Valsliðið vann leikinn á endanum með tíu marka mun, 33-23 eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 15-9.
Valsliðið byrjaði daginn i fimmta sætinu en þessi tvö stig skiluðu Valsmönnum upp fyrir Fram og Hauka og upp í þriðja sæti deildarinnar.
Valsmenn hafa nú unnið sex af síðustu sjö deildarleikjum og en þeir hafa ekki tapað deildarleik síðan í september.
Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur með sjö mörk en Ísak Gústafsson skoraði fimm mörk. Magnús Óli Magnússon gaf sjö stoðsendingar auk þess að skora þrjú mörk.
Ágúst Guðmundsson og Andri Þór Helgason voru markahæstir hjá HK með fimm mörk hvor.
Hk-liðið er áfram í næstneðsta sæti með fimm stig í tíu leikjum.