Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 14:02 Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu. Eldra fólk á í erfiðleikum með að minnka við sig þar sem fáir kaupendur eru að stærri eignum í núverandi ástandi. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkana á fasteignaverði. Framboðsskortur lóða hefur tvöföld áhrif, annars vegar veldur hann hærri byggingarkostnaði í formi lóðaverðs á almennum markaði sem hækkar söluverð íbúða og hins vegar skapast ástand þar sem fleiri kaupendur eru en magn íbúða til sölu sem hækkar fasteignaverðið enn meira. Þessi stefna borgarstjórnarflokkanna hefur verið stór áhrifavaldur í viðvarandi verðbólguástandi síðustu ára þar sem hækkun á fasteignaverði hefur drifið áfram verðbólguna og leitt til vaxtahækkana. Núverandi vaxtaumhverfi gerir lífið óþarflega erfitt fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Viðvörunarbjöllur hringja Ríkisstjórnarflokkarnir keppast við að segja okkur að þetta sé allt að koma. Í október skýrslu HMS um stöðuna á húsnæðismarkaði koma fram upplýsingar sem benda til þess að það sé ekki að birta til á næstunni. Áætluð húsnæðisþörf er rúmlega 4.000 íbúðir á ári samkvæmt spám HMS. Í umfjöllun þeirra kemur fram að íbúðum í byggingu fækkar á milli talninga. Fullbúnar íbúðir voru 3.400 árið 2023 fækkar í 3.000 árið 2024, 2.900 árið 2025 og ekki nema 2.300 árið 2026 að öðru óbreyttu. Fram kemur að byggingaraðilar leggi nú líklega meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný byggingaverkefni. Í talningum þeirra kemur fram að fjöldi íbúða í byggingu á fyrri framvindustigum hefur fækkað í síðustu 5 talningum og ekki verið færri síðan í september 2021. Könnun sem Samtök Iðnaðarins framkvæmdi á meðal aðila sem vinna að skipulagningu og undirbúning byggingarframkvæmda t.d. arkitekta og verkfræðinga kemur fram að 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að mun færri íbúðir komi inn á markaðinn á næstu árum en undanfarin ár. Lausn á framboðsvanda og endurreisn séreignarstefnunnar Miðflokkurinn er með raunverulegar lausnir við vandanum á húsnæðismarkaði, bæði á framboðs- og eftirspurnarhlið. Með traustri stjórn efnahagsmála má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til vaxtalækkana sem lækkar byggingarkostnað og eykur kaupgetu almennings. Miðflokkkurinn ætlar einnig að útrýma lóðaskorti með því að skylda sveitarfélög sem eiga land til að skipuleggja ný svæði til uppbyggingar. Einfalda regluverk og skapa hvata í stað hindrana. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við byggingu íbúðarhúsnæðis í 60% sem lækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni uppbyggingu. Ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði. Miðflokkurinn vill endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska drauminn. Núverandi skilyrði til lántöku eru of ströng og þarf að slaka á þeim. Í mörgum tilfellum gætu afborganir af lánum verið lægri en mánaðarleg leigugreiðsla en samt fær fólk ekki greiðslumat. Með þessu má auðvelda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfið og framlengja nýtingu séreignasparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán. Afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð. Mynda kynslóðabrú til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða og hækka frítekjumark erfðafjárskatts til að samsvara sem nemur meðal íbúð. Vilt þú áframhaldandi erfiðleika á húsnæðismarkaði eða raunverulegar lausnir, trausta efnahagsstjórn og lægri vexti? Svarið er einfalt: Kjósum Miðflokkinn! Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu. Eldra fólk á í erfiðleikum með að minnka við sig þar sem fáir kaupendur eru að stærri eignum í núverandi ástandi. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkana á fasteignaverði. Framboðsskortur lóða hefur tvöföld áhrif, annars vegar veldur hann hærri byggingarkostnaði í formi lóðaverðs á almennum markaði sem hækkar söluverð íbúða og hins vegar skapast ástand þar sem fleiri kaupendur eru en magn íbúða til sölu sem hækkar fasteignaverðið enn meira. Þessi stefna borgarstjórnarflokkanna hefur verið stór áhrifavaldur í viðvarandi verðbólguástandi síðustu ára þar sem hækkun á fasteignaverði hefur drifið áfram verðbólguna og leitt til vaxtahækkana. Núverandi vaxtaumhverfi gerir lífið óþarflega erfitt fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Viðvörunarbjöllur hringja Ríkisstjórnarflokkarnir keppast við að segja okkur að þetta sé allt að koma. Í október skýrslu HMS um stöðuna á húsnæðismarkaði koma fram upplýsingar sem benda til þess að það sé ekki að birta til á næstunni. Áætluð húsnæðisþörf er rúmlega 4.000 íbúðir á ári samkvæmt spám HMS. Í umfjöllun þeirra kemur fram að íbúðum í byggingu fækkar á milli talninga. Fullbúnar íbúðir voru 3.400 árið 2023 fækkar í 3.000 árið 2024, 2.900 árið 2025 og ekki nema 2.300 árið 2026 að öðru óbreyttu. Fram kemur að byggingaraðilar leggi nú líklega meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný byggingaverkefni. Í talningum þeirra kemur fram að fjöldi íbúða í byggingu á fyrri framvindustigum hefur fækkað í síðustu 5 talningum og ekki verið færri síðan í september 2021. Könnun sem Samtök Iðnaðarins framkvæmdi á meðal aðila sem vinna að skipulagningu og undirbúning byggingarframkvæmda t.d. arkitekta og verkfræðinga kemur fram að 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að mun færri íbúðir komi inn á markaðinn á næstu árum en undanfarin ár. Lausn á framboðsvanda og endurreisn séreignarstefnunnar Miðflokkurinn er með raunverulegar lausnir við vandanum á húsnæðismarkaði, bæði á framboðs- og eftirspurnarhlið. Með traustri stjórn efnahagsmála má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til vaxtalækkana sem lækkar byggingarkostnað og eykur kaupgetu almennings. Miðflokkkurinn ætlar einnig að útrýma lóðaskorti með því að skylda sveitarfélög sem eiga land til að skipuleggja ný svæði til uppbyggingar. Einfalda regluverk og skapa hvata í stað hindrana. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við byggingu íbúðarhúsnæðis í 60% sem lækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni uppbyggingu. Ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði. Miðflokkurinn vill endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska drauminn. Núverandi skilyrði til lántöku eru of ströng og þarf að slaka á þeim. Í mörgum tilfellum gætu afborganir af lánum verið lægri en mánaðarleg leigugreiðsla en samt fær fólk ekki greiðslumat. Með þessu má auðvelda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfið og framlengja nýtingu séreignasparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán. Afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð. Mynda kynslóðabrú til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða og hækka frítekjumark erfðafjárskatts til að samsvara sem nemur meðal íbúð. Vilt þú áframhaldandi erfiðleika á húsnæðismarkaði eða raunverulegar lausnir, trausta efnahagsstjórn og lægri vexti? Svarið er einfalt: Kjósum Miðflokkinn! Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun