Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 13:15 Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Þessi mál snúa að sjálfbærni, ekki síst umhverfis- og loftslagsmálum. Sjálfbær þróun er ekki valkostur heldur nauðsyn til að tryggja velmegun fyrir okkur öll og kynslóðirnar sem á eftir koma. Um hvað snýst sjálfbærni? Sjálfbærni er lykilhugtak í samfélagi okkar í dag. Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbærni snýst um jafnvægi milli náttúru, samfélags og efnahags; þriggja stoða sem allar tengjast innbyrðis. Á fyrstu árum umræðunnar um sjálfbæra þróun var lögð áhersla á að stoðirnar þrjár væru allar jafn mikilvægar. Með aukinni þekkingu hefur orðið ljóst að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau endanlegu mörk sem vistkerfi jarðar setja okkur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og ofnýting þeirra raskar viðkvæmu jafnvægi vistkerfa og loftslags á jörðinni. Sjálfbærni snýst ekki bara um náttúru og umhverfismál. Hún felur líka í sér allir eigi jafnan rétt til mannsæmandi lífs og jafnan rétt til að vaxa og dafna í samfélagi manna. Tækifæri – ekki hindrun Nýverið hefur borið á þreytu og neikvæðum undirtóni í umræðunni um sjálfbærni, líkt og sjálfbærni feli aðeins í sér kostnað, m.a. vegna innleiðingar sjálfbærnireglugerða frá Evrópusambandinu. Þegar við lítum okkur nær, þá eru mun fleiri tækifæri en hindranir á sjálfbærnivegferðinni. Á Íslandi, þar sem frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hratt við sér, höfum við séð hvernig sjálfbærni getur skilað arði og skapað ný tækifæri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa til að mynda skipt olíu út fyrir umhverfisvænni orkugjafa og þannig bæði lækkað rekstrarkostnað og dregið úr umhverfisáhrifum. Viðskiptavinir sýna einnig meiri stuðning við fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni og í þessu felst styrkur neytenda til að hafa áhrif. Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsváin Það er mikilvægt að muna að náttúran hefur sínar takmarkanir og að ofnýting auðlinda mun magna þau umhverfisvandamál sem við stöndum nú þegar frammi fyrir, eins og loftslagsvána og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa sem aftur eru undirstaða velmegunar okkar. Til þeirra sækjum við þær auðlindir sem eru undirstöður samfélagsins, hvort sem um er að ræða fæðu sem við fáum frá vistkerfum lands og sjávar, hreint drykkjarvatn, byggingarefni í mannvirkjagerð eða lyf sem eiga uppruna sinn í náttúrunni. Einnig binda gróður og jarðvegur kolefni og vistkerfi í góðu ástandi hreinsa andrúmsloft og vatn. Setjum sjálfbærni á dagskrá Ríkisstjórnir hafa mest áhrif á lagalegt umhverfi og stefnumótun og slíkt krefst ábyrgðar og langtíma sýnar. Í kosningum höfum við áhrif á hverjir koma til með að bera þessa ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar. Við undirritaðar eigum bakgrunn í fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Báðar brennum við fyrir sjálfbærni og viljum að við sem þjóð horfum til framtíðar með hugrekki og ábyrgð að leiðarljósi, ekki bara fyrir Ísland – heldur allan heiminn. Við skorum á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis að setja sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál í forgang með því að setja fram stefnu sem endurspeglar framtíðarsýn okkar Íslendinga. Sjálfbærnivegferðin er ekki verkefni eins stjórnmálaflokks eða einstakra hagsmunahópa – hún er sameiginlegt verkefni okkar allra. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands og Eva Magnúsdóttir, eigandi og stefnumótunar og sjálfbærniráðgjafi hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfbærni Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Þessi mál snúa að sjálfbærni, ekki síst umhverfis- og loftslagsmálum. Sjálfbær þróun er ekki valkostur heldur nauðsyn til að tryggja velmegun fyrir okkur öll og kynslóðirnar sem á eftir koma. Um hvað snýst sjálfbærni? Sjálfbærni er lykilhugtak í samfélagi okkar í dag. Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbærni snýst um jafnvægi milli náttúru, samfélags og efnahags; þriggja stoða sem allar tengjast innbyrðis. Á fyrstu árum umræðunnar um sjálfbæra þróun var lögð áhersla á að stoðirnar þrjár væru allar jafn mikilvægar. Með aukinni þekkingu hefur orðið ljóst að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau endanlegu mörk sem vistkerfi jarðar setja okkur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og ofnýting þeirra raskar viðkvæmu jafnvægi vistkerfa og loftslags á jörðinni. Sjálfbærni snýst ekki bara um náttúru og umhverfismál. Hún felur líka í sér allir eigi jafnan rétt til mannsæmandi lífs og jafnan rétt til að vaxa og dafna í samfélagi manna. Tækifæri – ekki hindrun Nýverið hefur borið á þreytu og neikvæðum undirtóni í umræðunni um sjálfbærni, líkt og sjálfbærni feli aðeins í sér kostnað, m.a. vegna innleiðingar sjálfbærnireglugerða frá Evrópusambandinu. Þegar við lítum okkur nær, þá eru mun fleiri tækifæri en hindranir á sjálfbærnivegferðinni. Á Íslandi, þar sem frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hratt við sér, höfum við séð hvernig sjálfbærni getur skilað arði og skapað ný tækifæri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa til að mynda skipt olíu út fyrir umhverfisvænni orkugjafa og þannig bæði lækkað rekstrarkostnað og dregið úr umhverfisáhrifum. Viðskiptavinir sýna einnig meiri stuðning við fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni og í þessu felst styrkur neytenda til að hafa áhrif. Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsváin Það er mikilvægt að muna að náttúran hefur sínar takmarkanir og að ofnýting auðlinda mun magna þau umhverfisvandamál sem við stöndum nú þegar frammi fyrir, eins og loftslagsvána og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa sem aftur eru undirstaða velmegunar okkar. Til þeirra sækjum við þær auðlindir sem eru undirstöður samfélagsins, hvort sem um er að ræða fæðu sem við fáum frá vistkerfum lands og sjávar, hreint drykkjarvatn, byggingarefni í mannvirkjagerð eða lyf sem eiga uppruna sinn í náttúrunni. Einnig binda gróður og jarðvegur kolefni og vistkerfi í góðu ástandi hreinsa andrúmsloft og vatn. Setjum sjálfbærni á dagskrá Ríkisstjórnir hafa mest áhrif á lagalegt umhverfi og stefnumótun og slíkt krefst ábyrgðar og langtíma sýnar. Í kosningum höfum við áhrif á hverjir koma til með að bera þessa ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar. Við undirritaðar eigum bakgrunn í fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Báðar brennum við fyrir sjálfbærni og viljum að við sem þjóð horfum til framtíðar með hugrekki og ábyrgð að leiðarljósi, ekki bara fyrir Ísland – heldur allan heiminn. Við skorum á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis að setja sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál í forgang með því að setja fram stefnu sem endurspeglar framtíðarsýn okkar Íslendinga. Sjálfbærnivegferðin er ekki verkefni eins stjórnmálaflokks eða einstakra hagsmunahópa – hún er sameiginlegt verkefni okkar allra. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands og Eva Magnúsdóttir, eigandi og stefnumótunar og sjálfbærniráðgjafi hjá Podium ehf.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun