Samfélagsmiðlar hafa verið stór vettvangur fyrir íþróttafélög heimsins og nauðsynlegur vettvangur fyrir þau til að vekja athygli á sér og sínum auk þess að auglýsa leiki og viðburði.
Þýska fótboltafélagið St. Pauli hefur nú tekið þá ákvörðun að yfirgefa X-ið og hafa forráðamenn félagsins við það tilefni kallað miðilinn „hatursvél“. Félagið er frá Hamborg.
Kaup Elon Musk á X-inu hefur visslega opnað dyrnar fyrir allskonar ósóma og nær allt eftirlit heyrir nú sögunni til. Hatursræða, öfgaskoðanir, samsæriskenningar og rasismi hafa flætt um samfélagsmiðilinn sem aldrei fyrr.
Guardian fjallar um ákvörðun St. Pauli félagsins en Guardian er hætt að deila efni sínu á X-inu.
St. Pauli yfirgaf ekki aðeins X-ið heldur hefur einnig kvatt stuðningsmenn félagsins frekar til að nota frekar Bluesky sem er svipaður vettvangur á netinu.
St. Pauli var með yfir 250 þúsund fylgjendur á X-inu. Félagið ákvað að eyðileggja ekki X-reikning félagsins heldur mun hann vera til staðar sem söguleg heimild. Fleiri færslur munu hins vegar ekki koma það inn.
Félagið hafði einnig rætt málin við meðlimi sína áður en þessi ákvörðun var tekin.
Það verður fróðlegt að sjá hvort fleiri félög bætist í hópinn og hvort að Bluesky taki í framhaldinu mikinn vaxtarkipp.
St. Pauli spilar í þýsku bundesligunni í vetur eftir að haga komist upp úr b-deildinni í fyrra.