„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 20:07 Brynjar Karl Sigurðsson er þjálfari Aþenu. Vísir/Hulda margrét Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. Brynjar Karl hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir framgöngu sína í körfuboltanum en hann stýrði Aþenu upp í efstu deild kvenna í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Eftir tap Aþenu gegn Stjörnunni í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið sem er nýbúið sagði Brynjar Karl að hann væri á leiðinni í frí og að leikmenn myndu fara í gegnum glósubókina hans. Í viðtalinu fór hann einnig hörðum orðum um félagið Stjörnuna og sagði skítapakk vinna fyrir félagið. Viðtalið fyrir leikinn sem nú er í gangi var ansi áhugavert en þar var það Siggeir Ævarsson blaðamaður Vísis sem spurði spurninganna. Brynjar Karl byrjaði að svara því að hann væri fínn eftir fríið og bætti síðan við að hann hefði ekki mætt á æfingar hjá Aþenu í þrjár vikur. „Ég hef ekki mætt á æfingu í þrjár vikur. Það er bara staðreynd og ég tók alla þjálfara út. Stelpurnar eru búnar að vera að fara í gegnum glósubókina, gera þetta vel og teikna einhverjar fallegar myndir við hliðina á allri heimspekinni.“ Þá sagðist hann heldur ekki hafa tekið þátt í leikgreiningu fyrir leikinn gegn Val heldur hefði verið einblínt á fundi og heimspeki. „Nei, engum. Við erum bara að lesa heimspeki, sálfræði og hópmeðferð og alls konar svona. Ég mætti þegar æfingarnar voru búnar og það voru langir fundir eins og ég er frægur fyrir.“ „Fyndið hvað er alltaf verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu“ Því næst ræddi Brynjar um þjálfunarfræði og sagði leikplanið fyrir leikinn gegn Val hafa verið á mjög heimspekilegum nótum. Þegar blaðamaður spurði Brynjar hvernig myndi ganga að láta þetta leikplan raungerast sprakk Brynjar úr hlátri. „Sambandið er mjög gott í kvöld, reiðhjólið og allt það.“ „Þegar ég var hérna síðast í úrvalsdeild þá voru ekki svona fréttamenn með lúður í andlitinu á þér. Mér finnst alltaf svolítið fyndið hvað er verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu,“ sagði Brynjar Karl. Ég er bara að reyna að spyrja um leikinn í kvöld. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast og ég bara veit það aldrei. Ef ég væri að fara að spila sjálfur þá gæti ég sagt þér það. Kannski er það bara merki um hvað ég er óreyndur, kannski eru þjálfarar sem eru bara það beintengdur inn í liðið sitt og geta bara lofað þessu. Ég veit ekkert hvað ég er að fara að fá hérna.“ Allt viðtalið við Brynjar Karl má sjá í spilaranum hér ofar. Leikur Aþenu og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild kvenna Aþena Valur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Brynjar Karl hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir framgöngu sína í körfuboltanum en hann stýrði Aþenu upp í efstu deild kvenna í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Eftir tap Aþenu gegn Stjörnunni í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið sem er nýbúið sagði Brynjar Karl að hann væri á leiðinni í frí og að leikmenn myndu fara í gegnum glósubókina hans. Í viðtalinu fór hann einnig hörðum orðum um félagið Stjörnuna og sagði skítapakk vinna fyrir félagið. Viðtalið fyrir leikinn sem nú er í gangi var ansi áhugavert en þar var það Siggeir Ævarsson blaðamaður Vísis sem spurði spurninganna. Brynjar Karl byrjaði að svara því að hann væri fínn eftir fríið og bætti síðan við að hann hefði ekki mætt á æfingar hjá Aþenu í þrjár vikur. „Ég hef ekki mætt á æfingu í þrjár vikur. Það er bara staðreynd og ég tók alla þjálfara út. Stelpurnar eru búnar að vera að fara í gegnum glósubókina, gera þetta vel og teikna einhverjar fallegar myndir við hliðina á allri heimspekinni.“ Þá sagðist hann heldur ekki hafa tekið þátt í leikgreiningu fyrir leikinn gegn Val heldur hefði verið einblínt á fundi og heimspeki. „Nei, engum. Við erum bara að lesa heimspeki, sálfræði og hópmeðferð og alls konar svona. Ég mætti þegar æfingarnar voru búnar og það voru langir fundir eins og ég er frægur fyrir.“ „Fyndið hvað er alltaf verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu“ Því næst ræddi Brynjar um þjálfunarfræði og sagði leikplanið fyrir leikinn gegn Val hafa verið á mjög heimspekilegum nótum. Þegar blaðamaður spurði Brynjar hvernig myndi ganga að láta þetta leikplan raungerast sprakk Brynjar úr hlátri. „Sambandið er mjög gott í kvöld, reiðhjólið og allt það.“ „Þegar ég var hérna síðast í úrvalsdeild þá voru ekki svona fréttamenn með lúður í andlitinu á þér. Mér finnst alltaf svolítið fyndið hvað er verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu,“ sagði Brynjar Karl. Ég er bara að reyna að spyrja um leikinn í kvöld. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast og ég bara veit það aldrei. Ef ég væri að fara að spila sjálfur þá gæti ég sagt þér það. Kannski er það bara merki um hvað ég er óreyndur, kannski eru þjálfarar sem eru bara það beintengdur inn í liðið sitt og geta bara lofað þessu. Ég veit ekkert hvað ég er að fara að fá hérna.“ Allt viðtalið við Brynjar Karl má sjá í spilaranum hér ofar. Leikur Aþenu og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild kvenna Aþena Valur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira