Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar 15. nóvember 2024 10:16 Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð. Willum Þór hefur lagt sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, sem er mikilvægur liður í að koma í veg fyrir og draga úr alvarlegum afleiðingum geðræns vanda. Með þessari áherslu hefur geðheilbrigðiskerfið orðið aðgengilegra og móttækilegra fyrir börn og ungmenni, hópa sem þurfa á verndandi umgjörð að halda. Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur ný stefna í geðheilbrigðismálum verið samþykkt, árið 2022. Höfuðáherslur stefnunnar eru forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræn, samþætt og notendamiðuð þjónusta, notendasamráð, nýsköpun og bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Þá til þess að framfylgja stefnunni var í kjölfarið samþykkt aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 sem unnið eftir. Hún felur í sér fjölmargar aðgerðir fyrir geðheilbrigðisþjónustu á ýmsum stigum lífsins, með það að markmiði að ná utan um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Willum hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Í október 2022 staðfesti hann nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sem miðar að því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa. Samningurinn nær til meðferðar við vægum og meðal alvarlegum kvíða og þunglyndi, auk alvarlegra geð-, hegðunar- og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Þessi samningur gerir einnig ráð fyrir möguleikanum á fjarheilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jafnara aðgengi óháð staðsetningu. Til að tryggja að sálfræðiþjónustan sé aðgengileg óháð efnahag hefur ráðherra aukið fjárframlög til samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Auk þess hefur sálfræðingum á heilsugæslum verið fjölgað umtalsvert og sett hafa verið á laggirnar sérstök geðheilsuteymi á heilsugæslum. Þá hefur Willum einnig stuðlað að því að stórefla samhæfingu á milli heilbrigðisstofnana og skóla til að tryggja að ungmenni njóti samfellu í þjónustu. Sérstök átaksverkefni til að efla geðrækt og forvarnir innan skólakerfisins hafa verið hluti af þessari framtíðarsýn, með það að markmiði að efla þekkingu og stuðla að betri geðheilsu snemma í lífi einstaklinga. Auk þessa var nýlega samþykktur sérstakur tónlistarsamningur sem er ætlað að stuðla að geðrækt og vellíðan með tónlistarviðburðum fyrir þá sem eru í meðferð eða á stofnunum vegna geðheilbrigðisvanda. Samningurinn er liður í að nýta skapandi leiðir til að bæta geðheilsu og styrkja bataferli með því að gefa skjólstæðingum færi á að njóta tónlistar sem hluta af meðferðarúrræðum. Þessu til viðbótar hefur verið tekin ákvörðun um að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans verði flutt úr núverandi byggingum í nýtt húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur, með það að markmiði að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar. Þá voru tekin mikilvæg skref með stofnun Geðráðs, samráðsvettvangs um geðheilbrigðismál, sem hefur reynst dýrmætur vettvangur fyrir samræður milli fagfólks, notenda þjónustunnar, aðstandenda og annarra hagaðila. Markmið Geðráðs er að stuðla að markvissri þróun geðheilbrigðismála með því að tryggja aukið samstarf og sameiginlega sýn. Framsókn hefur sýnt metnað til að halda áfram á þessari braut og áréttar að geðheilbrigðismál eru forgangsverkefni sem krefjast áframhaldandi vinnu og samstöðu. Verkefnið er ærið, og er hvergi nærri lokið. Að búa til umhverfi þar sem einstaklingar geta leitað sér hjálpar án hindrana, þar sem stuðningur er tryggður á öllum stigum, og þar sem samfélagið stendur saman um að efla geðheilsu, er áskorun sem Framsókn tekur alvarlega. Willum hefur þegar lagt sterkan grunn, en Framsókn er rétt að byrja – og það er von okkar allra að þetta sé aðeins upphafið að enn meiri framþróun í þjónustunni í þágu allra landsmanna. Höfundur skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð. Willum Þór hefur lagt sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, sem er mikilvægur liður í að koma í veg fyrir og draga úr alvarlegum afleiðingum geðræns vanda. Með þessari áherslu hefur geðheilbrigðiskerfið orðið aðgengilegra og móttækilegra fyrir börn og ungmenni, hópa sem þurfa á verndandi umgjörð að halda. Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur ný stefna í geðheilbrigðismálum verið samþykkt, árið 2022. Höfuðáherslur stefnunnar eru forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræn, samþætt og notendamiðuð þjónusta, notendasamráð, nýsköpun og bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Þá til þess að framfylgja stefnunni var í kjölfarið samþykkt aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 sem unnið eftir. Hún felur í sér fjölmargar aðgerðir fyrir geðheilbrigðisþjónustu á ýmsum stigum lífsins, með það að markmiði að ná utan um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Willum hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Í október 2022 staðfesti hann nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sem miðar að því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa. Samningurinn nær til meðferðar við vægum og meðal alvarlegum kvíða og þunglyndi, auk alvarlegra geð-, hegðunar- og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Þessi samningur gerir einnig ráð fyrir möguleikanum á fjarheilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jafnara aðgengi óháð staðsetningu. Til að tryggja að sálfræðiþjónustan sé aðgengileg óháð efnahag hefur ráðherra aukið fjárframlög til samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Auk þess hefur sálfræðingum á heilsugæslum verið fjölgað umtalsvert og sett hafa verið á laggirnar sérstök geðheilsuteymi á heilsugæslum. Þá hefur Willum einnig stuðlað að því að stórefla samhæfingu á milli heilbrigðisstofnana og skóla til að tryggja að ungmenni njóti samfellu í þjónustu. Sérstök átaksverkefni til að efla geðrækt og forvarnir innan skólakerfisins hafa verið hluti af þessari framtíðarsýn, með það að markmiði að efla þekkingu og stuðla að betri geðheilsu snemma í lífi einstaklinga. Auk þessa var nýlega samþykktur sérstakur tónlistarsamningur sem er ætlað að stuðla að geðrækt og vellíðan með tónlistarviðburðum fyrir þá sem eru í meðferð eða á stofnunum vegna geðheilbrigðisvanda. Samningurinn er liður í að nýta skapandi leiðir til að bæta geðheilsu og styrkja bataferli með því að gefa skjólstæðingum færi á að njóta tónlistar sem hluta af meðferðarúrræðum. Þessu til viðbótar hefur verið tekin ákvörðun um að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans verði flutt úr núverandi byggingum í nýtt húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur, með það að markmiði að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar. Þá voru tekin mikilvæg skref með stofnun Geðráðs, samráðsvettvangs um geðheilbrigðismál, sem hefur reynst dýrmætur vettvangur fyrir samræður milli fagfólks, notenda þjónustunnar, aðstandenda og annarra hagaðila. Markmið Geðráðs er að stuðla að markvissri þróun geðheilbrigðismála með því að tryggja aukið samstarf og sameiginlega sýn. Framsókn hefur sýnt metnað til að halda áfram á þessari braut og áréttar að geðheilbrigðismál eru forgangsverkefni sem krefjast áframhaldandi vinnu og samstöðu. Verkefnið er ærið, og er hvergi nærri lokið. Að búa til umhverfi þar sem einstaklingar geta leitað sér hjálpar án hindrana, þar sem stuðningur er tryggður á öllum stigum, og þar sem samfélagið stendur saman um að efla geðheilsu, er áskorun sem Framsókn tekur alvarlega. Willum hefur þegar lagt sterkan grunn, en Framsókn er rétt að byrja – og það er von okkar allra að þetta sé aðeins upphafið að enn meiri framþróun í þjónustunni í þágu allra landsmanna. Höfundur skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun