Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:25 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ekki um að ræða faraldur. Vísir/Arnar Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með bráða lifrarbólgu B á síðustu mánuðum en svo virðist sem um sé að ræða smit sem hefur átt sér stað við kynmök. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó ekki um að ræða faraldur en sýni séu enn í vinnslu og einstaklingar í eftirliti. Smitaðir séu ekki í sóttkví og ekki talið þörf á frekari aðgerðum en gripið hefur verið til. „Þetta eru nokkrir einstaklingar og einhverjir af þeim tengjast, en það er ekki alveg búið að rekja þetta og ekki vitað hvort allir tengist,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðrúnu. „Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til eru að vekja athygli á þessu og hvetja til meiri skimunar á lifrarbólgu B, til dæmis þegar fólk greinist með kynsjúkdóm. Eins bendum við á bólusetningu fyrir áhættuhópa.“ Á Heilsuveru segir um lifrarbólgu B: „Lifrarbólga B er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur smitast þegar nálum er deilt, við stunguslys eða við notkun rakvéla eða tannbursta frá sýktum einstaklingi. Einnig getur sjúkdómurinn smitast við samfarir án smokks. Flest sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum. Hluti þeirra sem smitast af lifrarbólgu B losa sig ekki við veiruna og fær langvinna sýkingu. Fólk sem smitast ungt af lifrarbólgu B, til dæmis frá móður í fæðingu, er í mestri hættu á að fá langvinna sýkingu sem getur leitt til skorpulifrar og krabbameins í lifur. Lifrarbólga B er greind með blóðprufu og hægt er að meðhöndla sjúkdóminn með veirulyfjum. Mælt er með að eftirfarandi einstaklingar í áhættuhópum fái bólusetningu: Heilbrigðisstarfsfólk Fólk sem notar sprautulyf Samkynhneigðir karlmenn Börn mæðra með lifrarbólgu B Fólk sem ferðast til svæða þar sem sýkingin er algeng Bóluefnið veitir vörn gegn Lifrarbólgu B. Einnig er mælt með notkun smokka til að koma í veg fyrir smit.“ Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó ekki um að ræða faraldur en sýni séu enn í vinnslu og einstaklingar í eftirliti. Smitaðir séu ekki í sóttkví og ekki talið þörf á frekari aðgerðum en gripið hefur verið til. „Þetta eru nokkrir einstaklingar og einhverjir af þeim tengjast, en það er ekki alveg búið að rekja þetta og ekki vitað hvort allir tengist,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðrúnu. „Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til eru að vekja athygli á þessu og hvetja til meiri skimunar á lifrarbólgu B, til dæmis þegar fólk greinist með kynsjúkdóm. Eins bendum við á bólusetningu fyrir áhættuhópa.“ Á Heilsuveru segir um lifrarbólgu B: „Lifrarbólga B er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur smitast þegar nálum er deilt, við stunguslys eða við notkun rakvéla eða tannbursta frá sýktum einstaklingi. Einnig getur sjúkdómurinn smitast við samfarir án smokks. Flest sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum. Hluti þeirra sem smitast af lifrarbólgu B losa sig ekki við veiruna og fær langvinna sýkingu. Fólk sem smitast ungt af lifrarbólgu B, til dæmis frá móður í fæðingu, er í mestri hættu á að fá langvinna sýkingu sem getur leitt til skorpulifrar og krabbameins í lifur. Lifrarbólga B er greind með blóðprufu og hægt er að meðhöndla sjúkdóminn með veirulyfjum. Mælt er með að eftirfarandi einstaklingar í áhættuhópum fái bólusetningu: Heilbrigðisstarfsfólk Fólk sem notar sprautulyf Samkynhneigðir karlmenn Börn mæðra með lifrarbólgu B Fólk sem ferðast til svæða þar sem sýkingin er algeng Bóluefnið veitir vörn gegn Lifrarbólgu B. Einnig er mælt með notkun smokka til að koma í veg fyrir smit.“
Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira