk af stað og fengið myndir af skriðunum sem féllu í nótt.“ Og bætir við að skriður hafi hvergi fallið í byggð og enginn slasast. Rólegu veðri er spáð á morgun og miðvikudag en á fimmtudag fer aftur að rigna á svæðunum. Unnur hvetur íbúa á Vestfjörðum til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum á vef Vegagerðarinnar. „Og að fólk sé ekkert endilega á ferðinni á vegum á Vestfjörðum að óþörfu.“
Bolungarvík Vatn Ísafjarðarbær Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira