Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 07:01 Á því er ekki nokkur vafi að nýsköpun á sviði heilbrigðismála getur létt á álagi á opinbera heilbrigðiskerfinu og starfsmönnum þess auk þess að stórbæta þjónustu til landsmanna. Raunin er þó sú að nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hafa mætt viðvarandi hindrunum undanfarin ár af hálfu opinberra stofnana - þá sérstaklega embætti Landlæknis. Það skýtur því vægast sagt skökku við að Samfylkingin tefli landlækni fram í oddvitasæti og kynni sig sem flokk með „útspil“ um öruggt heilbrigðiskerfi, á meðan dæmin sýna að aðgangshindranir og einokun hafa ráðið för sem þvert á móti vegur að öryggi heilbrigðiskerfisins. Embætti landlæknis hefur nýlega synjað fyrirtækjunum Greenfit og Intuens um leyfi til að bjóða nýjungar í þjónustu til landsmanna, þ.e. blóðmælingar og myndgreiningu án sérstakrar tilvísunar frá lækni, með rökum um mögulegan heilsukvíða einstaklinga og mögulegt falskt öryggi. Þannig telur sá landlæknir (sem nú hefur tekið sér leyfi frá störfum á meðan framboði fyrir Samfylkingunni er sinnt) að einstaklingar eigi ekki að hafa sjálfir frelsi eða ákvörðunarrétt til að afla fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt fyrir landlækni að endurskoða þessar ákvarðanir sínar sökum þess að þær séu of íþyngjandi og brjóti í bága við lög. Heilbrigðiskerfi í fjötrum Markaðurinn fyrir heilbrigðistækni á Íslandi afar einsleitur, einkum og sér í lagi vegna ofangreindrar afstöðu Landlæknis. Tímamótaúrskurður kærunefndar útboðsmála árið 2022 sýndi fram á að embætti Landlæknis hafi átt milljarða viðskipti við einn einkaaðila á markaði án útboðs í langan tíma. Þau viðskipti hafa valdið tortryggni og skapað hindranir fyrir ný fyrirtæki að bjóða fram sínar lausnir. Embætti landlæknis lét þó ekki staðar numið og stefndi nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dómstóla til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt. Aðgerðir landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum og í þágu sérhagsmunaaðila - eru skaðlegar fyrir samkeppni, heilbrigðiskerfið og öryggi þess, auk ríkissjóðs. Kemur því ekki á óvart að aðgangshindranir landlæknis undanfarin ár hafi verið kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Til að nýsköpun nái að blómstra þarf móttækilegt kerfi sem stuðlar að auknu aðgengi nýrra lausna en ekki bannað þær. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en hún er nýsköpunarstyrkur og með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Við eigum að grípa þau tækifæri sem fylgja nýjum lausnum og tækninni sem getur bætt starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og þjónusta við sjúklinga og annarra verður betri. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að bættu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði heilbrigðismála, með hagsmuni og heilsufar allra landsmanna að leiðarljósi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á því er ekki nokkur vafi að nýsköpun á sviði heilbrigðismála getur létt á álagi á opinbera heilbrigðiskerfinu og starfsmönnum þess auk þess að stórbæta þjónustu til landsmanna. Raunin er þó sú að nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hafa mætt viðvarandi hindrunum undanfarin ár af hálfu opinberra stofnana - þá sérstaklega embætti Landlæknis. Það skýtur því vægast sagt skökku við að Samfylkingin tefli landlækni fram í oddvitasæti og kynni sig sem flokk með „útspil“ um öruggt heilbrigðiskerfi, á meðan dæmin sýna að aðgangshindranir og einokun hafa ráðið för sem þvert á móti vegur að öryggi heilbrigðiskerfisins. Embætti landlæknis hefur nýlega synjað fyrirtækjunum Greenfit og Intuens um leyfi til að bjóða nýjungar í þjónustu til landsmanna, þ.e. blóðmælingar og myndgreiningu án sérstakrar tilvísunar frá lækni, með rökum um mögulegan heilsukvíða einstaklinga og mögulegt falskt öryggi. Þannig telur sá landlæknir (sem nú hefur tekið sér leyfi frá störfum á meðan framboði fyrir Samfylkingunni er sinnt) að einstaklingar eigi ekki að hafa sjálfir frelsi eða ákvörðunarrétt til að afla fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt fyrir landlækni að endurskoða þessar ákvarðanir sínar sökum þess að þær séu of íþyngjandi og brjóti í bága við lög. Heilbrigðiskerfi í fjötrum Markaðurinn fyrir heilbrigðistækni á Íslandi afar einsleitur, einkum og sér í lagi vegna ofangreindrar afstöðu Landlæknis. Tímamótaúrskurður kærunefndar útboðsmála árið 2022 sýndi fram á að embætti Landlæknis hafi átt milljarða viðskipti við einn einkaaðila á markaði án útboðs í langan tíma. Þau viðskipti hafa valdið tortryggni og skapað hindranir fyrir ný fyrirtæki að bjóða fram sínar lausnir. Embætti landlæknis lét þó ekki staðar numið og stefndi nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dómstóla til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt. Aðgerðir landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum og í þágu sérhagsmunaaðila - eru skaðlegar fyrir samkeppni, heilbrigðiskerfið og öryggi þess, auk ríkissjóðs. Kemur því ekki á óvart að aðgangshindranir landlæknis undanfarin ár hafi verið kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Til að nýsköpun nái að blómstra þarf móttækilegt kerfi sem stuðlar að auknu aðgengi nýrra lausna en ekki bannað þær. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en hún er nýsköpunarstyrkur og með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Við eigum að grípa þau tækifæri sem fylgja nýjum lausnum og tækninni sem getur bætt starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og þjónusta við sjúklinga og annarra verður betri. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að bættu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði heilbrigðismála, með hagsmuni og heilsufar allra landsmanna að leiðarljósi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun