Erlent

Melania Trump af­þakkaði boð Jill Biden

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsetahjónin fagna sigri í forsetakosningunum í West Palm Beach á Flórída þann 6. nóvember síðastliðinn.
Forsetahjónin fagna sigri í forsetakosningunum í West Palm Beach á Flórída þann 6. nóvember síðastliðinn. Getty/Chip Somodevilla

Melania Trump, fyrrverandi og verðandi forsetafrú, ætlar ekki að fylgja Donald Trump eiginmanni sínum, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsið í dag. New York Times hefur eftir heimildarmanni með upplýsingar um ferðaplön forsetahjónanna verðandi.

Jill Biden forsetafrú hafði boðið frú Trump til hefðbundiðs samsætis forsetafrúnna á meðan Joe Biden forseti og Trump forseti funda í Hvíta húsinu. Melania Trump hafnaði boðinu.

Frú Trump fór sínar eigin leiðir oftar en einu sinni á fyrra kjörtímabili eiginmanns hennar í Hvíta húsinu á árunum 2017 til 2021. Ekkert hefur komið fram um plön hennar næstu fjögur árin. Trump verður settur í embætti forseta í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×