Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð Eiður Þór Árnason og Telma Tómasson skrifa 16. nóvember 2024 13:40 Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir von á frekari breytingum fram að kosningum. Vísir/Stöð 2 Viðreisn heldur áfram að auka fylgi sitt á meðan Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lækka flugið. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Maskínu, Gallups og Prósents sem birtar hafa verið síðustu daga. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir erfitt að spá fyrir um hvort þessi þróun haldi áfram. „Eins og við þekkjum í stjórnmálunum þá geta hlutirnir breyst á ógnarhraða. Við sáum snemma á kjörtímabilinu að Samfylkingin rauk upp og hefur verið að mælast með mikið fylgi og það er kannski viðbúið að það gefi aðeins eftir á lokametrunum,“ sagði Hafsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fylgisaukning Viðreisnar að undanförnu sé mögulega merki um að kosningabaráttan spilist nokkuð vel fyrir flokkinn. Viðreisn hafi keppinaut til hægri við sig á hinum hefðbundna pólitíska ás í Sjálfstæðisflokknum og til vinstri í Samfylkingunni. Báðir flokkar hafi verið að gefa aðeins eftir. Ólík aðferðafræði geti skýrt mun milli fyrirtækja Það vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins er heldur misjafnt milli kannanna Maskínu, Prósents og Gallups. „Það spilar alveg áreiðanlega mikið inn í gagnaöflunartíminn. Vegna þess að við erum að sjá þessa hröðu uppsveiflu hjá Viðreisn. Ef við söfnum gögnum yfir tveggja vikna tímabil þá getur verið að það sé erfitt að ná hröðum sveiflum sem eru að gerast á skömmum tíma,“ segir Hafsteinn. Gallup safnaði svörum fyrir nýjustu könnun sína yfir lengra tímabil samanborið við Maskínu og Prósent. „Síðan getur verið aðferðarfræðilegur munur á milli fyrirtækja. Það er að segja hvernig er safnað í hópinn sem er valinn í úrtakið. Hvernig er viktað fyrir gögnum og svoleiðis, þannig það getur verið samspil margra ólíkra þátta. En á lokametrum kosningabaráttunnar þá megum við gera ráð fyrir snörpum breytingum og þá er gott að hafa reglulegar kannanir.“ Hafsteinn segir erfitt að segja til um hversu mikil áhrif einstaka mál sem eru áberandi í umræðunni hverju sinni hafi á fylgið. Á Íslandi sé við lýði fjölflokkakerfi og dæmi um að margir kjósendur geti hugsað sér að kjósa fleiri en einn flokk og færi sig á milli þeirra eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Þetta getur verið ein af skýringum á því að fylgið er á fleygiferð þessi misserin.“ Þetta sé til að mynda mjög ólíkt því sem sést í Bandaríkjunum þar sem tveir stórir flokkar sópa til sín fylginu í tvíflokkakerfi og erfitt sé fyrir fólk að færa sig á milli þeirra. Hafsteinn leggur að lokum áherslu á að um sé að ræða viðhorfskannanir en ekki niðurstöður kosninga og fylgismælingar komi líklega til með að breytast enn frekar fram að kosningum. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
„Eins og við þekkjum í stjórnmálunum þá geta hlutirnir breyst á ógnarhraða. Við sáum snemma á kjörtímabilinu að Samfylkingin rauk upp og hefur verið að mælast með mikið fylgi og það er kannski viðbúið að það gefi aðeins eftir á lokametrunum,“ sagði Hafsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fylgisaukning Viðreisnar að undanförnu sé mögulega merki um að kosningabaráttan spilist nokkuð vel fyrir flokkinn. Viðreisn hafi keppinaut til hægri við sig á hinum hefðbundna pólitíska ás í Sjálfstæðisflokknum og til vinstri í Samfylkingunni. Báðir flokkar hafi verið að gefa aðeins eftir. Ólík aðferðafræði geti skýrt mun milli fyrirtækja Það vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins er heldur misjafnt milli kannanna Maskínu, Prósents og Gallups. „Það spilar alveg áreiðanlega mikið inn í gagnaöflunartíminn. Vegna þess að við erum að sjá þessa hröðu uppsveiflu hjá Viðreisn. Ef við söfnum gögnum yfir tveggja vikna tímabil þá getur verið að það sé erfitt að ná hröðum sveiflum sem eru að gerast á skömmum tíma,“ segir Hafsteinn. Gallup safnaði svörum fyrir nýjustu könnun sína yfir lengra tímabil samanborið við Maskínu og Prósent. „Síðan getur verið aðferðarfræðilegur munur á milli fyrirtækja. Það er að segja hvernig er safnað í hópinn sem er valinn í úrtakið. Hvernig er viktað fyrir gögnum og svoleiðis, þannig það getur verið samspil margra ólíkra þátta. En á lokametrum kosningabaráttunnar þá megum við gera ráð fyrir snörpum breytingum og þá er gott að hafa reglulegar kannanir.“ Hafsteinn segir erfitt að segja til um hversu mikil áhrif einstaka mál sem eru áberandi í umræðunni hverju sinni hafi á fylgið. Á Íslandi sé við lýði fjölflokkakerfi og dæmi um að margir kjósendur geti hugsað sér að kjósa fleiri en einn flokk og færi sig á milli þeirra eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Þetta getur verið ein af skýringum á því að fylgið er á fleygiferð þessi misserin.“ Þetta sé til að mynda mjög ólíkt því sem sést í Bandaríkjunum þar sem tveir stórir flokkar sópa til sín fylginu í tvíflokkakerfi og erfitt sé fyrir fólk að færa sig á milli þeirra. Hafsteinn leggur að lokum áherslu á að um sé að ræða viðhorfskannanir en ekki niðurstöður kosninga og fylgismælingar komi líklega til með að breytast enn frekar fram að kosningum.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59