Erlent

Um 800 milljónir manna í heiminum með sykur­sýki

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tíðni sykursýki í efnameiri ríkjum heims er mest í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Tíðni sykursýki í efnameiri ríkjum heims er mest í Bandaríkjunum og Bretlandi. Getty

Fjöldi þeirra sem eru með sykursýki hefur tvöfaldast á síðustu 30 árum og telur nú um 800 milljónir manna. Fjórtán prósent af fullorðnum er nú með sykursýki, samanborið við sjö prósent árið 1990.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem voru birtar í Lancet á dögunum.

Um er að ræða samstarfsverkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og NCD-RisC en rannsóknin náði til 140 milljón einstaklinga 18 ára og eldri og yfir þúsund rannsókna alls staðar að úr heiminum.

Meira en helmingur einstaklinga með sykursýki býr í fjórum löndum; Indlandi (212 milljónir), Kína (148 milljónir), Bandaríkjunum (42 milljónir) og Pakistan (36 milljónir). Þá er áætlað að 25 milljónir séu með sykursýki í Indónesíu og 22 milljónir í Brasilíu.

Dreifingin er afar misjöfn eftir ríkjum en í sumum ríkjum í Kyrrahafinu, Karabíska hafinu, Mið-Austurlöndum og Afríku er tíðnin um 25 prósent meðal fullorðinna á meðan hún er tvö til fimm prósent í ríkjum á borð við Danmörku, Frakkland og Spán.

Öldrun þjóða auk aukinnir tíðni offitu eru meðal þeirra þátta sem hafa stuðlað að fjölgun einstaklinga sem eiga á hættu að þróa með sér sykursýki týpu 2.

Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×