Le Pen og 24 félagar hennar í Þjóðfylkingunni hafa verið sakaðir um að misnota fé Evrópuþingsins, með því að ráða starfsfólk til starfa sem aðstoðarmenn á þinginu, sem í raun sinntu störfum fyrir Þjóðfylkinguna í Frakklandi.
Ef Le Pen verður fundin sek þýðir það að hún mun ekki geta boðið sig fram í forsetakosningunum í Frakklandi árið 2027, þar sem margir telja að hún gæti sigrað.
„Ég tel að ákæruvaldið vilji svipta frönsku þjóðina getuna til að kjósa þann sem hún vill,“ segir Le Pen.
Rannsókn á málinu hefur staðið yfir frá 2015 en Le Pen staðfastlega neitað sök. Hún hefur þó ekki getað svarað spurningum um það hvernig aðstoðarmennirnir voru valdir né hvaða verkefnum þeim var falið að sinna og meðal annars borið við minnisleysi.
Þjóðfylkingin hefur endurgreitt milljón evra vegna málsins en segir það ekki viðurkenningu á sekt.