Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Siggeir Ævarsson skrifar 17. nóvember 2024 21:02 Barbara Ola Zienieweska átti góðan leik fyrir Aþenu í kvöld. Vísir/Anton Brink Aþena vann góðan sex stiga sigur á Val þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í kvöld. Þetta er annar sigur Aþenu á tímabilinu. Nýliðar Aþenu tóku á móti Valskonum í Austurbergi í kvöld en fyrir leikinn höfðu heimakonur tapað fjórum leikjum í röð. Þær náðu að sigla öðrum sigri vetursins heim að lokum og jafna þar með Val að stigum í deildinni, sem og Þór og Stjörnuna. Hlé hefur verið á deildinni vegna landsleikja en Brynjar Karl, þjálfari Aþenu, tók hléið alla leið og fór í langt frí frá æfingum með liðinu, eins og kom fram í viðtali fyrir leikinn. Valskonur voru án miðherjans Ástu Júlíu Grímsdóttur sem er með rifinn liðþófa og söknuðu hennar greinilega í teignum. Þá var þjálfari liðsins, Jamil Abiad, einnig fjarri góðu gamni þar sem atvinnuleyfi hans er útrunnið. Valskonur fóru engu að síður betur af stað og leiddu með þremur stigum, 20-23, eftir fyrsta leikhlutann. Aþena var fyrst og fremst að skora eftir sóknarfráköst í byrjun en sóknin fór að flæða betur eftir því sem leið á hálfleikinn. Þær voru duglegar að mata hina hávöxnu Lynn Peters í teignum og þá opnaðist einnig fyrir skotin fyrir utan en Aþena leiddi í hálfleik 45-37. Á þeim tímapunkti var í raun aðeins einn leikmaður Vals að skora eitthvað af viti, en Alyssa Cerino var komin með 22 stig í hálfleik. Heimakonur lentu í töluverðum villuvandræðum í seinni hálfleik en Valskonur voru komnar í bónus þegar 6:57 voru eftir af leikhlutanum. Þær náðu að minnka muninn í fjögur stig en þá kom góður kafli hjá Aþenu þar sem þær ýttu muninum aftur upp í tíu stig. Sóknarleikur Aþenu var virkilega stirður í fjóra leikhluta en þær sluppu fyrir horn í lokin og munaði þar ekki síst um tvær stórar körfu í teignum frá Lynn Peters þegar munurinn var kominn niður í þrjú stig. Lokatölur í Breiðholtinu 70-64 og annar sigur Aþenu í deildinni staðreynd. Atvik leiksins Ajulu Obur Thatha lét ekkert fyrir sér fara sóknarlega í kvöld en undir lok þriðja leikhluta, þegar Valskonur voru að hlaða í áhlaup bauð hún upp á tilþrif kvöldsins þegar hún hoppaði nánast hæð sína og hafnaði skoti Alexöndru Sverrisdóttur með miklum tilþrifum. Stjörnur og skúrkar Liðsheildin var í aðalhlutverki hjá Aþenu í kvöld og dreifðust stigin vel á milli leikmanna. Barbara Ola Zienieweska endaði þó stigahæst með 16 stig en maður leiksins var klárlega Lynn Peters sem skoraði nánast alltaf þegar hún fékk boltann í teignum og skoraði fjögur mikilvæg stig í lokin þegar Valskonur gerðu sig líklegrar til að ræna sigrinum. Tólf stig frá henni í kvöld. Hjá Val var Alyssa Cerino allt í öllu með tæpan helming stiga liðsins, 27 af 64. Aðrir leikmenn þurfa aðeins að girða í brók og setja niður opin sniðskot og víti en vítanýting liðsins var aðeins 65 prósent í kvöld. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru þeir Davíð Tómas Tómasson, Birgir Örn Hjörvarsson og Daníel Steingrímsson. Þeir dæmdu mikið af villum á Aþenu en undirrituðum þótti þó á hvorugt liðið halla og frammistaða þeirra í kvöld fær fyrstu einkunn. Stemming og umgjörð Umgjörðin í Austurbergi, í Unbroken höllinni, var til fyrirmyndar. Mikið líf í húsinu og bara boðið upp á „holla“ valkosti í sjoppunni sem er virðingarvert framtak á þessum síðustu og verstu tímum sykurvæðingar sem tröllríður öllu samfélaginu. Þá var ágætlega mætt í stúkuna og bættist bara í eftir því sem leið á leikinn. Viðtöl „Við hittum ekki rassgat“ Margrét Ósk Einarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stýrði liðinu í kvöld í fjarveru Jamil Abiad. Valur var að elta meira og minna allan leikinn og náðu aldrei að brúa bilið aftur eftir að Aþena komst í forystu í öðrum leikhluta. En hittnin var að lokum það sem reið baggamuninn. „Svo hittum við bara ekki einu sinni úr „lay-up-i“ sko. Sem er bara ógeðslega þreytandi. En það gerist og maður þarf bara að setja næsta. En þegar næsta fer ekki ofan í og ekki þar næsta þá er þetta orðið helvíti erfitt. Svo erum við að klikka úr níu mikilvægum vítum. Það er eiginlega bara munurinn, við hittum ekki rassgat. Afsakið orðbragðið.“ Valskonur komust í bónus í öðrum leikhluta þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af honum. Það má leiða að því líkur að betri nýting á línunni þá hefði gjörbreytt leiknum. „Það er svolítið svoleiðis. Enda réðumst við á hringinn og vorum að fá víti og vorum að fá fullt af tækifærum til að jafna leikinn og fengum tækifæri til að minnka þetta í þrjú, en það var bara of lítið eftir. Ef eitt, tvö „lay-up“ hefðu farið ofan í og kannski fimm víti, þá hefði þetta verið fínt.“ Frammistöðu Vals sóknarlega má kannski kjarna í því að einn leikmaður skoraði tæpan helming stiga liðsins. Þær þurfa væntanlega framlög úr fleiri áttum. „Klárlega, og dreifa boltanum aðeins fyrr. Ég var að reyna að ýta á það, að við séum að hreyfa boltann. Hreyfa vörnina þeirra. Þær eru stórar og sterkar. Við náum að halda þeim í átta stigum eftir fráköst og það var bara í fyrsta leikhluta. Þannig að við gerðum fullt vel en þessi „lay-up“ og þessi víti. Ég mun ekki geta sofið yfir þessu.“ Það er nokkuð ljóst að liðið saknar þess töluvert að hafa ekki Ástu Júlíu Grímsdóttur í teignum. „Klárlega. Þær gerðu vel í teignum, ég ætla bara að gefa þeim það. Íslenski kjarninn sem við erum með þarf að stíga upp í stigaskori og þegar þær fá tækifæri til að setja sniðskot þá geri ég ráð fyrir að þau fari ofan í. Það er eitthvað sem við getum lagað, það er bara sjálfstraust og eitthvað sem við þurfum að byggja ofan á.“ „Það er vont að vera ekki með Ástu í vörninni fyrir aftan mann, ég þekki það bara sjálf. Við þurfum að finna einhverja lausn á því. Við mætum Stjörnunni næst og þær eru með eina stóra. Þannig að við þurfum að skoða þetta og sjá hvað við getum gert betur.“ Bónus-deild kvenna Aþena Valur
Aþena vann góðan sex stiga sigur á Val þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í kvöld. Þetta er annar sigur Aþenu á tímabilinu. Nýliðar Aþenu tóku á móti Valskonum í Austurbergi í kvöld en fyrir leikinn höfðu heimakonur tapað fjórum leikjum í röð. Þær náðu að sigla öðrum sigri vetursins heim að lokum og jafna þar með Val að stigum í deildinni, sem og Þór og Stjörnuna. Hlé hefur verið á deildinni vegna landsleikja en Brynjar Karl, þjálfari Aþenu, tók hléið alla leið og fór í langt frí frá æfingum með liðinu, eins og kom fram í viðtali fyrir leikinn. Valskonur voru án miðherjans Ástu Júlíu Grímsdóttur sem er með rifinn liðþófa og söknuðu hennar greinilega í teignum. Þá var þjálfari liðsins, Jamil Abiad, einnig fjarri góðu gamni þar sem atvinnuleyfi hans er útrunnið. Valskonur fóru engu að síður betur af stað og leiddu með þremur stigum, 20-23, eftir fyrsta leikhlutann. Aþena var fyrst og fremst að skora eftir sóknarfráköst í byrjun en sóknin fór að flæða betur eftir því sem leið á hálfleikinn. Þær voru duglegar að mata hina hávöxnu Lynn Peters í teignum og þá opnaðist einnig fyrir skotin fyrir utan en Aþena leiddi í hálfleik 45-37. Á þeim tímapunkti var í raun aðeins einn leikmaður Vals að skora eitthvað af viti, en Alyssa Cerino var komin með 22 stig í hálfleik. Heimakonur lentu í töluverðum villuvandræðum í seinni hálfleik en Valskonur voru komnar í bónus þegar 6:57 voru eftir af leikhlutanum. Þær náðu að minnka muninn í fjögur stig en þá kom góður kafli hjá Aþenu þar sem þær ýttu muninum aftur upp í tíu stig. Sóknarleikur Aþenu var virkilega stirður í fjóra leikhluta en þær sluppu fyrir horn í lokin og munaði þar ekki síst um tvær stórar körfu í teignum frá Lynn Peters þegar munurinn var kominn niður í þrjú stig. Lokatölur í Breiðholtinu 70-64 og annar sigur Aþenu í deildinni staðreynd. Atvik leiksins Ajulu Obur Thatha lét ekkert fyrir sér fara sóknarlega í kvöld en undir lok þriðja leikhluta, þegar Valskonur voru að hlaða í áhlaup bauð hún upp á tilþrif kvöldsins þegar hún hoppaði nánast hæð sína og hafnaði skoti Alexöndru Sverrisdóttur með miklum tilþrifum. Stjörnur og skúrkar Liðsheildin var í aðalhlutverki hjá Aþenu í kvöld og dreifðust stigin vel á milli leikmanna. Barbara Ola Zienieweska endaði þó stigahæst með 16 stig en maður leiksins var klárlega Lynn Peters sem skoraði nánast alltaf þegar hún fékk boltann í teignum og skoraði fjögur mikilvæg stig í lokin þegar Valskonur gerðu sig líklegrar til að ræna sigrinum. Tólf stig frá henni í kvöld. Hjá Val var Alyssa Cerino allt í öllu með tæpan helming stiga liðsins, 27 af 64. Aðrir leikmenn þurfa aðeins að girða í brók og setja niður opin sniðskot og víti en vítanýting liðsins var aðeins 65 prósent í kvöld. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru þeir Davíð Tómas Tómasson, Birgir Örn Hjörvarsson og Daníel Steingrímsson. Þeir dæmdu mikið af villum á Aþenu en undirrituðum þótti þó á hvorugt liðið halla og frammistaða þeirra í kvöld fær fyrstu einkunn. Stemming og umgjörð Umgjörðin í Austurbergi, í Unbroken höllinni, var til fyrirmyndar. Mikið líf í húsinu og bara boðið upp á „holla“ valkosti í sjoppunni sem er virðingarvert framtak á þessum síðustu og verstu tímum sykurvæðingar sem tröllríður öllu samfélaginu. Þá var ágætlega mætt í stúkuna og bættist bara í eftir því sem leið á leikinn. Viðtöl „Við hittum ekki rassgat“ Margrét Ósk Einarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stýrði liðinu í kvöld í fjarveru Jamil Abiad. Valur var að elta meira og minna allan leikinn og náðu aldrei að brúa bilið aftur eftir að Aþena komst í forystu í öðrum leikhluta. En hittnin var að lokum það sem reið baggamuninn. „Svo hittum við bara ekki einu sinni úr „lay-up-i“ sko. Sem er bara ógeðslega þreytandi. En það gerist og maður þarf bara að setja næsta. En þegar næsta fer ekki ofan í og ekki þar næsta þá er þetta orðið helvíti erfitt. Svo erum við að klikka úr níu mikilvægum vítum. Það er eiginlega bara munurinn, við hittum ekki rassgat. Afsakið orðbragðið.“ Valskonur komust í bónus í öðrum leikhluta þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af honum. Það má leiða að því líkur að betri nýting á línunni þá hefði gjörbreytt leiknum. „Það er svolítið svoleiðis. Enda réðumst við á hringinn og vorum að fá víti og vorum að fá fullt af tækifærum til að jafna leikinn og fengum tækifæri til að minnka þetta í þrjú, en það var bara of lítið eftir. Ef eitt, tvö „lay-up“ hefðu farið ofan í og kannski fimm víti, þá hefði þetta verið fínt.“ Frammistöðu Vals sóknarlega má kannski kjarna í því að einn leikmaður skoraði tæpan helming stiga liðsins. Þær þurfa væntanlega framlög úr fleiri áttum. „Klárlega, og dreifa boltanum aðeins fyrr. Ég var að reyna að ýta á það, að við séum að hreyfa boltann. Hreyfa vörnina þeirra. Þær eru stórar og sterkar. Við náum að halda þeim í átta stigum eftir fráköst og það var bara í fyrsta leikhluta. Þannig að við gerðum fullt vel en þessi „lay-up“ og þessi víti. Ég mun ekki geta sofið yfir þessu.“ Það er nokkuð ljóst að liðið saknar þess töluvert að hafa ekki Ástu Júlíu Grímsdóttur í teignum. „Klárlega. Þær gerðu vel í teignum, ég ætla bara að gefa þeim það. Íslenski kjarninn sem við erum með þarf að stíga upp í stigaskori og þegar þær fá tækifæri til að setja sniðskot þá geri ég ráð fyrir að þau fari ofan í. Það er eitthvað sem við getum lagað, það er bara sjálfstraust og eitthvað sem við þurfum að byggja ofan á.“ „Það er vont að vera ekki með Ástu í vörninni fyrir aftan mann, ég þekki það bara sjálf. Við þurfum að finna einhverja lausn á því. Við mætum Stjörnunni næst og þær eru með eina stóra. Þannig að við þurfum að skoða þetta og sjá hvað við getum gert betur.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti