Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Aron Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2024 08:02 Hermann Hreiðarsson er spenntur fyrir komandi tímum hjá HK. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Mynd: HK Hermann Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs HK í fótbolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í uppbyggingu og framförum. Hann fær það verkefni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Hermann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum. Hermann lét af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV eftir nýafstaðið tímabil þar sem að hann stýrði liðinu upp í efstu deild. Eyjamaðurinn var reiðubúinn í að bíða þolinmóður eftir næsta starfi en var þó ekki lengi atvinnulaus því nú er hann orðinn þjálfari HK. Hann sér möguleika hjá liðinu sem féll nýlega úr Bestu deildinni en Ómar Ingi Guðmundsson sagði upp störfum sem þjálfari HK eftir tímabilið. „Stuttu eftir að Ómar lætur af störfum fæ ég símtal varðandi það hvort ég hefði áhuga á starfinu og væri til í að koma í viðtal,“ segir Hermann varðandi aðdragandann að nýja starfinu. „Ég slæ til. Fer í viðtalið og er svo kallaður inn í annað viðtal nokkrum dögum síðar. Eftir það er svo sagt við mig að þeir myndu vera í sambandi við mig. Sem og þeir gerðu. Það var gengið til samninga og málið klárað núna síðastliðinn laugardag.“ Hermann og Hjörtur Þór Steindórsson formaður knattspyrnudeildar HK handsala samning sín á milliMynd: HK „Ég var alveg tilbúinn í að vera þolinmóður. Maður veit hvernig þessi bransi er. Það er ekkert gengið að því að hoppa strax í næsta starf. Ég var því alveg búinn undir það að það þyrfti ekkert að detta eitthvað strax inn. Þarna er rosalega flottur klúbbur á ferð, tiltölulega ungt félag og gaman að taka þátt í svona uppbyggingu og vegferð. Klúbburinn hefur alla burði til þess að taka framförum og þakið er ansi hátt þarna. Þetta er eiginlega eitt af þeim draumastörfum sem þú færð. Að geta tekið þátt í uppbyggingu og framförum.“ Spennandi og skemmtilegt vinnu umhverfi Hermann skrifar undir þriggja ára samning í Kópavoginum og vegferðin hefst í hinni feikna sterku Lengjudeild á næsta ári. Deild sem Hermann vann með ÍBV í ár. Stefnan er sett á að gera HK að stabílu efstu deildar félagi. „Það er langtímamarkmið. Það er klárt. Raunhæft markmið. Óstöðugleikinn er til staðar þegar að þú ert með marga unga leikmenn. HK hefur verið að gefa mörgum ungum leikmönnum tækifæri og byggja þá upp fyrir framtíðina. Starfið sem að Ómar og fólkið í kringum hann hefur verið að skila af sér er frábært. Þeir eru að skila af sér flottu búi og margir leikmenn komnir með reynslu og smá smjörþef af leikjum í efstu deild og meistaraflokki. Það er gríðarlega mikilvægt og ég held að allir í fótboltanum hér á Íslandi beri virðingu fyrir því.“ Fögnuður HK manna eftir leik í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabiliVísir/Pawel Cieslikiewicz „Það geta ekki allir verið að keppa á toppnum en stefnan er fyrst og fremst að byggja upp betri og fleiri leikmenn. Geta tekið þátt í því sem að þau félög sem eru með flesta iðkendur eru að gera. Selja fleiri leikmenn erlendis. Að fleiri geti tekið næstu skref. Það er heildarmarkmiðið. Það er frábært fólk hjá HK og allir hungraðir í að gera þetta eins vel og hægt er. Þetta er gríðarlega spennandi og skemmtilegt vinnu umhverfi.“ Lykilmenn fara Margir leikmenn HK eru að renna út á samningi og þeirra á meðal er fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson. Hermann býst við því að einhverjir lykilleikmenn hverfi á braut en fyllt verði í þau skörð. „Það eiga sér alltaf stað einhverjar hreyfingar þegar að lið fellur. Einhverjir leikmenn sem vilja vera áfram í efstu deild. Það er öruggt að einhverjir leikmenn munu fara. Hvað Leif varðar þá er hann goðsögn í HK, auðvitað viljum við halda honum en þetta er í hans höndum.“ Leifur Andri í baráttunni í leik með HKVísir/Hulda Margrét „Ég vissi það að hann væri að skoða sín mál. Yngri kjarninn verður áfram hjá okkur en klárt að einhverjir lykilmenn fara. Það verður fyllt í þau skörð sem þarf að fylla í. Svo fá fleiri ungir strákar stórt tækifæri. Það eru tækifæri fólgin í því að fara niður. Þú getur leyft fleirum að fá sénsinn. Það er alveg öruggt.“ Stefnan sett beint upp Verkefnið í Lengjudeildinni á næsta tímabili er ærið og fékk Hermann að kynnast því með liði ÍBV á nýafstöðnu tímabili hversu erfið deildin er en aðeins efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina á meðan að liðið í öðru til fimmta sæti berjast um hitt lausa sætið sín á milli í umspili. „Þetta var skemmtileg deild í sumar og fyrirkomulagið vel heppnað. Þetta var lifandi alveg fram í síðustu umferð varðandi það hvaða lið færu í umspilið og hverjir færu beint upp. Allir að vinna alla og tína stig hvort af öðru. Það eru mörg sterk lið í þessari deild. Flest lið gera tilkall í að fara upp. Við vitum að það er ekkert gefið í þessu. Það mun gilda á næsta tímabili. Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir okkur, að koma okkur aftur upp.“ Hermann Hreiðarsson á hliðarlínunni sem þjálfari ÍBV á sínum tíma.Vísir/Hulda Margrét Og er það ekki stefnan að fara strax aftur upp í Bestu deildina? „Að sjálfsögðu. Stefnum beint að því að vinna deildina og koma okkur beint upp.“ Fer inn í hlýjuna Eyjamaðurinn Hermann hefur þá ímynd út á við að vera harður í horn að taka, hörkutöl og baráttujaxl sem virðist þrífast best í ekta íslenskum aðstæðum. Eins og frægt er orðið spilar HK sína heimaleiki inni í Kórnum sem fer misvel í aðila utan félagsins. Er það ekki dálítil andstaða við ímynd Hermanns að færa sig inn í hlýja loftið í Kórnum? „Jú,“ segir Hermann og hlær. „En aðstaðan er frábær. Nýtt gervigras og maður getur treyst á sömu aðstæður. Það er nú svolítið nýtt. Að þurfa ekki að taka tillit til veðursins fimm sinnum á dag. En vissulega æfum við úti líka. Þetta eru því ekki stórar breytingar. Það er höll í Vestmannaeyjum líka þótt hún sé bara hálf, en aðal breytingin er sú að við vitum að hverju við göngum á heimavelli á leikdegi. Það er mjög jákvætt að geta staðið við eitt plan.“ HK Lengjudeild karla Besta deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Hermann lét af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV eftir nýafstaðið tímabil þar sem að hann stýrði liðinu upp í efstu deild. Eyjamaðurinn var reiðubúinn í að bíða þolinmóður eftir næsta starfi en var þó ekki lengi atvinnulaus því nú er hann orðinn þjálfari HK. Hann sér möguleika hjá liðinu sem féll nýlega úr Bestu deildinni en Ómar Ingi Guðmundsson sagði upp störfum sem þjálfari HK eftir tímabilið. „Stuttu eftir að Ómar lætur af störfum fæ ég símtal varðandi það hvort ég hefði áhuga á starfinu og væri til í að koma í viðtal,“ segir Hermann varðandi aðdragandann að nýja starfinu. „Ég slæ til. Fer í viðtalið og er svo kallaður inn í annað viðtal nokkrum dögum síðar. Eftir það er svo sagt við mig að þeir myndu vera í sambandi við mig. Sem og þeir gerðu. Það var gengið til samninga og málið klárað núna síðastliðinn laugardag.“ Hermann og Hjörtur Þór Steindórsson formaður knattspyrnudeildar HK handsala samning sín á milliMynd: HK „Ég var alveg tilbúinn í að vera þolinmóður. Maður veit hvernig þessi bransi er. Það er ekkert gengið að því að hoppa strax í næsta starf. Ég var því alveg búinn undir það að það þyrfti ekkert að detta eitthvað strax inn. Þarna er rosalega flottur klúbbur á ferð, tiltölulega ungt félag og gaman að taka þátt í svona uppbyggingu og vegferð. Klúbburinn hefur alla burði til þess að taka framförum og þakið er ansi hátt þarna. Þetta er eiginlega eitt af þeim draumastörfum sem þú færð. Að geta tekið þátt í uppbyggingu og framförum.“ Spennandi og skemmtilegt vinnu umhverfi Hermann skrifar undir þriggja ára samning í Kópavoginum og vegferðin hefst í hinni feikna sterku Lengjudeild á næsta ári. Deild sem Hermann vann með ÍBV í ár. Stefnan er sett á að gera HK að stabílu efstu deildar félagi. „Það er langtímamarkmið. Það er klárt. Raunhæft markmið. Óstöðugleikinn er til staðar þegar að þú ert með marga unga leikmenn. HK hefur verið að gefa mörgum ungum leikmönnum tækifæri og byggja þá upp fyrir framtíðina. Starfið sem að Ómar og fólkið í kringum hann hefur verið að skila af sér er frábært. Þeir eru að skila af sér flottu búi og margir leikmenn komnir með reynslu og smá smjörþef af leikjum í efstu deild og meistaraflokki. Það er gríðarlega mikilvægt og ég held að allir í fótboltanum hér á Íslandi beri virðingu fyrir því.“ Fögnuður HK manna eftir leik í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabiliVísir/Pawel Cieslikiewicz „Það geta ekki allir verið að keppa á toppnum en stefnan er fyrst og fremst að byggja upp betri og fleiri leikmenn. Geta tekið þátt í því sem að þau félög sem eru með flesta iðkendur eru að gera. Selja fleiri leikmenn erlendis. Að fleiri geti tekið næstu skref. Það er heildarmarkmiðið. Það er frábært fólk hjá HK og allir hungraðir í að gera þetta eins vel og hægt er. Þetta er gríðarlega spennandi og skemmtilegt vinnu umhverfi.“ Lykilmenn fara Margir leikmenn HK eru að renna út á samningi og þeirra á meðal er fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson. Hermann býst við því að einhverjir lykilleikmenn hverfi á braut en fyllt verði í þau skörð. „Það eiga sér alltaf stað einhverjar hreyfingar þegar að lið fellur. Einhverjir leikmenn sem vilja vera áfram í efstu deild. Það er öruggt að einhverjir leikmenn munu fara. Hvað Leif varðar þá er hann goðsögn í HK, auðvitað viljum við halda honum en þetta er í hans höndum.“ Leifur Andri í baráttunni í leik með HKVísir/Hulda Margrét „Ég vissi það að hann væri að skoða sín mál. Yngri kjarninn verður áfram hjá okkur en klárt að einhverjir lykilmenn fara. Það verður fyllt í þau skörð sem þarf að fylla í. Svo fá fleiri ungir strákar stórt tækifæri. Það eru tækifæri fólgin í því að fara niður. Þú getur leyft fleirum að fá sénsinn. Það er alveg öruggt.“ Stefnan sett beint upp Verkefnið í Lengjudeildinni á næsta tímabili er ærið og fékk Hermann að kynnast því með liði ÍBV á nýafstöðnu tímabili hversu erfið deildin er en aðeins efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina á meðan að liðið í öðru til fimmta sæti berjast um hitt lausa sætið sín á milli í umspili. „Þetta var skemmtileg deild í sumar og fyrirkomulagið vel heppnað. Þetta var lifandi alveg fram í síðustu umferð varðandi það hvaða lið færu í umspilið og hverjir færu beint upp. Allir að vinna alla og tína stig hvort af öðru. Það eru mörg sterk lið í þessari deild. Flest lið gera tilkall í að fara upp. Við vitum að það er ekkert gefið í þessu. Það mun gilda á næsta tímabili. Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir okkur, að koma okkur aftur upp.“ Hermann Hreiðarsson á hliðarlínunni sem þjálfari ÍBV á sínum tíma.Vísir/Hulda Margrét Og er það ekki stefnan að fara strax aftur upp í Bestu deildina? „Að sjálfsögðu. Stefnum beint að því að vinna deildina og koma okkur beint upp.“ Fer inn í hlýjuna Eyjamaðurinn Hermann hefur þá ímynd út á við að vera harður í horn að taka, hörkutöl og baráttujaxl sem virðist þrífast best í ekta íslenskum aðstæðum. Eins og frægt er orðið spilar HK sína heimaleiki inni í Kórnum sem fer misvel í aðila utan félagsins. Er það ekki dálítil andstaða við ímynd Hermanns að færa sig inn í hlýja loftið í Kórnum? „Jú,“ segir Hermann og hlær. „En aðstaðan er frábær. Nýtt gervigras og maður getur treyst á sömu aðstæður. Það er nú svolítið nýtt. Að þurfa ekki að taka tillit til veðursins fimm sinnum á dag. En vissulega æfum við úti líka. Þetta eru því ekki stórar breytingar. Það er höll í Vestmannaeyjum líka þótt hún sé bara hálf, en aðal breytingin er sú að við vitum að hverju við göngum á heimavelli á leikdegi. Það er mjög jákvætt að geta staðið við eitt plan.“
HK Lengjudeild karla Besta deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira